Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 3
1.HEFTI
E F N I
Fyrsta starfsárið,
forystugrein 1
BRAGI OLAFSSON:
Starfsvið iðnaðarmála-
stofnana 2
G. ALONZO STANFORD:
Arnaðaróskir 4
ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON:
Rannsóknir f þágu iðnaðar 5
Upphaf stálskipasmfði
á fslandi 6
Er að hefjast útflutningur
á prjónlesvörum úr
íslenzkri ull? 8
Eru líkur til, að unnt sé
að framleiða hér á
landi vélar til út-
flutnings? 8
Avarp frá Iðnaðarmálanefnd 9
ÞORÐUR RUNOLFSSON:
Er unnt að koma f veg
fyrir slysin? 10
I stuttu máli 12
2. kápusíða: Þurrafúi
í skipaviði.
3. kápusíða: Framleiðniráð
Evrópu.
Verknámsför.
Kápumynd og aðrarteikningarhefur
gert Halldór Pétursson.
Endurprentun háð leyfi útgefanda.
Ritstjórn:
Hallgrimur Björnsson,
Sveinn Björnsson,
Bragi Olafsson (ábyrgðarm.).
Otgefandi:
Iðnaðarmálastofnun Islands,
Iðnskólahúsinu,
Skólavörðutorgi, Reykjavík.
Pósthólf 675. Sfmi 82833-4.
Offset-prentað í h.f. Litbrá.
Iðnaðarmál
1.ÁRG. 1954
FYRSTA STARFSÁRIÐ
Eitt ár er liðið, siðan Iðnaðarmálastofnun Islands hóf
starf sitt. Hafði þá ekki enn verið gengið til fullnustu frá húsnæði þvi,
sem stofnuninni hafði verið fengið til afnota í hinni nýju Iðnskólabygg-
ingu á Skólavörðuhæð fyriratbeina og góðan skilningvelviljaðra manna.
Þennan stutta tima hefur starfslið stofnunarinnar notað til þess að
byggja hana upp og skipuleggja hina fyrirhuguðu starfsemi, koma hús-
næðinu í lag og afla nauðsynlegra áhalda og tækja. Enn er mikið verk
fyrir höndum f þessum efnum, þó að e. t.v. hafi að mestu verið unninn
bugur á byrjunarörðugleikum. Jafnframt þessu hefur verið unnið að
lausn fjölmargra vandamála, sem einstaklingar, iðnfyrirtæki og rfkis-
stofnanir hafa fengið stofnuninni til úrlausnar. Alls hafa borizt um 100
meiri háttar verkefni auk fjölmargrafyrirspurna, sem unnt hefur verið
að svara fyrirhafnarlftið. Verkefnin hafa verið margs konar að eðli og
tegund og munu gefa góða hugmynd um þarfir manna f þessum efnum.
Þau hafa reynzt dýrmæt leiðbeining við mótun þeirra starfshátta, sem
stofnunin hefur valið og verður að helga sér til þess að geta gegnt þvf
hlutverki, sem henni er ætlað. En hlutverk Iðnaðarmálastofnunar
fslands er fyrst og fremst það að stuðla að þvi með öllum ráðum, að
iðnaðarstarfsemi aukist og eflist f landinu, og leitast við að auka
framleiðni allrar slfkrar starfsemi, svo að lífskjör þeirra, sem
við hana fást, og alls almennings verði sem bezt.
Til þess að ná settu marki þarf Iðnaðarmálastofnun Islands að
öðlast traust iðjuhölda, verkamanna, hinna tæknimenntuðu manna og
sfðast, en ekki sfzt neytenda og njóta samvinnu við alla þessa aðila.
Iðnaðarmálaráðherra mun gangast fyrir þvf, að löggjafinn leggi grund-
völl að þessu samstarfi á yfirstandandi Alþingi.
Tfmaritið Iðnaðarmál, sem nú hefur göngu sfna og birtist
almenningi f fyrsta sinn, á að verða vettvangur fróðleiks og umræðna
um hina tæknilegu og hagfræðilegu hlið iðnaðarmála. Reynt
mun að vanda svo sem kostur er efni og frágang ritsins, svo að það
geti f senn orðið til fróðleiks og ánægju þeim, sem áhuga hafa á
iðnaðarmálum. Leitað mun verða til sem flestra, leikra og lærðra,
sem á einhvern hátt geta miðlað fróðleik og reynslu, sem mörgum má
að gagni koma. Ætlunin er, að Iðnaðarmál komi út átta til tfu sinnum
á ári með nokkurn veginn jöfnu millibili. Reynt verður að hafa efni
hvers tölublaðs fjölbreytt, svo að það eigi erindi til sem flestra.
Fyrstum sinn mun verðalögð sérstökáherzlaá að kynna almenn-
ingi störf og fyrirætlanir Iðnaðarmálastofnunarinnar, svo að menn geti
haft sem mest gagn af þeim, jafnóðum og henni vex fiskur um hrygg.
f þessu fyrsta tölublaði er gerð nokkur grein fyrir heildarstarfsemi
stofnunarinnar, svo að hún verði í sem beztu samræmi við þarfir
iðnaðarstarfseminnar f landinu og það, sem tfðkast í iðnaðarmála-
stofnunum annarra Evrópulanda og vér höfum haft tækifæri til að
kynnast af eigin raun. Einnig verður reynt að gera sem gleggsta
grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem lögð hafa verið til grundvallar
við stofnun og starfrækslu þeirra.
Nú, þegar sá tfmi nálgast, að Iðnaðarmálastofnun Islands geti
hafið starfsemi sfna af fullum krafti, heitir hún á alla, sem unna þeim
málefnum, sem húnberst fyrir, að veita henni stuðning og brautargengi
f viðleitni sinni, þvf að öll starfsemi hennar er reist á samvinnu og
gagnkvæmu trausti. Stofnunin mun þvf leita vinsamlegra samskipta við
alla þá, — einstaklinga og félög —, sem keppa að sama marki.
iðnaðarmAl
1