Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 200814 Ljósin kveikt á jólatré Ísfirðinga Ísfirðingar létu kuldann ekki á sig fá og fjölmenntu á Silfurtorg þar sem ljósin á jólatré bæjarbúa voru tendruð við hátíðlega at- höfn á laugardag. Að þessu sinni var jólatréð fengið að gjöf frá Húsa- smiðjunni. Af tilefni af tendruninni var mikið um dýrðir á Silfurtorgi. Styrktarfélag Tónlistar- skóla Ísafjarðar var með árlega torgsölu sína. Lúðrasveit lék nokkur jólalög og Barna- og ungl- ingakórinn söng nokkur lög. Að loknu ávarpi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar var kveikt á jóla- trénu. Hápunktur dagsins var að sjálfsögðu koma jólasveina sem skemmtu með söng sínum og færðu krökkum góðgæti. Fallegt veður var sem gerði stund- ina enn hátíðlegri þrátt fyrir að frostið biti í kinnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Silf- urtorgi. – thelma@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.