Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 04.12.2008, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 200816 Ekki náðist að senda land- búnaðarráðuneytinu formlega umsögn í tíma varðandi stofn- un lögbýlis í Leirufirði í Jökul- firði. Eins og greint hefur ver- ið fengust þær upplýsingar hjá ráðuneytinu að engin umsögn hafi borist frá Ísafjarðarbæ en tvisvar var bókað um málið í umhverfisnefnd og bæjarráð tók fyrir minnisblað bæjar- stjóra þar sem fram kemur að hann telji að ekki sé hægt að heimila stofnun lögbýla á við- komandi jörðum vegna skipu- lagslegrar stöðu svæðisins. Aðspurður segir Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar, að ekki hafi tekist að senda formlega umsögn innan tilsetts tíma en ráðuneytinu hafi þó verið kunnugt um að- stöðu sveitarfélagsins til máls- ins, þó það hafi ekki verið með formlegum hætti. Forsaga málsins er sú land- eigandi í Leirufirði sótti um til landbúnaðarráðuneytisins að tvö lögbýli á jörðunum Leiru og Kjós verði endur- stofnuð, með það að markmiði að komast í skógræktarverk- efni Skjólskóga en skógrækt hefur verið í firðinum frá árinu 1964. Lögum samkvæmt missa jarðir lögbýlisrétt 50 árum eft- ir að jörðin fer í eyði og eru jarðir í Jökulfjörðum þar á meðal. Landbúnaðarráðu- neytið veitti leyfi fyrir stofnun lögbýlis í Kjós. – thelma@bb.is Ekki náðist að senda umsögn í tíma Landbúnaðarráðuneytið seg- ist ekki hafa fengið umsögn frá Ísafjarðarbæ varðandi stofnun lögbýlis í Leirufirði í Jökulfjörðum þrátt fyrir að hafa óskað eftir henni. „Ísa- fjarðarbær lét enga afstöðu uppi í þessu máli. Við fengum enga umsögn frá Ísafjarðar- bæ,“ segir Arnór Snæbjörns- son, lögmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Umhverfisnefnd bókaði í tví- gang, fyrst í maí 2006 og síðan sl. apríl, að hún teldi engin rök til að taka efnislega af- stöðu til málsins, en efaðist um að skynsamlegt væri að hefja búrekstur á þessu svæði og benti á að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar yrði ekki lokið fyrr en í árslok. „Sótt var um stofnum lög- býlis á jörðum og við meðferð á þeirri beiðni förum við eftir jarðalögum og þar er meðal annars áskilið að leita eftir umsagnar frá sveitarstjórn. Sveitarstjórn hefur ekki ákvörð- unarvald í þessu máli heldur hefur hún umsagnarrétt og getur tjáð sig hvort hún sé andsnúin þessu eða fylgjandi. Þessi umsögn var aldrei látin uppi. Við óskuðum eftir henni formlega og ítrekuðum svo beiðni um það að hún yrði látin í té en allt kom fyrir ekki og út af því fengum við aldrei sjónarmið Ísafjarðarbæjar. Þó svo að þeir hafi ályktað um þetta mál þá er það ekki eitt- hvað sem við getum tekið gilt nema að hafa formlega um- sögn,“ segir Arnór. Forsaga málsins er sú land- eigandi í Leirufirði sótti um til landbúnaðarráðuneytisins að tvö lögbýli á jörðunum Leiru og Kjós yrðu endur- stofnuð, með það að markmiði að komast í skógræktarverk- efni Skjólskóga en skógrækt hefur verið í firðinum frá árinu 1964. Lögum samkvæmt missa jarðir lögbýlisrétt 50 árum eft- ir að jörðin fer í eyði og eru jarðir í Jökulfjörðum þar á meðal. Landbúnaðarráðu- neytið veitti leyfi fyrir stofnun lögbýlis í Kjós. Þá var umsögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra varðandi málið lögð fram fyrir bæjarráð í maí en ekki er vitað hvort sú umsögn hafi borist til ráðuneytisins. Í umsögninni segir Halldór að hann telji að ekki sé hægt að heimila stofn- un lögbýla á framangreindum jörðum og vísaði til skipu- lagslegrar stöðu svæðisins. Í umsögn Halldórs sagði einnig að bæjarstjóri hafi alltaf verið hlynntur því að stækka Horn- strandafriðlandið þannig að það næði til Jökulfjarða allra og Snæfjallastrandar. Lögbýli stofnað í Leiru- firði í Jökulfjörðum Kjós í Leirufirði. Ljósm: Mats Wibe Lund.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.