Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 15
Sælkeri vikunnar er Halldór Karl Valsson á Ísafirði
Sælkeraréttir að hætti
meistara Halldórs
Horfur á föstudag og laugardag: Austlæg átt og dálítil
væta á S- og V-landi, en stöku él NA-lands.
Hiti 5 til 10 stig, en 0 til 5 norðaustantil á landinu og
þar eru líkur á næturfrosti.
Horfur á sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.
Helgarveðrið
Þýðingarmikil
þýðingarverðlaun
Ísfirski rithöfundurinn, þýð-
andinn og ljóðskáldið Eiríkur
Örn Norðdahl fékk á dögun-
um Íslensku þýðingarverð-
launin. Sjálfur segist hann
engan veginn hafa átt von á
verðlaununum og er hissa á
að hinir sem voru tilnefndir
séu ekki brjálaðir yfir að hafa
tapað fyrir honum. Bæjarins
besta hringdi í Eirík þar sem
hann var á flugvellinum í Hel-
sinki í Finnlandi á leið til Belgíu.
Enginn búinn að
hringja ennþá
– Þú fékkst Íslensku þýð-
ingarverðlaunin. Er það þýð-
ingarmikið?
„Jú, þetta breytir náttúrlega
miklu. Eða ég vona það alla
vega. Það á eftir að koma í
ljós hversu miklu þetta breytir
en ég geri mér einhverjar hug-
myndir og vonir um það að ég
muni eiga auðveldara með að
velja mér verkefni sjálfur og
fái kannski erfiðari og meira
krefjandi og skemmtilegri
verkefni.“
– Þetta lítur afskaplega vel
út á ferilskránni?
„Maður getur ímyndað sér
það. Ég held að ef útgefanda
langar að þýða og gefa út bók
og vill fá góðan þýðanda, þá
líti hann á það hverjir hafa
fengið þessi verðlaun. Eða ég
myndi alla vega gera það. En
það á allt eftir að koma í ljós.
Það er alla vega enginn búinn
að hringja ennþá.“
Gaman að gera
krefjandi hluti
– En þú hefur nú hingað til
fengið einhver verkefni í þýð-
ingum.
„Jú, jú. En megnið af þeim
hefur verið almenns eðlis og
svona auðveldari verkefni.
Sem er allt í lagi og það er
gaman að vinna þessi verkefni
en það er náttúrlega meira
gaman að gera það sem er
krefjandi. Einhver þyngri skáld-
verk kannski.
Ég þýddi til að mynda ljóð
eftir Allan Ginsberg fyrir
nokkrum árum, en þá vildi
enginn gefa þau út. Þau koma
fyrst út núna í haust, það var
meira að segja ákveðið áður
en ég fékk þessi verðlaun.“
Hefði orðið brjálaður
– Það voru nú engir aum-
ingjar tilnefndir með þér til
þessara verðlauna.
„Nei, þetta voru engin smá-
peð þarna. Friðrik Rafnsson
er búinn að þýða allan Kund-
era og Siggi Páls en náttúru-
lega bara þungavigtamaður í
íslenskum bókmenntum og
hefur verið síðustu þrjátíu
árin. Jón Kalman var að þýða
mikla og stóra bók þannig allt
var þetta fólk að gera mjög
merkilega hluti.
Ég er sjálfur svo hörundsár
að ef ég væri þessir menn og
hefði tapað fyrir mér, þá hefði
ég brjálast. Ég átti engan veg-
inn von á þessu og þetta kom
mér algjörlega á óvart.“
– Ertu búinn að heyra í hin-
um sem voru á þessum lista.
Eru þeir að samgleðjast þér
eða eru þeir að breiða slúður-
sögum um þig út í kokteil-
boðum?
„Allt þetta fólk sendi mér
tölvupóst þar sem þeir óskuðu
mér hjartanlega til hamingju
og báðu mömmu mína, sem
var á athöfninni fyrir mína
hönd, fyrir bestu kveðjur til
mín. Þetta eru meiri menn en
ég, því ég hefði orðið foxill-
ur.“
Fullt af ráðstefnum
– En hvað ertu að gera
núna? Þú ert á einhverju flakki
er það ekki?
„Jú ég var að koma frá New
York þar sem ég var á banda-
rískri ljóðahátíð. Ég var á The
Bowery Poetry Club sem er
mjög goðsagnakenndur stað-
ur. Hann er svona eins og
CBGB, sem er einmitt beint á
móti, var fyrir tónlistaraðdá-
endur. Þetta er alveg brjálæð-
islegur staður. Þarna eru upp í
fimm viðburðir á hverjum ein-
asta degi og það er farið alveg
yfir litrófið. Þarna hafa verið
mörg fræg ljóðskáld í gegnum
tíðina.
Og núna er ég að fara til
Brussel í Belgíu. Ég er að fara
á Badtaste4Ever, íslenska
menningarhátíð. Þar verða
meðal annarra Sjón og Einar
Örn Benediktsson, Ásdís Sif
og Ragnar Kjartansson og
fleiri.
Svo fer ég á mjög spennandi
rithöfundaráðstefnu í júní sem
ber yfirskriftina rithöfundur-
inn og andófið. Það er alltaf
einum Íslendingi boðið á
þessa ráðstefnu, og núna var
mér boðið.
Þessar menningarráðstefn-
ur koma bara þannig til að
maður fer á eina og er boðið á
næstu. Og svo hefur maður
sig kannski eitthvað aðeins í
frammi, lætur vita af sér. Stund-
um fæ ég boð og nota það til
að sækja um styrk fyrir för-
inni. Og stundum fær maður
allt borgað og meira að segja
laun í þokkabót, þetta er voða
misjafnt.“
Sósíal brútalismi
– Nú ert þú og eiginkona
þín að koma heim til Ísafjarðar
yfir sumarið. Hvað ertu að
fara að gera?
„Ég er bara að halda áfram
að skrifa bókina mína, Rasm-
us Klumpur og pólitíski of-
stopinn. Þetta er svona sósíal
brútalismi. Eins og heyra má
á titlinum þá tekur hún á mál-
efnum líðandi stundar. Hún
fjallar um einhvers konar
taugaveiklaðan ofstopa. Hún
gerist á Íslandi en gæti hæg-
lega gerst einhvers staðar ann-
ars staðar.
Ég ætla bara að reyna að
klára hana í sumar. Maður veit
aldrei hvort það tekst eða ekki.
Það er ekkert annað að gera
en að vona það besta.“
Samþykkja tilboð í málun Laufáss
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur að tillögu Jóhanns
Bærings Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild
bæjarins, samþykkt tilboð í málun á leikskólanum
Laufási á Þingeyri. Tilboðið sem er frá Bjarndísi Frið-
riksdóttur er upp á 2.595.670 krónur, eða 28% yfir
kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rétt rúmlega 2
milljónir. Tilboð Bjarndísar var hið eina sem barst.
Sælkeri vikunnar átti ógrynni
af dýrindis réttum sem hann vildi
deila með lesendum Bæjarins
besta en þrír urðu fyrir valinu. Þeir
eru saltfiskur að hætti Baska, Eini-
berjagrafinn lambavöðvi með
melónu og sinnepslimesósu og
Irish mist ísterta.
Saltfiskur að hætti Baska
800 g saltfiskur
5 meðalstórar soðnar og flysj-
aðar kartöflur
1 eggjarauða
2 dl ólífuolía
2 hvítlauksgeirar pressaðir
salt og pipar
1 egg
1tsk edik
1 tsk olía
3 tsk vatn
hveiti
brauðrasp
smjör
olía
Sósa
2 ½ dl niðursoðnir tómatar
3 rauðar paprikur skornar í litla
bita
1 laukur fínt saxaður
3 hvítlauksgeirar fínt saxaðir
1 tsk timijan
½ tsk sykur
salt og pipar
ólífuolía
Sjóðið saltfiskinn og kælið
hann og hreinsið burt roð og bein.
Setjið saltfiskinn, kartöflurnar,
eggjarauðuna og hvítlaukinn í
hrærivélarskál. Hrærið vel saman
og bætið ólífuolíunni í dropatali
saman við, kryddið með salti og
pipar. Mótið 8 buff úr hrærunni.
Þeytið saman egg, edik, olíu og
vatn.Veltið buffunum fyrst upp
úr hveiti, þá eggjahrærunni og
síðan raspinu, hitið pönnu og
steikið buffin upp úr olíu og
smjöri, þar til þau eru fallega
steikt, og haldið heitum.
Sósan er næst löguð. Laukur
og paprika steikt í olíu, þegar lauk-
urinn fer að verða glær er hvít-
lauknum bætt saman við. Maukið
tómatana með gaffli og setjið sam-
an við og kryddið með sykri, timj-
an, salti og pipar. Sjóðið sósuna
niður í ca. 3 mín. Setjið buffin á
fat og hellið sósunni yfir.
Einiberjagrafinn lambavöðvi
með melónu og sinnepslimesósu
Fyrir ca. 10-12 manns
1 kg lambavöðvi (snyrtur og
jafnþykkur, ca. 5 sm).
½ dl sykur
½ dl gróft salt
1 og ½ msk svartur pipar (gróf-
malaður)
1 tsk einiber (mulin)
Blandið kryddinu saman. Legg-
ið kjötbitana (bitann) í plastpoka,
hellið kryddblöndunni í pokann,
hnítið fyrir og hristið vel saman.
Eða leggið kjötið í bakka og
kryddið vel undir og yfir, leggið
plastfilmu yfir. Látið kjötið liggja
í kæli í ca. 3-4 daga. Takið kjötið
úr kælinum, skafið kryddið af og
skerið kjötið í örþunnar sneiðar
með beittum hnífi eða frystið
kjötið og skerið í örþunnar sneiðar
í áleggshnífi. Kjötið er lagt í
þunnu lagi á disk eða rúllað upp í
rós. Borið fram með þunnum
sneiðum af hunangsmelónu, sinn-
epslimesósu, brauði og smjöri.
Skreyta má með ferskri basiliku
eða með saxaðri steinselju.
Sósa
1 lítil dós sýrður rjómi
1 msk hunang
1 msk Dijon sinnep
1/2 til 1 stk Lime (safinn)
Hrærið öllu vel saman.
Irish-Mist ísterta
Fyrir 6-8
½ l rjómi
4 egg
¾ bolli sykur
50 g gróft saxað súkkulaði
200 g makkarónukökur
½ dl Irish Mist.
Þeytið rjómann og setjið í skál,
geymið í ísskáp. Þeytið eggin með
sykrinum og blandið varlega sam-
an við rjómann. Myljið makka-
rónukökurnar og setjið helming-
inn af þeim á botninn á u.þ.b. 28
cm stóru formi. Blandið súkkulað-
inu og líkjörnum saman við
rjómablönduna og setjið helming-
inn af henni ofan á kökurnar á
botninum. Dreifið afganginum af
makkarónukökunum ofan á og
síðan afgang af rjómablöndunni.
Sléttið með spaða eða hníf og
frystið.
Skreytið eftir smekk með
þeyttum rjóma blönduðum nokkr-
um dropum af vanillu, kiwi-
sneiðum, sultudropum, súkku-
laðikringlum og karamellubráð.
Ég skora á Thelmu Hjaltadótt-
ur á Ísafirði að sýna hvað hún
kann fyrir sér í matreiðslu.