Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 20088
Sveitarfélagið hefur verið rekið með hagnaði frá árinu 2002 og hefur
skilað hátt í 30 milljónum króna á þessu tímabili að teknu tilliti til fjár-
magnsliða og afskrifta. Þegar litið er yfir þær fjárfestingar sem var farið í
á tímabilinu, þá hafa í sumum fjárfestingum fjármunir tapast. Aðrar
fjárfestingar hafa komið vel út og ég leyfi mér að segja, að sveitarfélagið
standi fjárhagslega betur núna en þegar ég kom að því árið 2002.
„Súðavíkurhreppur
stendur betur en
fyrir sex árum“
– þrátt fyrir sviptingar og erfiðleika í atvinnumálum þegar rækjuvinnslan lagðist af
– samstaðan í Fjord Fishing brast en horfur í sjóstangaveiðiferðum útlendinga góðar
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, sagði fyrir nokkru
starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum og hættir um mánaðamótin júlí-
ágúst eftir sex annasöm ár í stöðu sveitarstjóra. Í tilefni af þessum tímamótum
lítur hann yfir farinn veg í spjalli við Bæjarins besta. Ómar er Súðvíkingur
að uppruna og ólst upp í foreldrahúsum í Súðavík fram til tvítugs árið 1986.
Þá lá leiðin í Stýrimannaskólann í Reykjavík, þaðan sem hann útskrifaðist
með skipstjórnarréttindi tveimur árum seinna. Hann ílentist fyrir sunnan
og var þar meira og minna í sextán ár eða fram til ársins 2002, þegar hann
var ráðinn sveitarstjóri í sinni gömlu heimabyggð. Hann gekk í Tækniskólann
meðan hann var búsettur syðra og útskrifaðist um áramótin 1996-97 sem
iðnrekstrarfræðingur á markaðssviði. Jafnframt sveitarstjórastarfinu er
Ómar oddviti hreppsnefndar Súðavíkurhrepps, en við þeirri stöðu tók hann
eftir kosningarnar árið 2006. Foreldrar Ómars hafa búið alla sína tíð í Súða-
vík og búa þar enn.
„Systur mínar þrjár og ég
vorum öll komin suður en auk
þess á ég hálfbróður sem býr
á Akureyri. Á árunum kring-
um 2000 vorum við systur
mínar þrjár og ég töluvert að
sækja að pabba og mömmu
að flytja suður. Þau létu sig
ekki, og síðan fór dæmið að
snúast við, þannig að við fór-
um að tínast hvert á fætur öðru
til Súðavíkur. Það byrjaði þeg-
ar auglýst var eftir sveitar-
stjóra í Súðavíkurhreppi eftir
kosningarnar 2002.
Í framhaldinu fluttist ég
vestur og innan tveggja ára
vorum við öll komin aftur til
Súðavíkur. Þegar ég sæki um
sveitarstjórastarfið var ég
framkvæmdastjóri Fagkynn-
ingar ehf. og hafði starfað þar
frá því að ég stofnaði fyrir-
tækið ásamt öðrum árið 1997.
Fagkynning starfar í vöru- og
þjónustukynningum og var
fyrsta fyrirtækið sinnar teg-
undar hérlendis.
Það var mjög skemmtilegur
tími að taka þátt í þeirri upp-
byggingu, en félagið fór jafn-
framt að bjóða upp á sýning-
arkerfaþjónustu með kerfum
sem keypt voru frá Þýskalandi
og Danmörk. Upphaflega var
ég eini starfsmaður fyrirtækis-
ins en þegar ég fór þaðan árið
2002 störfuðu fimm manns á
skrifstofu og um eitt hundrað
og tíu manns í hlutastarfi. Fag-
kynning ehf. er enn í dag í
góðum rekstri.
Árið 2005 átti ég síðan
stutta viðkomu í rekstri félags-
ins þegar ég keypti út sýning-
arkerfaþjónustuna og rak hana
samhliða sveitarstjórastarfinu.
Ég sökkti mér í þetta á kvöldin
og um helgar og var með góð-
an mannskap fyrir sunnan. Ég
náði upp góðri veltuaukningu
og seldi síðan fyrirtækið aftur
í lok ársins 2006. Það félag er
einnig starfandi í dag og heitir
Fagsýningar ehf.“
Fylgdist vel
með í Súðavík
„Ég hef alltaf borið mjög
sterkar tilfinningar til Vest-
fjarða og sérstaklega til Súða-
víkur. Þegar ég bjó og starfaði
fyrir sunnan kom ég alltaf
reglulega, svona til að hlaða
batteríin, ná í orku sem fæst
úr fjöllunum, sjónum og um-
hverfinu öllu, og það verður
að segjast eins og er, að hvergi
er betra að hlusta á kyrrðina
en í Álftafirði á lognsælum
degi.
Árið 2002 var búið var að
flytja byggðina á öruggt svæði
innar í Álftafirði, en atvinnu-
málin máttu vera í mun betra
formi og það hafði vaknað
mikill áhugi hjá mér að sjá
Súðavík vaxa og eflast enn
frekar. Ég var með hugmyndir
um hvernig væri hægt að
leggja á vogarskálarnar að-
ferðir sem hefðu það að mark-
miði að snúa þeirri byggða-
þróun við, sem hefur haft
slæm áhrif á margar sjávar-
byggðir landsins.“
Fókusinn á atvinnu-
og búsetumál
„Þetta kitlaði mig það mik-
ið, að þegar auglýst var eftir
sveitarstjóra Súðavíkurhrepps
ákvað ég að leggja inn um-
sókn. Fyrirtækið mitt syðra
var fullmótað og á góðum
skriði. Mig langaði að koma
til starfa í þessu litla en kraft-
mikla sveitarfélagi, þar sem
mér fannst leynast mörg tæki-
færi sem hægt væri að koma í
framkvæmd.
Meðal annars vissi ég um
fyrirtæki sem hafði skoðað að-
stöðuna í Súðavík og langaði
að setja sig þar niður, en þá
stóð ekkert húsnæði til boða
og þess vegna fór það fyrir-
tæki annað. Mér fannst mikil-
vægast að fjölga atvinnutæki-
færum í sveitarfélaginu og
gera flóruna í atvinnulífinu
fjölbreyttari. Með slíku mætti
snúa þróuninni við og fara að
fjölga í sveitarfélaginu á ný.
Umsækjendur um stöðu sveit-
arstjóra voru þrettán og ég var
valinn úr þeim hópi.“
– Þú tekur við starfinu á
tímapunkti þegar atvinnulífið
er í senn einhæft og viðkvæmt
...
„Ég kom mjög einbeittur til
leiks og með fókusinn fyrst
og fremst á atvinnu- og bú-
setumál. Við ákváðum að
halda íbúaþing snemma árs
2004 þar sem þessi mál voru
tekin fyrir, auk margra annarra
viðfangsefna. Þingið var mjög
vel sótt og skemmtilegt og
sýndi hvað almenningur í
Súðavíkurhreppi var áhuga-
samur um framtíð sveitarfé-
lagsins.
Á þeim tíma sá hins vegar
enginn fyrir hver yrðu afdrif
rækjuveiðanna og vinnsl-
unnar hérlendis, bæði í Súða-
vík og annars staðar. Aðeins
ári seinna komu alvarlegir
brestir í allt ytra umhverfi
þessar atvinnugreinar, sem við
gátum ekkert ráðið við. Það
var gríðarlega erfitt að standa
uppi með þá staðreynd, að for-
sendur höfðu breyst það mikið
að alls ekki var réttlætanlegt
að halda áfram þessum rekstri,
rekstri sem Súðavíkurhreppur
hafði stuttu áður sett í töluvert
fjármagn til að efla starfsemi
rækjuveiða og vinnslu í Súða-
vík.
Það var mjög alvarleg staða
fyrir Súðavík, þegar um helm-
ingur allra starfa í sveitarfé-
laginu hvarf nánast í einni
svipan. Í dag hafa allar eignir
rækjurekstursins í Súðavík
verið seldar nema rækjukvót-
inn, sem er núna eina eign fé-
lagsins.“
Fjandsamlegt
ytra umhverfi
– Hvað kom í staðinn?
„Í framhaldi af íbúaþinginu
var mótuð stefna fyrir árin
2005-2010. Súðavíkurhrepp-
ur var fjárhagslega sterkur á
þessum tíma og er það enn.
Þess vegna höfðum við tæki-
færi til að bretta upp ermarnar
og taka til í innra umhverfinu
hjá okkur varðandi rekstur
sveitarfélagsins sjálfs og stuðn-
ing við stofnun og rekstur fyr-