Bæjarins besta


Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 15.05.2008, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 20086 Endirinn skyldi í upphafi skoða Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, símar 456 4694 og 863 7655, halfdan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X 26 Skemmtiferðaskip Á þessum degi fyrir 35 árum Erlend skemmtiferðaskip leggja leið sína til Íslands í sífellt ríkara mæli. Í sumar hafa verið boðaðar komur skemmtiferðaskipa 26 sinnum en í fyrra sumar komu þau alls 23 sinnum. Mörg þeirra skipa, sem hingað koma, hafa hér viðkomu tvisvar og þrisvar sinnum og hafa sum komið mörg ár í röð. Ferðaskrifstofa Zoëga mun alls taka á móti 21 skipi í sumar og þegar hafa átta skip boðað komu sína til Íslands á árinu 1974, sem að öllum líkindum verður metát í komu skemmtiferðaskipa og ekki nóg með það, því heyrst hefur að til greina komi, að stærsta og nýjasta skemmtiferðaskip heims Queen Elizabeth 2, komi hingað þá. „Jú það er alveg rétt við höfum verið í sambandið við Gunard skipafélagið í Englandi með það fyrir augum að Queen Elizabeth2. hafi hér viðkomu á næsta ári,“ sagði Geir H. Zoëga, ferðaskrifstofustjóri í viðtalið við Morgunblaðið í gær. „Þeir hjá Gunard hafa ekki enn gefið okkur svar en sem stendur teljum við nokkrar horfur á að úr verði, meðal annars vegna þess að þeir eru byrjaðir að senda þetta stærsta farþegaskip heimsins á norðlægar slóðir. Til dæmis hefur verið boðið koma skipsins til Noregs í sumar“, sagði hann. Með tilkomu Hvalfjarðarganganna var tími Akraborgarinnar á enda runninn. Þótt eflaust hafi margir saknað ferjunnar, sem verið hafði lífæð Skagamanna við höfuðborgina árum saman og óteljandi minningar voru tengdar, var hennar ekki lengur þörf. Þarna var rétt að málum staðið. Þá fyrst þegar tryggt var að hagkvæmari og í alla staði hentugri ferðamáti var fyrir hendi voru skipaferðirnar aflagðar. Engum kom til hugar að leggja Akraborginni um leið og jarðgöngin komust á teikni- borðið. Segja má að mótmæli trukkabílstjóra á höfuðborgarsvæðinu, gegn háu eldneytisverði og skikkan til að hlíta lögbundnum hvíldartíma, hafi óbeint dregið fram í dagsljósið hvílík afglöp það voru að leggja niður flutninga á sjó þar sem á þeim tíma var vitað að vegakerfið var á engan hátt í stakk búið til að standast það álag, sem slíkum breytingum fylgdi. Einbreiðu brýrnar og mjóu vegirnir með veiku vegkantana, sem enn eru að bresta undan síauknum þunga bifreiða með aftanívagna; allt er þetta enn til staðar þótt sitthvað hafi færst í betra horf. Horft til Hvalfjarðarins var fyrirhyggjunni ekki fyrir að fara í ofurkappinu við að koma Skipaútgerðinni fyrir kattarnef. Næsta víst er að mönnum er fyrir löngu ljóst að smávegis ,,meðlag“ með strandsiglingum, meðan unnið væri að brýnustu úrbótum á vegakerfinu, hefði borgað sig fjárhagslega. Breiðafjarðarferjan hefur um langt árabil verið íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum ómetanleg samgöngubót. Í gild- andi samningi milli rekstraraðila ferjunnar og Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að dregið verði úr framlögum hins opinbera samhliða bættum samgöngum á landi og ferðum fækkað jafn- hliða. Í dag er staðan sú að niðurskurður rekstarframlagsins hefur gengið eftir áætlun en hið sama verður ekki sagt um vegaframkvæmdirnar. BB leggur það til málsins að sinni að hið sama verði uppi á teningnum og var með Akraborgina á sínum tíma: Breiðafjarð- arferjunni Baldri verði ekki lagt eða ferðum hennar fækkað fyrr en heilsárssamgöngur á landi hafa verið tryggðar við suð- urhluta Vestfjarða. Það hlýtur að teljast sanngjörn krafa. Opinberlega er ekki vitað til að stjórnvöld hafi gefist upp á yfirlýstri stefnu um að viðhalda byggð í landinu utan þéttbýl- iskjarnans á suðurhorninu. Því má ætla að byggðakjarnarnir, sem ætlunin er að efla á tilteknum stöðum á landsbyggðinni, séu enn helstu tromp ríkisstjórnarinnar. Vaxtasamningarnir margrómuðu, sem skálað var fyrir á sínum tíma með brosi á vör mót blikkandi myndvélum, eru fyrir löngu rykfallnir í skrifborðsskúffum ráðuneytanna. Engum ofsögnum fer af notagildi þeirra húsgagna. Samgöngur eru einn megin pósta þess að landsbyggðin haldi velli. Þær ber að bæta, ekki rýra. s.h. Forleikur fyri AcoAlone Sýning á einleikjum verður frumsýnd á Ísafirði á vegum Litla leikklúbbsins á morgun, 16. maí. Sýningin kallast Forleikur og er einmitt hugsuð sem forleikur fyrir einleikjahátíðina Act alone sem fer fram í fimmta sinn dagana 2.-6. júlí á Ísafirði. Æfingar eru hafnar á fjórum einleikjum áhugamanna. Það er kómedíuleikarinn og framkvæmdastjóri Act alone sem leik- stýrir einleikurunum. Forleikur verður nánar auglýstur síðar. Maður á áttræðisaldri féll í sjóinn Maður á áttræðisaldri féll útbyrðis af báti í höfn- inni á Suðureyri í síðustu viku. Maðurinn, sem var einn um borð, náði að halda sér í landfestar bátsins en komst ekki upp af sjálfsdáðum. Hann telur að hann hafi verið í sjónum í um korter. Maðurinn var kaldur þegar sjúkrabíll náði í hann og flutti hann á sjúkrahús til umönnunar. Sveitarstjórn Kaldrananes- hrepps hefur mótmælt harð- lega mögulegri seinkun á vega- gerð á 4 km kafla á Stranda- vegi. Forsaga málsins er sú að tilboð í vegagerð á Stranda- vegi (643) frá Geirmundar- staðaveg að Hálsgötu voru opnuð og Skagfirskir verktak- ar ehf. voru lægstbjóðendur. Í auglýsingu voru verklok kynnt 1. október 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni sendi stofnunin út bréf til bjóðenda fyrir opnun tilboða, þess efnis að mögulegt væri að fresta verklokum fram á mitt ár 2009. Að sögn Vega- gerðar er ástæðan sú að mikið er um að verk á svæðinu eigi að klárast í haust. Á frétta- vefnum strandir.is er bent á að vegagerð milli Hólmavíkur og Drangsnes hefur verið skil- greind sem sérstakt flýtiverk- efni og mótvægisaðgerð sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjórn- arinnar. Ekki er ljóst hvenær 2,5 km kaflinn sem enn stendur eftir á Strandavegi að Djúpvegi verður boðinn út. Verið er að skoða með nýja brú á Staðará og er ekki búið að ganga frá því máli. Heimamönnum þyk- ir mörgum merkilegt í meira lagi að vegagerðinni á þessu flýtiverkefni skuli vera skipt í tvö verkefni og telja ólíklegt að það sé hagkvæmt gagnvart útboðunum, að því er segir á strandir.is. „Áratugur er síðan allir ná- lægir þéttbýlisstaðir á Vest- fjörðum voru tengdir sín á milli með bundnu slitlagi, nema Hólmavík og Drangsnes á Ströndum. Þetta var á sínum tíma sérstakt áhersluverkefni hjá Fjórðungssambandi Vest- fjarða og skilaði sú barátta árangri alls staðar nema á Ströndum. Milli þorpanna sem bæði standa við Stein- grímsfjörð eru rúmlega 30 km, vegurinn liggur með sjó alla leið og engin sérstök vand- kvæði eru við vegagerð á svæðinu“, segir á strandir.is. – thelma@bb.is Verklokum við Strandaveg frestað? KNH bauð lægst í snjóflóðavarnargerð KNH bauð lægst í gerð snjóvarnargarða á Bíldudal og hefur bæjarráð Vestur- byggðar lagt til að tilboðinu verði tekið. Tilboð KNH hljóðaði upp 165.619.900 krónur en kostnaðaráætlun nemur 162.203.600 krón- um. Verkið felur í sér að hlaða og fylla í leiðigarð og grafa rennu norðan hans, færa læk sem nú rennur til suðurs úr Búðargili í farveg í sjóflóða- rásinni og í ræsum gegnum Tjarnarbraut og Lönguhlíð og leggja vegarslóða meðfram fláafæti leiðigarðs. Einnig felst verkið í land- mótun og yfirborðsfrágangi svo sem tjörnum, stígum, göngubrú, bílastæði, girðingu á brún brattasta hluta leiði- garðs, sáningu og plöntun. Verktaki skal leggja til allt efni vegna þessara fram- kvæmda, nema netgrindur. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2009. Síðustu sáningu og áburðargjöf skal þó lokið eigi síðar en 1. ágúst 2010. – thelma@bb.is Framkvæmdir við nýja ben- sínstöð Olís á Ísafirði hefjast í þessari viku. Aðspurður um málið segir Ingvar Stefánsson, forstöðumaður framkvæmda- deildar Olís, að opnunardag- setning hafi ekki verið ákveð- in, en opnað verði einhvern tímann í næsta mánuði. „Við erum ekki alveg búnir að ganga frá samningum við verktaka en vonumst til að klára það á næstu dögum“, segir Ingvar. Á sama tíma ætlar Olís að byggja nýja ben- sínstöð í Bolungarvík og má gera ráð fyrir að hún verði opnuð á svipuðum tíma. „Við reynum að gera þetta samhliða.“ Fyrir eru tvær bensínstöðv- ar á Ísafirði, við Hafnarstræti og á Skeiði, og ein bensínstöð í Bolungarvík. Þær stöðvar sem Olís hyggst koma upp í bæjunum tveimur verða sjálfs- afgreiðslustöðvar og verður ekki hægt að versla þar neitt annað en bensín og olíu. Nýjar bensínstöðvar opna í júní Ísafjarðarbær hefur nú þegar hafið vinnu við skolp- og vatnslagnir á lóðinni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.