Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 20088 Langflestir þeirra ferða- manna sem tóku þátt í könn- un Rannsóknar- og fræða- setursins á Vestfjörðum í sumar sögðust hafa fengið hugmyndina að því að ferð- ast til fjórðungsins frá fjöl- skyldu- eða vinum. Næst- flestir sögðust hafa fengið hugmyndina annars staðar frá og nefndu þá langflestir ferðahandbækur, en einnig sögðu einhverjir að þá hefði alltaf langað að heimsækja Vestfirði en hefðu átt það eftir. Áberandi margir sögð- ust hafa fengið upplýsingar um Vestfirði, áður en lagt var af stað úr bæklingum/hand- bókum, interneti og frá fjöl- skyldu og vinum. „Nokkur munur er á inn- lendum og erlendum ferða- mönnum hvað þetta varðar, en töluvert fleiri erlendir ferðamenn nota bæklinga/ handbækur og internetið. Á móti kemur að um tvöfalt fleiri innlendir ferðamenn afla upp- lýsinga frá vinum og ættingj- um. Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem ætla má að þeir þekki talsvert fleiri staðkunnuga“, segir í niður- stöðum könnunarinnar. Spurt var um hvaða upp- lýsingaveitur svarendur töldu hafa nýst best. Óháð þjóðerni nefndu flestir bækl- inga/handbækur, en margir innlendir ferðamenn töldu þó upplýsingar frá vinum og ættingjum hafa reynst best og erlendir ferðamenn töldu internetið oft hafa reynst best við skipulagninu ferða um Vestfirði. – thelma@bb.is Fengu hugmyndina hjá fjölskyldu eða vinum á náttúru og umhverfismálum. Það sem greindi ferðamennina á Vestfjörðum og í Reykjavík að var kannski fyrst og fremst meiri áhugi á fuglaskoðun og ljósmyndun hjá þeim ferða- mönnum sem sóttu Vestfirði heim. Langflestir svarendur könn- unarinnar nefndu náttúruna sem helstu ástæðu fyrir heim- sókn til Vestfjarða eða 57,5%. Í tengslum við það var Látra- bjarg oftast nefnt, næst á eftir komu Hornstrandir og svo Rauðasandur. Aðrir staðir voru nefndir sjaldnar. Því næst kom útivistin sem 49,5% svarenda nefndu og svo hvíld og afslöppun sem 48,9% nefndu sem ástæðuna fyrir komunni vestur. Aðrir valmöguleikar voru sjaldnar nefndir. Þessir sömu þrír valmöguleikar voru oftast nefndir þegar svörun var skipt eftir erlendum og innlendum ferðamanna, en nokkuð stórt hlutfall ferðamanna búsettra á Íslandi nefndu einnig heim- sókn til vina/ættingja og að þeir hefðu komið áður og Ferðamenn sem komu til Vestfjarða í sumar voru fyrst og fremst náttúruunnendur sem sóttu í frið og ró og eru almennt meðvitaðir um um- hverfismál. Þetta kom fram í könnun sem gerð var meðal ferðamanna á Vestfjörðum í sumar á vegum Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Ís- lands á Vestfjörðum. Þar segir að samanburður við erlenda ferðamenn í Reykjavík sýndi að „náttúruferðamenn“ eru líklega afgerandi hópur meðal erlendra ferðamanna um allt land, ekki einungis á Vest- fjörðum. Nær allir erlendu ferðamennirnir sem talað var við bæði í Reykjavík og á Vest- fjörðum höfðu mikinn áhuga langaði að koma aftur. Í skýrslu um niðurstöður könnunarinnar segir að það sé almennt einkennandi fyrir „náttúruferðamenn“ að þeir krefjast lítillar þjónustu og af- þreyingar af ferðamanna- staðnum en leggja megin áherslu á upplifun á hinu „ósnerta“ eða „óhefðbundna.“ „Það má segja að þetta sé ein- kennandi fyrir núverandi stig ferðamennsku á Vestfjörðum a.m.k. ef einungis er litið til erlendra ferðamanna sem ferðast á eigin vegum. Það má þó gera ráð fyrir því að fylgi Vestfirðir sem ferða- mannastaður hefðbundinni þróun með fjölgun ferða- manna breytist samsetning og áhugasvið ferðamannanna sem hingað koma samhliða.“ – thelma@bb.is Látrabjarg var oftast nefnt hjá svokölluðum nátt- úruferðamönnum sem sögðu náttúruna vera ástæðuna fyrir heimsókn sinni til Vestfjarða í sumar. Náttúran helsta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vestfjörðum Rúmlega þriðjungur ferða- manna sem tóku þátt í ferða- mannakönnun á Vestfjörðum í sumar voru búsettir á Íslandi. Af þeim 136 innlendu ferða- mönnum sem svöruðu könn- uninni voru flestir af höfuð- borgarsvæðinu eða 74%. Því næst voru flestir frá norður- landi eystra, eða 9%. 4% komu frá Vesturlandi og 1- 3% frá öðrum landshlutum. Er hlutfallskipting innlendra ferðamanna í samræmi við eldri rannsóknir sem hafa verið gerðar um ferðamenn á Vestfjörðum. Þá voru Þjóð- verjar í miklum meirihluta þeirra erlendu ferðamanna sem svöruðu könnuninni, eða um 27%. Alls voru svöruðu 240 útlenskir ferðamenn könnun- inni frá 26 löndum. Á eftir Þjóðverjum voru Frakkar (9.7 %) og Svisslendingar (8.9 %). Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að hátt hlutfall Þjóðverja sem komi til Vest- fjarða kemur ekki á óvart. Samkvæmt tölum Hagstof- unnar um heimaland erlendra ferðamanna til Íslands eru þeir einnig fjölmennasti hópur er- lendra farþega sem koma til landsins. 85,1% innlendra ferða- manna sögðust hafa komið til Vestfjarða áður og 11% er- lendra. Alls hafa 33,5% er- lendu ferðamannanna komið til Íslands áður. Er það ekki í samræmi við þá hugmynd að erlendir ferðamenn heimsæki Vestfirðina ekki fyrr en í ann- arri eða þriðju heimsókn sinni til Íslands. Könnunin var unnin af Al- bertínu Friðbjörgu Elíasdóttur og Írisi Hrund Halldórsdóttur en þær stunda meistaranám við Líf- og umhverfisvísinda- deild ásamt því að starfa við Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörð- um. Könnunin var unnin í sam- starfi Rannsókna- og fræða- seturs Háskóla Íslands og Markaðsstofu Vestfjarða. – thelma@bb.is Vestfirðir vinsælir hjá Þjóðverjum Hornbjarg er ein náttúruperla Vestfjarða sem dregur að sér ferðamenn. Ljósm: © Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.