Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 12
Á V A R P
Iðnaðarmál, nýtt timarit, sem á að vera íslenzkum
iðnaði til leiðbeiningar og styrktar, hefur göngu sína 1
dag á vegum Iðnaðarmálastofnunar Islands. Að ritstjórn
standa þrír verkfræðingar, sem tekizt hafa þann vanda
á hendur að vera fyrstu forgöngumenn um almennar,
tæknilegar leiðbeiningar fyrir íslenzka iðnaðarstarfsemi.
Ritið skapar þeim — og hverjum öðrum áhugamönnum um
tækniþróun iðnaðar á Islandi - vettvang til umræðna og
fræðslu um tæknileg efni.
Ritstjórnin hefur mælzt til þess, að Iðnaðarmála-
nefnd, sem er senn að ljúka ætlunarverki sínu, láti fylgja
ritinunokkur orðum störf nefndarinnar ogupphaf þeirrar
stofnunar, sem hlotið hefur nafnið Iðnaðarmálastofnun
Islands og á eins árs afmæli um þessar mundir.
Iðnaðarmálanefnd á þriggja ára starfsferil að baki.
Með bréfi ráðherra 28. des. 1951 var nefndin sett á
laggirnar, og voru Þorsteinn Gfslason, Kristjón Krist-
jónsson og Páll S. Pálsson (formaður) látnir taka sæti í
henni. Nefndin hefur starfað óbreytt sfðan.
Fyrsta hlutverk nefndarinnar, árið 1952, var að
gera tillögur um, hvernigeflamegi iðnaðmeðaukinni,
tæknilegri aðstoð, bættum vinnubrögðum o.fl., og hefja
tilr aunafr amkvæmdir um tæknilegafyrirgreiðslu.
Fé var veitt á fjárlögum í þessu skyni.
Næsta ár, 1953, var fjárframlagið tvöfaldað, enda
var nefndinni þá tilkynnt, að henni væri ætlað að koma
á fótog reka "iðnaðarmálaskrifstofu" oggera tillögurum
framtfðarskipunslíkrar stofnunar. Nefndin vannað þessu
með þeim árangri, að Iðnaðarmálastofnunin komst á
laggirnar sfðari hluta ársins og tillögur voru gerðar um
framtfðarskipun hennar.
f ársbyrjun 1954 skipaði ráðherra 7 manna nefnd til
þessað semjafrumvarp tillaga um stofnunina. Frumvarp
þeirrar nefndar er tilbúið og liggur nú fyrir Alþingi til
samþykktar.
Jafnframt fól ráðherra iðnaðarmálanefnd að annast
stjórn stofnunarinnar, þangað til að skipulag hennarværi
ákveðið með lögum. Þar eð fyllstu vonir standa til, að
löggjöfin komi innan skamms, mun hin nýja stjórn fljót-
lega leysa Iðnaðarmálanefnd af hólmi.
Þetta er í fáum orðum undirbúningsferillinn. Ymsir
erfiðleikar urðu á vegi Iðnaðarmálanefndar, en annað
vó á móti málefninu til framdráttar. Má þar fyrst telja
ágætan skilning rfkisstjórnar og Alþingis á nauðsyn
tæknistofnunar, en fjárlög voru þannig úr garði gerð
undanfarin þrjú ár, að veitt var fé til byrjunarreksturs
stofnunarinnar, í vaxandi mæli öll árin.
Einnig naut stofnunin sérstakrar fyrirgreiðslu og
velvildar umboðsmanns FOA-stofnunarinnar á Islandi,
Mr. G. Alonzo Stanfords, og ríflegur fjárstyrkur frá
þeirri stofnun hefur gert Iðnaðarmálastofnuninni fært að
eignast ýmis verðmæt áhöld og fræðibækur.
Iðnaðarmálanefndtelur, að val sérfræðinga til stofn-
unarinnar hafi tekizt giftusamlega, en á starfi þeirra
veltur mest um árangur. Samvinna er þegar tryggð milli
fslenzku stofnunarinnar og sams konar stofnana f
nágrannalöndunum. Nokkur stór verkefni hefur stofnunin
fengið til meðferðar á hinu liðna starfsári, og lausn
þeirra spáir góðu um framtfðarhorfur.
Stofnuninni er lífsnauðsyn að standa í sem nánustu
sambandivið alla þá, sem iðnað stundaog þurfa á aðstoð
hennar að halda. Hún hefur skilyrði til þess að láta
liðsinni f té, svo að enginn þurfi að ganga bónleiður til
búðar, er ráða leitar um framleiðnivandamál.
Iðnaðarmál eiga að verða tengiliður milli fræða
og framkvæmda, lögeggjan um aukin afköst og skynsam-
legar vinnuaðferðir, gagnleg aflestrar hverjum Islend-
ingi, sem hyggst halda lifandi sambandi við Iðnaðar-
málastofnunina og njóta góðs af störfum hennar. Þess
vegna óskum við ritinu þess, að það nái mikilliútbreiðslu
og milli lesenda og útgefanda skapist vinátta og gagn-
kvæmur skilningur á sameiginlegum áhugamálum.
Við vonum einnig, að Iðnaðarmálastofnun fslands
megi f öðrum efnum vel farnast og hún nái þvf marki,
semhennivar sett f upphafi, að vera lyftistöng íslenzkum
iðnaði almennt, hverrar tegundar, sem hann er, og
hver, sem reksturinn annast. Þessu markmiði þarf
stofnunin að ná, hversu sem fer um aðild hagsmuna-
samtaka hverju sinni að tilnefningu fulltrúa f stjórn
hennar. Við óskum þess, að samstarfshugur og vfðsýni
megi einkenna störf og stjórn Iðnaðarmálastofnunar
Islands umókomna framtíð, og árnum ritstjórn Iðnaðar-
mála allra heilla í starfi sfnu.
Iðnaðarmálanefnd.
Leggja ber áherzlu á vörugæðin, bæði
smfði og frágang, og eins tæknilegan undir-
búning og rannsóknir, svo að framleiðsla vor
sé á borð við hið bezta, sem annars staðar
þekkist. Vinna þarf að auknum afkösmm
vélaiðnaðarins, svo að vér getum orðið sam-
keppnisfærir um verð. I þeim tilgangi þarf að
bæta um kennsluaðferðir iðnnema, velja úr góða
starfskrafta, bæta starfskilyrði og aðbúnað
starfsfólks og auka vélakost smiðjanna með
vélumaf nýjustuog fullkomnustugerðum. I því
sambandi má benda á, að aflétta verður tollum
og gjaldeyrisálögum af iðnaðarvélum.
Loks er rétt að velja til útflutningsfram-
leiðslu vélar, sem vér höfum öðrum þjóðum
framar aðstöðu til að gera vel úr garði. Má
vera, að oss takist þáað flytja út vélar f sam-
keppnivið aðrar þjóðir, þar semvinnulaun eru
lægriogminnihráefniskostnaðurenhér á landi.
í \' II' yw jwi j | r-HB || Ml! jh ? •• JteásáfiBh 9 . l;A:W f ■
í ■ 7 . ■ i •«H m\ rftl 1 w ft«” i? ■«>' HM 9 V "11
L1 -
Ofnbyrðingur í fiskimjölsverksmiðju f smfðum.