Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 8
Þorbjörn Sigurgeirsson framkvæmdastjóri varð stúdent árið
1937, magister íeðlisfræði 1943. Hannvannaðatómrannsóknum
við eðlisfræðistofnun sænska vísindafélagsins 1943 - 1944,
stundaði geimgeislarannsóknir í Bandarikjum Norður Amerfku
við háskólann í Princeton 1945 - 1947. Framkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs rfkisins hefur hann verið síðan 1949.
RANNSÓKN
( ÞÁGU IÐNAÐAR
Hin miklaog örtvaxandi tækniþróunvorra tímahefur
f för með sér margvíslegar breytingar á atvinnu- og
starfsháttum. Að vissu leyti dregur hún úr öryggi
atvinnurekandans og gerir stöðu hans vandasamari.
Honum nægir ekki lengur að feta f fótspor föður síns eða
fyrirrennara, heldur verður hann að vera færum að fást
við ný viðfangsefni og taka ákvarðanir í málum, sem
fyrirrennarar hans höfðu engin kynni af. Að öðrum kosti
verður hann undir í hinni hörðu samkeppni um hagnýtingu
tækninnar.
Þetta á að einhverju leyti við um flesta atvinnuvegi,
en þó einkum um iðnað. Flestar greinar þessa atvinnu-
vegs eru langt frá þvf að hafa náð neinni fullkomnun,
framleiðsluaðferðir eru stöðugt endurbættar, og ráðizt
er f ný verkefni. Efni, sem er einskis nýtt f dag, getur
á morgun reynzt verðmætt hráefni.
Af þessu leiðir, að iðnrekandinn verður að vera
sérfræðingur á sfnu sviði og fylgjast vel með öllum
tæknilegum nýjungum, sem orðið gætu starfsemi hans að
gagni. Einnig getur hann haft íþjónustu sinni sérfræðinga,
semgegnaþessumstörfum og gefaleiðbeiningar um lausn
hinna tæknilegu vandamála.
Hversu hæfir sem sérfræðingarnir eru og hversu
mikla reynslu sem þeir hafa að baki, þá koma þó þrá-
faldlega fyrir spurningar, sem þeir geta ekki svarað,
og viðfangsefni, sem þeir geta ekki leyst við skrifborð
sitt með aðstoð bóka. Til þess að fá svar við slíkum
spurningum er aðeins ein leið, en hún er að spyrja
náttúruna sjálfa og fá hlutina til að tala. Þetta er hlutverk
rannsókna og tilráuna, og öll tæknileg þróun er undir
þeimsvörum komin, sem náttúranveitir við spurningum,
sem þannig eru fyrir hana lagðar.
Rannsóknirnar má flokka eftir markmiði þeirra f
almennar undirstöðurannsóknir, hagnýtar rannsóknir og
prófanir. Markmið undirstöðurannsókna eða hreinna
vísindarannsókna er að afla vitneskju um eiginleika
efnanna og lögmál náttúrunnar án tillits til hagnýtingar.
Frá fornu fari hafa háskólarnir verið aðalbækistöðvar
hinna almennu undirstöðurannsókna, enda þótt aðrar
stofnanir taki einnig þátt f þeim. Hagnýtar rannsóknir
taka við af undirstöðurannsóknum. Markmið þeirra er
að finna, hvernig hin fundnu lögmál og eiginleikar
efnanna verði hagnýtt í þágu mannkynsins með nýjum
tækjum eða nýjum framleiðsluaðferðum. Til hagnýtra
rannsókna er yfirleitt varið miklu meira fjármagni en til
undirstöðurannsókna. Þæreru mestmegnis framkvæmdar
í stórum rannsóknastofnunum, sem reknar eru ýmist af
ríki eða einstökum iðnfyrirtækjum. Flest stærri iðnfyrir-
tæki heimsins munu hafa sfnar eigin rannsóknastofnanir,
enda er rannsóknastöð í nánum tengslum við öflugt
iðnfyrirtæki talin með arðvænlegustu fyrirtækjum.
Prófanir eru einkum gerðar f þvf skyni að létta eftirlit
með framleiðslunni. Þær eru nauðsynlegur liður f
starfsemi ýmissa iðnfyrirtækja og eiga að tryggja gæði
afurðanna og fulla nýtingu framleiðsluaðferðanna. Próf-
anirnar eru ýmist framkvæmdar af iðnfyrirtækjunum
sjálfum eða af sjálfstæðum eða opinberum rannsókna-
stofnunum.
Af hérlendum rannsóknastofnunum, sem starfa
í þágu iðnaðarins, er Iðnaðardeild Atvinnudeildar
Háskólanshinstærsta, en viðhanastarfa 8 sérfræðingar.
Stofnunin vinnur að hagnýtum rannsóknum og prófunum,
svo sem efnafræðilegum rannsóknum, matvælarann-
sóknum, byggingarefnarannsóknum, gerlarannsóknum
og jarðfræðirannsóknum. Rannsóknarefni eru valin af
sérfræðingum, deildarstjóra og Rannsóknaráði rikisins.
Auk þess tekur Iðnaðardeild að sér prófanir sýnishorna
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Rannsóknastofa Fiskifélags Islands starfar á svip-
uðum grundvelli og Iðnaðardeild Atvinnudeildar, en hefur
þrengra verksvið og vinnur einkum að bættri hagnýtingu
sjávarafurða.
Jarðboranadeild Raforkumálaskrifstofunnar hefur
með höndum jarðfræðirannsóknir og tilraunaboranir í
sambandi við hagnýtingu á heitu jarðvatni, einnig rann-
sóknir varðandi hagnýtingu jarðgasa.
Rannsóknaráð ríkisins hefur með höndum yfirstjórn
Atvinnudeildar Háskólans, en auk þess lætur það fram-
kvæma sjálfstæðar rannsóknir, sem sumar hverjar geta
komið iðnaðinum að haldi. Mikill hluti af verkefnum
Rannsóknaráðs verður þó ekki talinn til hagnýtra rann-
sókna, heldur til almennraundirstöðurannsókiia.
Auk þeirra stofnana, semþegar erunefndar, starfar
hin nýstofnaða Iðnaðarmálastofnun Islands að bættum
vinnubrögðum í íslenzkum iðnaði og undirbúningi að
nýjum iðnrekstri. Iðnaðarmálastofnuninni er fyrst og
fremst ætlað að veita leiðbeiningar og fræðsluum tækni-
leg viðfangsefni iðnaðarins. Til þess að geta leyst störf
þessi vel af hendi er sérfræðingum stofnunarinnar nauð-
synlegt að styðjast við rannsóknir, sem geta skorið úr
vafaatriðum, sem verður ekki dæmt um með fenginni
reynslu. Iðnaðarmálastofnunin mun ekki hafa f huga að
koma á fót eigin rannsóknastofnun, heldur hyggst hún
leita samvinnu við þær rannsóknastofnanir, sem fyrir
eru, um lausn þeirra viðfangsefna, sem krefjast sjálf-
stæðra rannsókna, enda er æskilegt, að sem nánust
samvinna sé með þeim stofnunum, sem vinna í þágu
iðnaðarins, og störf þeirra séu samræmd eftir föngum.
Hráefnaskortur hefur löngum staðið íslenzkum iðnaði
fyrir þrifum. Með aukinnitækni og þekkinguopnast nýjar
leiðir, og iðnaðurinn verður ekki eins háður hinum
hefðbundnu iðnaðarhráefnum. Er nú svo komið, að loft
og sjór teljast mikilsverð iðnaðarhráefni. Þessari þróun
fylgir, að sjaldgæf hráefni hætta að vera frumskilyrði
fyririðnaði, en í þeirra stað kemurorkan semundirstaða
iðnaðar. Að þvi er orku snertir, stendur Island vel að
vfgi. I fallvötnum landsins og jarðhitalindum er meiri
nýtanleg orka á hvern íbúa en í flestum öðrum löndum,
og spáir það íslenzkum iðnaði bjartri framtíð.
IÐNAÐARMAL
5