Bæjarins besta - 04.12.2008, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 200818
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Alls svöruðu 1.099.
Já sögðu 467 eða 70%
Nei sögðu 112 eða 17%
Óvíst sögðu 90 eða 13%
Spurning vikunnar
Ætlar þú að kaupa jóla-
gjafir fyrir lægri upphæð
en undanfarin ár?
Óska eftir einbýlishúsið eða
raðhúsi til leigu á Ísafirði frá
áramótum, helst í Holtahverfi.
Uppl. gefur Sirrý Flosa í síma
898 5780.
Munið eftir handunnu kertun-
um í Hvestu. Tilvalin í aðventu-
kransinn eða í jólapakkann. Op-
ið alla virka daga frá kl. 8-16.
Fjögurra herbergja húsnæði
óskast til leigu á Ísafirði í að
minnsta kosti ár. Upplýsingar í
síma 892 1955.
Til sölu er Subaru Impresa árg.
2001. Á sama stað er til sölu
fólksbílakerra á kr. 30 þús., og
4,5 kw dísel ljósavél á kr. 50
þús. Uppl. gefur Snorri í síma
862 0205.
Fjóra hvolpa vantar gott heim-
ili. Fást gefins. Uppl. í síma 846
7465 og 456 8395.
Jólabasar félaganna á Flateyri
verður í Félagsbæ á laugardag
kl. 15. Íþróttafélagið Grettir verð-
ur með kakó og vöfflur til sölu.
Til sölu er Skoda Octavia stat-
ion, 4x4, árg. 2003, ekinn 73
þús. km. Uppl. í síma 895 3595.
Til leigu er rúmgóð 2ja herb.
íbúð á eyrinni á Ísafirði. Íbúðin
er leigð með húsgögnum og
húsbúnaði frá 1. janúar 2009.
Leigutími allt að 12 mánuðir
eða eftir samkomulagi. Uppl. í
síma 893 6396.
Prestum ekki fækkað á Vestfjörðum
Prestum á norðanverðum Vestfjörðum verður ekki fækkað og prestaköll verða ekki sameinuð í bráð að sögn
Agnesar Sigurðardóttur, Vestfjarðaprófasts. Hún segir málið ekki hafa verið tekið fyrir á nýliðnu kirkjuþingi og sé
ekki á dagskrá. Ef hugmyndin verði áfram uppi þurfi fyrst að taka hana fyrir á aðalsafnaðarfundi í vor og á
héraðsfundi sem er einnig næsta vor áður en kirkjuþing fær málið til afgreiðslu. Málið er ekki útaf borðinu en
mörg ár gætu liðið þar til að af þessu yrði. Biskupastofa lagði til í sumar að Bolungarvíkur-, Holts-, Ísafjarðar-,
Staðar- og Þingeyrarprestaköll yrðu sameinuð í eitt prestakall og prestum fækkað. Kom þetta fram í bréfi sem
framkvæmdastjóri Kirkjuráðs ritaði sóknarnefndum og prestum á norðanverðum Vestfjörðum, fyrir hönd biskups.
Hljómsveitina YXNU skipa þeir Jón Sigurpálsson, Valdimar Jón Halldórsson, Þorgeir Pálsson og Guðmundur M. Kristjánsson.
Yxna er belja á egg-
losi – eða í ástarsorg?
Yxna er fjögurra manna ís-
firsk hljómsveit sem hefur get-
ið sér gott orð fyrir góða spila-
mennsku við ýmis tilefni á
Ísafirði. Hana skipa Guð-
mundur Magnús Kristjánsson,
söngvari og gítarleikari, Jón
Sigurpálsson kontrabassa-
leikari, Valdimar Jón Hall-
dórsson gítarleikari og Þorgeir
Pálsson trommuleikari.
Blaðamanni Bæjarins besta
lék forvitni á að vita meira um
þessa merkilegu hljómsveit og
fékk helming hennar, Guð-
mund og Jón, í stutt spjall.
Jón er ekki ókunnur tónlistar-
lífinu. Hann lék á kontrabassa
í Diabolus in musica sem átti
meðal annars hið feykivinsæla
lag Pétur Jónatansson. Guð-
mundur lék á sínum yngri ár-
um í unglingahljómsveitum í
Bolungarvík og í ballhljóm-
sveit með tveimur félögum
sínum. Síðan eru liðin mörg
ár. Þeir tveir hafa margt að
segja um tilurð hljómsveitar-
innar og hvaðan þessi skemm-
tilega nafngift á bandinu er
komin.
– Jæja strákar. Hvar eigum
við að byrja?
Guðmundur: „Er ekki byrj-
unin alltaf best?“
Jón: „Ég er tilbúinn að ræða
byrjunina en ekki mikið meira.“
Guðmundur og Jón hlæja dátt
eftir að hafa gert góðlátlegt
grín að fyrstu spurningu
blaðamannsins, en eftir þau
hlátrasköll hefst alvaran.
– Hvenær var hljómsveitin
stofnuð?
Guðmundur: „Það var fyrir
þremur árum held ég.“
Jón: „Nei Muggi, nú ertu
eitthvað að rugla. Var það ekki
fyrir tveimur árum?“
Guðmundur: „Jú, jólin 2006.
Eru ekki að verða þrjú ár síð-
an?“
Jón: „Jú, það gæti passað.“
– En af hvaða tilefni var
hún stofnuð?
Guðmundur: „Það var eftir
einhverja bókmenntakynn-
ingu í Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði. Valdimar og ég vorum í
partíi heima hjá Jóni eftir
kynninguna um kvöldið. Við
ákváðum að spila nokkur lög
til að skemmta mannskapn-
um. Ég hringdi í Ödda (Mugi-
son) son minn og bað hann að
tromma. Hann snaraðist í ein-
um grænum með trommusett
heim til Jóns enda vel uppal-
inn sonur sem gerir allt fyrir
pabba sinn. Við spiluðum
nokkur lög þar og slógum í
gegn.“
– Var Þorgeir ekki kominn
í bandið þá?
Guðmundur: „Nei, Öddi
trommaði fyrst um sinn í
bandinu. Hann var fljótlega
rekinn því hann var ekki að
sinna því nógu vel.“ Guð-
mundur og Jón hlæja dátt.
– Rákuð þið Ödda blákalt
úr bandinu?
Guðmundur: „Hann mátti
ekkert vera að því að sinna
Yxnu, þá var hann einfaldlega
rekinn.“
Jón: „Já, hann var alltaf að
sinna einhverjum öðrum mál-
um. Sem er náttúrlega mjög
einkennilegt, að láta einhverja
frægðardrauma í útlöndum
hafa forgang yfir Yxnu.“
– Já, ég get vel skilið að það
sé meira en lítið óþolandi.
Guðmundur og Jón hlæja hátt
við þessa fullyrðingu blaða-
mannsins.
– En þetta nafn Yxna er
afar sérkennilegt. Hvað þýðir
það?
Guðmundur: „Yxna er belja
á egglosi.“
Jón: „Já, kannski er yxna
líka belja í ástarsorg.“
Guðmundur: „Já, neinei
Jón. Yxna er belja sem er til-
búin að stunda mök. Þá gefur
hún frá sér lykt sem tuddunum
finnst afar aðlaðandi. Hann
þefar af afturenda yxnunnar
og verður samstundis gripinn
óstjórnlegri kynlöngun þegar
hann finnur lyktina og þannig
verða kálfarnir til. Þetta er
eitthvað hormónatengt.“
Jón: „En oftast nær vill
tuddinn ekkert með hana hafa
eftir ástarlotin og þá fer yxnan
í ástarsorg.“
Guðmundur: „Það má vel
vera. En ég myndi halda að
það færi algjörlega eftir yxn-
unni. Okkur þótti Yxna vera
gott nafn á bandinu því Jón
býr í gömlu kúabúi á Ísafirði
og þar byrjaði hljómsveitin.“
– Jæja strákar, nóg komið
af yxnum og kynhegðun
þeirra. Hver er tónlistarstefna
hljómsveitarinnar?
Guðmundur: „Ég myndi
segja hana vera algjöran fífla-
skap.“
Jón: „Já, við reynum að hafa
gaman af þessu. Hljómsveitin
Tímaritið Paste hefur valið
Mugiboogie, plötu Mugisons,
sem 25. bestu plötu ársins
2008. Voru 50 plötur tilnefnd-
ar og þykir það mikill heiður
að komast á lista tímaritsins
yfir bestu plötur ársins. Segir
Paste tímaritið Mugison vera
svar Íslands við Tom Waits
og segir Mugison hafa tekið
risastórt stökk fram á við með
Mugiboogie sem þeir telja
kraftmestu plötu Mugisons.
Þeir segja Mugison hella
hjarta sínu yfir hlustandann á
plötunni og skiptir hann um
tónlistarstíla á plötunni villt
og galið en tónlistartímaritið
telur rödd Mugisons vera þá
ótömdustu í tónlistarbransan-
um í dag.
Góðir dómar