Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 3 Stuðla að auknu öryggi barna í umferðinni Börnin í fyrsta bekk í Grunnskólanum á Ísafirði fengu reiðhjólahjálma að gjöf á fimmtudag. Gjöfin er liður í átaki Kiwanis, Flytjanda og Eimskips til að stuðla að auknu öryggi barna landsins á reiðhjólum. Þetta er í fimmta sinn sem börn á sjöunda aldursári fá hjálm að gjöf en í umferðarlögum segir að börnum yngri en 15 ára sé skylt að nota hjálm við hjólreiðar. Eimskip og Kiwanis framlengdu nýlega samning sinn til næstu þriggja ára en átaksverkefnið er til þess gert að tryggja að öll sex ára börn eigi hjálm, sem þeim ber að nota þegar þau fara út að hjóla.Hjálmunum fylgir einnig fræðslubæklingur um mikilvægi hjálma og hvernig eigi að stilla þá rétt svo þeir veiti sem mest öryggi. Börnin voru að vonum hæstánægð með glaðninginn. Soffía, Hrólfur, Ingibjörg og Haukur Vagnsbörn ásamt Herbert Löchel frá Kingfisher Reisen. Mörg hundruð milljóna króna samningur til Bolungarvíkur Fyrirtækið Kjarnabúð í Bolungarvík hefur gert mörg hundruð milljóna króna samn- ing við þýsku ferðaskrifstof- una Kingfischer Reisen um ferðaþjónustu fyrir sjóstang- veiðimenn. Samningurinn var undirritaður í hádeginu á föstudag. Hann hljóðar upp á tæpar 400 milljónir og er til fimm ára. Kjarnabúð hyggst ráðast í framkvæmdir og uppbyggingu fyrir verkefnið fyrir tæpar 300 milljónir á næstu þremur árum. Ætlunin er að byggja um 20 hús og 20 báta til að þjónusta sjóstang- veiðimenn á vegum King- fisher Reisen og verður heildarveltan því 700 milljónir króna. Húsin verða í gömlum burstahúsastíl, með torfþaki og steinhleðslum en að innan verða þau nýtískuleg og búin öllum þægindum fyrir gesti. Kingfisher Reisen er ein af stærstu evrópsku ferðaskrif- stofum sem sérhæfa sig í ýmis konar stangveiðiferðum. Kingfisher Reisen hóf rekstur árið 1987 og þjónustar milli 7.500 og 8.000 viðskiptavini á ári sem flestir koma frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Til þessa hafa áfanga- staðir Kingfisher verið Noreg- ur, Svíþjóð, Írland, Kanada og Alaska og nú bætist við Bolungarvík á Íslandi. Kjarnabúð ehf. er í eigu Vagnsbarna frá Bolungarvík. Haukur, Hrólfur, Soffía og Ingibjörg Vagnsbörn hafa verið tengd ferðaþjónustu um nokkurra ára skeið. Fyrst með foreldrum sínum við fólks- flutninga og þjónustu í tengsl- um við Læknishúsið á Hest- eyri í Jökulfjörðum. Síðar hófu systurnar Ingibjörg og Soffía rekstur íbúðagistingar í Systrablokkinni í Bolungar- vík. Haukur rekur gistiheimili og veitingastaðinn vaXon í miðbæ Bolungarvíkur og mun einnig hefja rekstur á 50 tonna eikarbát í ævintýraferðum í sumar. Haukur mun auk þess reka 20 manna farþegabát ásamt Hrólfi til farþegaflutn- inga milli Bolungarvíkur, Jökulfjarða og Hornstranda. Hrólfur mun ásamt eiginkonu sinni Irisi Kramer og móður þeirra Vagnsbarna, Birnu Pálsdóttur, reka gistingu og kaffihús í Læknishúsinu á Hesteyri í sumar. - thelma@bb.isTeikning af fyrirhugðum framkvæmdum Kjarnabúðar eftir Ómar Smára Kristinsson. Alsýn vinnur að fjölgun starfa á Þingeyri Alsýn hefur unnið að átaksverkefni til uppbygg- ingar á Þingeyri sem gengur út á það að fjölga störfum í bænum og finna tímabundin störf fyrir þá eru að missa vinnuna vegna fjögurra mánaða lokunar Vísis. Inn- viði verkefnisins gengur út á bæjarmynd, ferðamál og atvinnuþróun á staðnum. Þetta kemur fram í stöðu- skýrslu sem Alsýn hefur lagt fyrir atvinnumálanefnd Ísa- fjarðarbæjar en þar sem hún inniheldur viðkvæmar upp- lýsingar um verkefni verður skýrslan ekki gerð opinber til birtingar í heild sinni. Meðal annarra verkefna Alsýnar má nefna að unnið er að aukinni orkuöflun fyrir Ísafjarðarbæ og nágrenni. Alsýn hefur komið að uppbyggingu fyrirtækisins Murr og er vonast til að sú starfsemi geti komist af stað eftir miðjan júní. Einnig hefur fyrirtækið unnið í því að aðstoða frumkvöðla við að komast af stað með sín verkefni með því að veita tæknilega og almenna ráð- gjöf. Fast var ýtt á eftir því að fá störf hjá Siglingamála- stofnun vestur, þó án árang- urs. Unnið hefur verið að því að bæta heimasíðu fyrirtækisins til að auka aðgengi fólks að upplýsing- um og tækifærum til at- vinnusköpunar í Ísafjarðar- bæ. Þó nokkur verkefni sem unnið er að eru þess eðlis að hlutaðeigendur kæra sig ekki um opinbera umfjöllun á þessu stigi og þar við situr. Í haust gerði Ísafjarðar- bær samning við Alsýn um að fyrirtækið stjórnaði at- vinnuátaki í Ísafjarðarbæ. Forsaga málsins er sú að í byrjun sumars var lögð fram hjá atvinnumálanefnd Ísa- fjarðarbæjar tillaga um átak til atvinnusköpunar í sveit- arfélaginu. Verkefnið geng- ur út á að halda námskeið um stofnun fyrirtækja og rekstur og gera það aðgengi- legra að stofna fyrirtæki og afla hlutafjár. Markmiðið er að skapa 50 ný störf á tveimur árum. – thelma@bb.is Veiðimenn ráðnir til refa- og minkaveiða Um tugur veiðimanna sótti um starf við refa- og minkaeyðingu fyrir sumarið hjá Ísafjarðabæ. Land- búnaðarnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur lagt til að Jónas Helgason verði ráðinn til minkaveiða í Snæfjalla- hreppi hinum forna, um- hverfis æðarvarp í Æðey. Enginn sótti um minka- vinnslu sunnan Ísafjarðar- djúps og leggur nefndin til að starfsmanni nefndarinnar verði falið að fá veiðimann á svæðið. Þá leggur nefndin til að eftirtaldir aðilar verði ráðnir til refaveiða á við- komandi svæðum: Auðkúluhreppur hinn forni að Lokinhamradal: Finnbogi J. Jónasson Ísa- firði. Þingeyrarhreppur hinn forni: Engin umsókn barst. Mýrarhreppur hinn forni frá Lambadal að Botnsá: Ísleifur B. Aðalsteinsson Þingeyri. Mýrarhreppur hinn forni, frá Hrafnaskálanúp að Lambadal: Kristján Einars- son, Flateyri. Önundarfjörður: Kristján Einarsson, Flateyri. Súgandafjörður: Björn Bergsson og Kári Bergsson, Ísafirði. Skutulsfjörður: Guð- mundur Valdimarsson og Valur Richter, Ísafirði. Gamli Grunnavíkurhrepp- ur austan friðlands, umhverf- is æðarvarp í Reykjafirði: Ragnar Jakobsson, Bolung- arvík. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.