Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 7
Býður bæjarstjórn í kaffi í ráðu-
neytinu til að eyða misskilningi
Iðnaðarráðherra hefur gefið
bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
skýr svör um uppbyggingu
raforku- og gangaflutnings-
kerfi til bæjarfélagsins á næstu
árum, en eins og sagt var frá
óskaði bæjarstjórn eftir svör-
um um málið í ályktun sem
samþykkt var í apríl. Í svörum
ráðherrans kemur fram að um
misskilning bæjarstjórnar sé
að ræða, uppbygging þessara
kerfa sé alls ekki á herðum ráðu-
neytisins. „Landsnet hf. sér
um uppbyggingu flutnings-
kerfis raforku, en forræði á
Landsneti er að stærstum hluta
í höndum orkufyrirtækja sem
heyra undir fjármálaráðuneyt-
ið. Samgönguráðuneytið fer
með uppbyggingu gagnaflutn-
inga af hálfu ríkisins“, segir í
svörunum.
„Iðnaðarráðherrann hefur
hins vegar skýra stefnu í raf-
orkumálum Vestfirðinga. Iðn-
aðarráðuneytið benti með
rækilegum hætti í raforkuskýrslu
sem ráðherra lagði fram á Al-
þingi sl. haust hversu afhend-
ingaröryggi raforku á Vest-
fjörðum er ótryggt – og óvið-
unandi. Ráðherra hefur mörg-
um sinnum vakið máls á þessu
á Alþingi, og með öðrum hætti
opinberlega, og sérstaklega
rætt á Alþingi að ekki sé við-
unandi, né í anda jafnræðis,
að gagnaflutningar og raforku-
mál á Vestfjörðum séu með
þeim hætti, að við núverandi
aðstæður er erfitt að koma upp
nýjum atvinnugreinum einsog
t.d. gagnaverum.“
„Vekur raunar furðu að bæj-
arstjórn Ísafjarðar hafi ekki
fylgst með þeim umræðum
þar sem þær varða jafnþýð-
Skarphéðinsson iðnaðarráð-
herra segir í svörum sínum
við ályktun bæjarstjórnar.
„Þetta eru mál sem varða
byggðasjónamið og við send-
um þetta til hans sem ráðherra
byggðamála. Við erum með-
vituð um að gagnaflutningar
eru á könnu samgönguráðu-
neytisins. Ráðherrann hefur
verið mjög áfram um þessi
mál og okkur fannst ekki
óeðlilegt að þessi ályktun færi
til hans“, segir Birna.
Aðspurð hvort ákveðinnar
hæðni hafi ekki gætt í bréfi
ráðherra, og þá sérstaklega í
niðurlaginu, segir Birna: „Mér
fannst kveða við mjög nýstár-
legan tón í þessu bréfi og nið-
urlagið var einkar athyglis-
vert. Ég hef ekki á þeim 10
árum sem ég hef starfað í
sveitarstjórn fengið bréf á
bréfsefni nokkurs ráðuneytis
þar sem kveður við þennan
tón.“
„Það er hverjum manni ljóst
að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hefur verið mjög vakandi yfir
þróun mála í dreifingu raforku
og afhendingaröryggi á svæð-
inu og í fjórðungnum. Auð-
vitað vitum við hug ráðherra í
þessu máli, en góð vísa er
aldrei of oft kveðin og við
væntum þess að ráðherra muni
hér eftir sem hingað til fylgja
okkur að málum. Honum er
hér með boðið í kaffisamsæti
með bæjarstjórn til að ræða
þessi mikilvægu mál“, segir
Birna, en Össur Skarphéðins-
son hafði í bréfi sínu lýst sig
tilbúinn til að koma til fundar
við bæjarstjórn, eða bjóða
henni í kaffi í ráðuneytinu.
– halfdan@bb.is
Össur Skarphéðinsson. Birna Lárusdóttir.
ingarmikla hagsmuni byggð-
arlagsins. Ef verða mætti til
að eyða misskilningi og upp-
lýsa bæjarstjórnina um stefnu
ráðherrans varðandi uppbygg-
ingu raforkukerfis á Vestfjö-
rðum er ráðherrann tilbúinn
að koma til fundar við bæjar-
stjórnina, eða bjóða henni í
kaffi í ráðuneytinu“, segir í
svarbréfi Össurar Skarphéð-
inssonar iðnaðarráðherra.
Birna Lárusdóttir, forseti
bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar,
lítur ekki svo á að misskiln-
ings gæti hjá stjórninni með
það hvaða ráðuneyti fara með
dreifingu raforku og uppbygg-
ingu gagnaflutninga fyrir
hönd ríkisins, eins og Össur
STYRKVEITINGAR MENNINGARMÁLA-
NEFNDAR ÍSAFJARÐARBÆJAR 2008
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæj-
ar auglýsir til umsóknar styrki nefnd-
arinnar á árinu 2008. Allir þeir er
starfa að lista- og/eða menningarmál-
um í Ísafjarðarbæ, einstaklingar, fé-
lagasamtök eða stofnanir, eiga mögu-
leika á styrkveitingu samkvæmt nán-
ari ákvörðun nefndarinnar.
Umsóknarfrestur er til. 1. júní nk.
Umsóknum ber að skila skriflega á
skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnar-
stræti 1 á Ísafirði, merkt: Menning-
armálanefnd, styrkveitingar 2008.
Formaður menningarmálanefndar.
Sextíu ár frá komu Ísborgar
Sextíu ár voru liðin í síðustu viku frá því að hið
fornfræga skip Ísborg ÍS-250 kom fyrst í heima-
höfn á Ísafirði. Á vefnum 123.is/skipamyndir er
haft eftir Hafliða Óskarssyni, sérlegum áhuga-
manni um sögu nýsköpunartogaranna, að togar-
inn hafi verið smíðaður í Beverley, og hann síðan
kláraður í Hull á Englandi.
Leyniskjöl brátt flutt vestur
1300 hillumetrar af skjölum sem einkum snúa að utanríkismálum
Íslands frá miðri 20. öld, verða flutt til Ísafjarðar, fljótlega eftir mán-
aðamót. Þau verða flokkuð þar í gömlu frystihúsi, þar sem áður var
Íshúsfélag Ísfirðinga. Undirbúningur hússins, sem er 600 fermetrar að
stærð, gengur vel. Fjórir starfsmenn verða ráðnir til að fara yfir
skjölin. Flutningur skjalanna vestur var meðal tillagna svonefndrar
Vestfjarðanefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum.
Verður Ísafjarðarhöfn neyð-
arhöfn fyrir nauðstödd skip?
Starfshópur skipaður af
samgönguráðherra hefur lagt
til að Ísafjarðarhöfn verði
meðal neyðarhafna landsins.
Jafnframt verði skipaafdrep
m.a. að finna í Ísafjarðardjúpi
og í Dýrafirði. Starfshópurinn
hefur frá árinu 2006 unnið að
tillögu að áætlun um neyðar-
hafnir og skipaafdrep á skýld-
um hafsvæðum við strendur
Íslands til að stuðla að slysa-
og mengunarvörnum á sjó og
við strandir. Neyðarhafnir og
skipaafdrep eru staðir þar sem
nauðstödd skip geta fengið
aðstoð til að afstýra hættu-
ástandi og vernda umhverfið.
Nefndin gerir tillögu um að
eftirtaldar hafnir verði skil-
greindar sem neyðarhafnir auk
Ísafjarðarhafnar: Helguvíkur-
höfn, Hafnarfjarðarhöfn, Ak-
ureyrarhöfn, Reyðarfjarðar-
höfn og Vestmannaeyjahöfn.
Jafnframt leggur starfshópur-
inn til að skipaafdrep verði í
Dýrafirði, Ísafjarðardjúpi, Eyja-
firði, Hvalfirði, Reyðarfirði og
við Vestmannaeyjar. Í skýrsl-
unni er fjallað um forsendur
staðavals, hlutverk þeirra stofn-
ana sem að málunum koma,
viðbúnað og ábyrgð, auk þess
sem með fylgja drög að að-
gerðaáætlun.
Að því er fram kemur í
skýrslunni er Dýrafjörður lík-
lega besti kosturinn sem
skipaafdrep í þessum lands-
hluta, enda þekkt skipaskjól.
Flugvöllur er í Dýrafirði og
vegur liggur út með honum
beggja vegna. Aðflutningar
gætu farið fram um Þingeyri.
Aðrir staðir sem til greina
koma sem skipaafdrep á Vest-
fjörðum eru undan Stigahlíð
eða Snæfjallaströnd þegar
vindur stendur af norðri en
innan við Sléttueyri í Jökul-
fjörðum í öðrum vindáttum. Í
miklum sunnan- eða suðvest-
anáttum mætti einnig leita
skjóls í sunnanverðu Djúpinu.
„Þessi afdrep geta þó einungis
nýst tímabundið og við neyð-
araðstæður. Enginn þeirra
staða sem nefndir hafa verið
gætu komið til greina ef um
mengunarhættu er að ræða þar
sem ekki er til neinn mengun-
arvarnabúnaður sem unnt er
að beita við þær aðstæður sem
þarna geta ríkt“, segir í skýrsl-
unni.
Sundahöfn á Ísafirði kemur
til álita sem neyðarhöfn sem
mætti nýta fyrir skip sem
mengunarhætta stafar af. Stærð
skipa sem hægt er að veita
viðtöku þar takmarkast við
100–150 m eftir stjórnhæfni
þeirra. Tekið er fram í skýrsl-
unni að ekki er um það að
ræða að fara með skip sem
eld- eða sprengihætta stafar
af inn í Sundahöfn þar sem
höfnin er inni í Ísafjarðarbæ.
– thelma@bb.is
Ísafjarðarhöfn kemur til greina sem neyðarhöfn fyrir skip í vanda.