Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 20086 Oft var þörf – nú er nauðsyn Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is · Birgir Olgeirsson, símar 456 4560 og 867 7802, birgir@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Húsið – Ljósbrot frá Ísafirði Út er komin hjá Vestfirska forlaginu bókin Húsið – Ljósbrot frá Ísafirði eftir Hörpu Jónsdóttir. Harpa bjó lengi á Vestfjörðum, lengst á Ísafirði þar sem hún var grunnskólakennari. Þetta er önnur bók Hörpu, hún fékk Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002 fyrir „Ferðina til Samiraka“ og sama ár var hún valin bæjar- listamaður Ísafjarðarbæjar. Harpa er einnig þekkt hannyrðakona. Sagan af húsinu segir fyrst og fremst frá fólkinu í kring um það, bænum og nánasta umhverfi. Höfundur bregður upp hlýlegum en jafnframt skarp- skyggnum myndum af bæjarbrag og samfélagi á Ísafirði, séð með augum þess sem tilheyrir því – en þó ekki. Fjöldi ljósmynda setur svip á verkið, en þær eru bæði eftir Hörpu og aðra vestfirska ljósmyndara. Vestri valið efnilegasta liðið Sundfélagið Vestri á Ísafirði hlaut Hvatningarbikar Sundsambands Íslands í ár en hann er veittur því félagi sem mest hefur komið á óvart á liðnu sundári. Hvatningarbikar SSÍ árið 2008 er veittur Sundfélaginu Vestra á Ísafirði. „Mikil fjölgun hefur orðið á iðk- endum hjá Vestra og stærð hópsins og árangur á sundmótum hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þegar tekið er með í reikn- inginn stærð sveitarfélagsins og aðstæður til sundiðkunar.“ Rekstrarniðurstaða sam- stæðureiknings Súðavíkur- hrepps er neikvæð um 648. 000 kr. samkvæmt fjárhags- áætlun Súðavíkurhrepps og stofnana hans fyrir árið 2009 sem lögð var fram til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi í síðustu viku. Með áorðnum breytingum á fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 eru tekjur samstæðureiknings Súðavík- urhrepps, (A og B hluta), áætl- aðar 169.627.000 kr. og út- gjöld áætluð 170.275.000 kr. Súðavíkurhreppur hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveit- arfélagsins og stofnana hans fyrir árið 2008 Niðurstaða reksturs án fjármagnsliða og afskrifta er því neikvæð um 648.000 kr. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld eru áætlaðar neikvæðar um 45 þúsund og afskriftir áætlaðar 9.476.000 kr. Ekki verður tekin ákvörðun um framkvæmdir á árinu 2009 fyrr en það liggur fyrir hver framlög verða frá Jöfnunar- og húsafriðunarsjóði. Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlunina samhljóða og vísaði henni til seinni um- ræðu. – thelma@bb.is Neikvæð rekstrarniðurstaða Háskólasetur Vestfjarða hefur í haust tekið á móti um- sóknum í frumgreinanám á vorönn 2009. Umsóknarfrest- ur rennur út 10. desember og segir Martha Lilja Marthens- dóttir Olsen kennslustjóri, fáar nýskráningar hafa borið í haust. Hún segir að í ljósi harðnandi áferðis í þjóðfélag- inu hafi verið ákveðið að gefa fólki tækifæri á að hefja nám við fyrstu önn frumgreina- námsins eftir áramót. Á Ísafirði stunda 20 manns frumgreinanám við Háskóla- setrið en það sinnir einnig fjar- kennslu fyrir frumgreinanám við Háskóla Reykjavíkur en 30 manns stunda fjarnám frá Reykjavík. Fyrsta önnin verð- ur engu að síður kennd eftir áramót þótt þátttaka verði dræm, að sögn Mörthu. „Fjar- námið fyrir sunnan heldur fyrstu önninni gangandi og svo erum við með nokkra nemendur sem halda áfram námi á annarri önn frum- greinanámsins eftir áramót,“ segir Martha. – birgir@bb.is Fáar skráningar í frumgreinanám „Það hefur aldrei verið spurt eins mikið um kennarastöður við skólann eins og núna og ég hef aldrei orðið vitni að jafn miklum áhuga fyrir starf- inu. Það hefur hins vegar ekki verið mikið spurt um þá kennarastöðu sem okkur vant- ar þ.e. ensku kennara. Ef ég fæ ensku kennara til starfa við skólann, erum við í mjög góð- um málum,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, aðspurður hvort hann hafi orð- ið var við aukna ásókn í nám við skólann undanfarin miss- eri sem og í stöður kennara. Jón Reynir segir of snemmt að segja til um hvort ásókn í nám við skólann hafi aukist því nemendur sæki iðulega ekki um nám við skólann fyrr en í desember. „Ef það verða auknar fyrirspurnir þá berast þær oftast til okkar í desem- ber,“ segir Jón Reynir. Menntaskólinn er sagður geta tekið á móti 350 nemend- um í fullt nám en ekki hefur enn komið til þess að vísa þurfi nemendum frá skólanum vegna fjölda. „Á haustin höf- uð við sett þak á þá upphafs- áfanga sem eru fjölmennastir. Að því leiti má segja að við séum að setja mörk á fjölda nemenda, en með tilkomu upplýsingatækniþjónustu skól- ans getum við verið með mun fleiri nemendur en 350, því þá erum við ekki eins bundin við kennslustofur. Staða okkar í skólanum er góð en það vant- ar fleira fólk á svæðið,“ segir Jón Reynir Sigurvinsson, skóla- meistari MÍ. – birgir@bb.is Mikil eftirspurn eftir kennarastöðum við MÍ Menntaskólinn á Ísafirði. Kakó og lummur með sannfæringakrafti Á þessum degi fyrir 22 árum Það var mikið um að vera á Silfurtorgi og þar í kring á laug- ardaginn. Hin árvissa torgsala til styrktar húsbyggingu Tón- listarskólans dró til sín fjölda fólks. Harmónikufélagið nýja lét til sín heyra. Félagið úr Lúðrasveit Tónlistarskólans léku og Jónas Tómasson stjórnaði kórsöng. Á langborðum fengust ýmsar veitingar og hlýjum drykkjum var ausið upp úr stórum ílátum í frostinu. Inni á Hótel Ísafirði spilaði jólasveinn á píanó. Hestar áttu leið um torgið og verslanir voru opnar. Á laugardaginn var eins og maður skynjaði loksins að jólin eru í nánd. Nýlega hefur verið rutt í burtu öllum vafa um þátttöku Ísafjarðarkaupstaðar í byggingu hins nýja húss Tónlistarskóla Ísafjarðar á Torfnesi. Nú er orðið ljóst að hægt verður að halda áfram með sannfæringarkrafti hinu ötula starfi áhugafólks um þetta mál, þegar fullvissa er fengin um stuðning bæjarins. Nú er ljóst að starfið á umliðnum árum hefur ekki verið til einskis. Nú þarf ekki að hætta við bygginguna. Nú er hægt að halda áfram að selja kakó og lummur með sannfæringakrafti á torginu. ,,Nú þegar efnahagskerfi Íslands er hrunið og stjórnvöld vinna hörðum höndum við að koma því í starfshæft ástand að nýju, væri gott að heyra hugmyndir frá vestfirskum ráðamönn- um um hvernig þeir hyggjast beita sér til að koma í veg fyrir hrun þeirra fyrirtækja sem eftir eru starfandi í fjórðungnum,“ sagði atvinnurekandi á Ísafirði í viðtali við BB um miðjan október. Og hann bætti við: ,,Almenningur og fyrirtæki, sem búið hafa við neikvæðan hagvöxt um árabil á Vestfjörðum á meðan góðærið vall um allt höfuðborgarsvæðið, hafa þurft að þreyja þorrann. Nú berast þau tíðindi frá stjórnvöldum að allir landsmenn þurfi að axla byrðarnar, m. a. af óstjórnlegri ofneyslu – nú séu allir á sama hripleka bátnum.“ Sem við er að búast bregður þeim meira við þegar byrinn þrýtur, sem lítt eru barn- ingnum vanir. Af þessu tilefni lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands ísl. sveitar- félaga, orð í belg: ,,Við reyndum að njóta þeirra tækifæra sem voru í uppganginum þó að það hafi ekki skilað sér nema að hluta til okkar og því miður er það langt frá því að vera nóg. Við reyndum auðvitað að beina öllum viðskiptum í heima- byggð.“ Hvað það síðasta áhrærir er næsta víst að í gegnum tíðina hefði betur mátt að standa á ýmsum sviðum. Efnahagspakki ríkisstjórnarinnar til verndar heimilunum liggur fyrir. Sitt sýnist hverjum þar um, enda aldrei gert svo að öllum líki. Og nú er beðið eftir fyrirtækjapakkanum, sem stjórnvöld kalla svo; aðgerðum, sem eru undirstaða alls þess er gera þarf, að sérhver vinnufús hönd hafi vinnu, sem frekast er kostur. Undanfarið hefur berlega komið í ljós vilji fólks til búferlaflutninga á landsbyggðina, svo fremi að til staðar sé húsnæði og vinnu að fá. Sumstaðar er húsnæði fyrir hendi en atvinnutækifæri fá eða engin, annars staðar er þessu öfugt farið. Með því að koma þarna að verki slægi ríkisvaldið margar flugur í einu höggi. Efling sveitarfélaga á landsbyggð- inni er eitt mikilvægasta verkefnið sem ríkisvaldið stendur frammi fyrir; verkefni sem gæti skotið styrkum stoðum undir ,,hið nýja Ísland“ sem menn sjá fyrir sér þegar við náum að rísa upp úr öskustónni. Líkt og reglubundnar hreingerningar hafa verið siður á flestum heimilum hefur BB annað slagið tekið fram afþurrk- unarklútinn og dustað rykið af málum sem dúkkað hafa upp sem tækifæri til aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi á Vestfjörðum en hafa einhverra hluta vegna aldrei orðið annað og meira en orðin tóm, brostnar vonir. BB mun ekki leggja af þennan góða vana þótt listinn verði ekki tíundaður að þessu sinni. Sveitar- stjórnarmenn ættu hins vegar að dusta rykið af blaðabunkanum. Oft var þörf, nú er nauðsyn. s.h.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.