Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 13
Þórður Runólfsson öryggismálastjórilærðifyrstvélsmiðioglauk
sfðan prófi frá Vélstjóraskólanum 1921. Fjórum árum siðar
laukhannprófi ívélfræði fráháskólanumíMittweida, Þýzkalandi.
Þegar opinbert eftirlit með verksmiðjum og vélum hófst hér á
landi, 9. júní 1929, var Þórður ráðinn til þess starfa. Verk-
smiðjuskoðunarstjðri gerðist hann 1941 og öryggismálastjóri
rfkisins f ársbyrjun 1951, þegar það embætti var stofnað.
Þórður átti þvf í sumar 25 ára starfsafmæli, og hefur hann
verið brautryðjandi í öryggismálum fslendinga.
ER UNNT AÐ KOMA í VEG FYRIR
S L Y S / N ?
Eftir ÞORÐ RUNOLFSSON.
Nú, þegar tímaritið Iðnaðarmál hefur göngu sfna,
hefur ritstjórn þess sýnt Öryggiseftirliti rfkisins þann
skilning og velvilja að bjóðast til að ætla öryggismálum
nokkurt rúm f hverju blaði ritsins.
Endaþótt starfsmenn eftirlitsins leitist við að fræða
bæði vinnuveitendur og verkamenn um allt það, er að
öryggilýtur, þegar þeir eru á ferðum sfnum f fyrirtækj-
unum, er venjulega ekki rætt annað vandamál en það,
sem á hverjum stað er aðkallandi. Hið almenna í
þessum efnum kemur oftast ekki til umræðu, enda þótt
það skipti oftast mestu máli. Hin tfðu smáslys, sem
verða á vinnustöðum og ekki er unnt að rekja beinlínis
til vöntunar á öryggisbúnaði véla eða tækja, en verða þó
fyrirtækjunum allþung f skauti vegna tapaðs vinnuafls og
greiddra vinnulauna fyrir störf, sem voru ekki unnin,
eru víða slíkt þjóðfélagsböl, að full ástæða er til að
stinga við fótum og leita úrbóta.
Engar fullkomnar skýrslur eru til hér á landi um
slys og orsakir þeirra. I nágrannalöndum okkar eru til
alláreiðanlegar skýrslur um þetta, og ætla má, að hér
myndu menn komast að svipuðum niðurstöðum og þær
sýna.
Þá verður manni fyrst fyrir að spyrja: Hverjar eru
orsakir hinna tfðu slysa? Svarið verður allathyglisvert.
Læknar og margra ára skýrslur segja okkur, að 25%
slysanna orsakist beinlínis af vélum eða tækjum, sem
notuðeru við vinnuna, en öll önnur slys, 75%, séu þeim
sjálfum, sem fyrir slysunum verða, eða félögum þeirra
að kenna.
Við leggjum mikla áherzlu á það, að vélar okkar
séu búnar fullkomnum öryggishlífum, og þess er einnig
krafizt f lögumog reglum, en þó að viðgætum búið vélar
okkar svo úr garði, að þær gætu taliztfullkomnar fþessu
tilliti, myndu slysin þrátt fyrir það halda áfram að koma
fyrir. Mennirnir myndu halda áfram að meiða sig.
Tognanir á vöðvum, hruflaðir og marðir fingur, brotnir
limir og önnur meiðsl myndu halda áfram að tilheyra
"framleiðslu" iðnaðarins, svo framarlega sem hver
einstakur verkamaður byggi sig ekki sínum eigin
vörnum.
Takmarkið verður að veraþað að fá hvern einstakan
til þess að gæta varúðar við vinnuna og vekja ábyrgðar-
tilfinningu hans. Með þvf einu er unnt að fækka slysum
og spara vinnuaflið, þennan dýrmætasta fjársjóð hvers
þjóðfélags.
Fyrsta skrefið í baráttunni gegn slysum verður að
veraþaðað rannsaka orsakir þeirra. Nokkurhluti þeirra,
en aðeins lftill hluti, eins og ég hef áður sagt, á sér
orsakir f vanbúnum vélum eða áhöldum. Þessi slys er
auðvelt að koma f veg fyrir með auknum öryggisráðstöf-
unum og fullnægjandi eftirliti með tækjum og vélum.
Mestur hluti slysa á sér orsakir með mönnunum
sjálfum. Mörgþessara slysa, semverðavegnahugsunar-
leysis, vanmetinnar hættu, vanþekkingar eða beinlfnis
vegna virðingarleysis fyrir fyrirskipuðum reglum, ætti
einnig að vera unnt að koma í veg fyrir. Utrýma þarf
sljóleikanum, sem ríkir á mörgum vinnustöðum, og
kenna mönnum aðmetahiðmikla gildi öryggis og hollustu-
hátta. Öllum verður aðskiljast, að á þeim hvflir ákveðin
ábyrgð, hver svo sem staða einstaklingsins er á vinnu-
stað.
Aldrei hefur markvissara verið unnið að auknu öryggi
og bættum hollustuháttum, og aldrei virðist almenningur
hafa skilið beturnauðsyn þeirrar baráttu, sem nú er háð
gegn slysahættunni, en jafnframt verða flestar þjóðir að
horfast f augu við þá einkennilegu staðreynd, að slysum
fjölgar stöðugt hin síðustu ár. Þetta vekur að vonum
undrun þeirra, sem leggja það á sig að hugsa þessi mál.
Yfirleitt lfta menn svo á, að almenn sljóvgun, sem
strfðið hefur haft f för með sér, sé hér að verki, að hún
hafi svæft athyglisgáfu manna og jafnframt ábyrgðartil-
finningu þeirra. Hér rfður því fyrst ogfremst á að vekja
áhuga hinna vinnandi manna og veita þeim fræðslu.
Verkstjórar og verkamenn geta f sameiningu unnið
mikið f þágu öryggisins. Arvakur og fhujjull verkamaður
sér ef til vill betur en nokkur annar, ef eitthvað, sem
að vinnuhans lýtur, getur haft hættu f för með sér. Hann
má þá ekki þegja yfir því, sem hann telur sig hafa orðið
áskynja, heldur á hann að vekja athygli verkstjórans á
þvf og beinlfnis neita að framkvæma verkið, nema hætt-
unni hafi verið bægt frá eða gengið úr skugga um, að ótti
hans hafi verið ástæðulaus. Geti hann einnig bent á
úrbætur, er það mjög æskilegt.
Skýrslur sýna, að slys á unglingum eru tíðust. Það
ætti þvf að vera ófrávfkjanleg regla vinnuveitenda, verk-
stjóra og eldri verkamanna að leiðbeina byrjendum við
störf þeirra og benda þeim á, hvaða hættur geta verið
starfinu samfara. f þessu tilliti er iðnfræðsla mjög
mikilvæg, en jafnframt henni ber að örva ábyrgðartil-
finningu nemanna.
Þá er samvinna milli vinnuveitenda og verkamanna f
baráttunni við slysahættuna mjög árfðandi þáttur. Hafi
vinnuveitandi áhuga á öryggismálum, hrífast verkstjórar
hans og verkamenn með, en til þess að árangur náist,
ber að skipuleggja samvinnuna. Slfka samvinnu mætti
svo kalla öryggisþjónustu fyrirtækisins.
Til þessað unnt sé að fáfullkomiðyfirlit yfirorsakir
10
IÐNAÐARMAL