Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.06.1954, Blaðsíða 9
UPPHAF STALSKIPASMIÐA A ISLANDI Hinnl5. októbers.l. var hleyptaf stokkunum íStálsmiðjunni h.f. fyrsta stálskipinu, sem smfðað er á Islandi. Af þessu tilefni spurðum vér yfirverkfræðing Stálsmiðjunnar, Agnar Norland, fréttaumstálskipasmfði. Skipaskoðunarstjóriríkisins, Hjálmar R. Bárðarson skipaverkfræðingur, er áður var yfirverk- fræðingur Stálsmiðjunnar og gerði teikningar að skipinu og sá að mestu leyti um smíði þess, hefur látið blaðinu í té myndirnar, sem hér eru birtar og sýna þætti úr smíðasögu skipsins. Hvað getið þér sagt oss um tildrögin til smiði þessa stálskips? "Eins og eðlilegt er, hafa skipasmíðastöðvar hér á landi verið reistar með tilliti til viðgerða og síðar smíði á tréskipum. En þegar þörf á viðgerðum stálskipa skapaðist, urðu stálsmiðj- urnarað annastviðgerðir, þótt smiðjurnar væruflestar langt frá dráttarbrautunum. Þannig er það enn, og raunverulega er ekki til hér á landi skipasmíða- og viðgerðastöð (fyrir stálskip) í þess orðs venjulegu merkingu. Smiðjurnar hafa þó á undanförnum árum aflað sér véla og sérlærðra manna til að annast viðgerðir stálskipa og þannig lagt grundvöll undir nýsmfði. En nýsmi'ði hefur einnig það hagræði 1 för með sér, að taka má vinnuaf 1 frá henni til viðgerða, þegar þörf krefur, og á hinn bóginn má með nýsmíði koma í veg fyrir þau atvinnuleysistfmabil, sem annars verða milli hinna árstiðabundnu anna við viðgerðir. Dráttarbáturinn er smfðaður fyrir Reykjavi'kurhöfn, og var skipinu gefið nafnið Magni. Reykjavíkurhöfn er þvf fyrsti aðili, semlætur smíðastálskiphér á landi, og hefur þvf sýntíslenzkum skipaiðnaði sérstakt traust. Smfðasamningar voru gerðir f árs- byrjun 1953, en smfði skipsins mun ljúka f byrjun árs 1955." Vilduð þér gera svo vel að lýsa stuttlega fyrir oss skipinu, vélum þess og öðrum út- búnaði ? "Skipið er smfðað eftir reglum Lloyds um dráttarbáta og ísbrjóta, og er skipið að langmestu leyti rafsoðið saman. Aðalstærðir skipsins eru: lengd milli lóðlfna 25, 4 m, breidd (á bandi) 8,0 m, dýpt (frá aðalþilfari) 4, 5 m. Undir aðalþilfari eru íbúðir handa 6 skipverjum, vélarúm, geymarundir 42 tonn afdieselolfu og 70 tonnaf vatni, stafnhylki, keðjukassi og vfralest. A aðalþilfari er herbergi skipstjóra, borðsalur, eldhús og búr, sjúkraklefi, snyrtiklefar og inngangur í vélarúm. A bátaþilfari er stjórnklefi og loftskeytaklefi. Aðalvélin er 1000 ha dieselvél af Deutz-gerð. I vélarúmi eru enn fremur 2 diesel-rafalsamstæður, 23 og 60 kW, 2 björg- unardælur (200 má/klst hvor með 60 m vatnssúlu), knúnar af sjálfstæðum dieselhreyflum, 3 loftþjöppur, dælur (sem munu vera rúmlega 30 að tölu) auk annars útbúnaðar. Skipið er búið KaMeWa-skiptiskrúfu af fullkomnustu gerð, og kostar slfk skrúfa um það bil jafnmikið og helmingur allra véla skipsins. Stigningu skrúfunnar og snúningshraða vélarinnar er stjórnað beint úr brúnni, og eru þar 3 stjórntæki, f báðum hliðum og fyrir miðju. Vökvastýrisvél er f skipinu. Öflug vinda er á framþilfari og "capstan"-vinda á afturþil- fari, báðar knúnar með vökvaþrýstingi. Gálgi er fremst á þilfari til að taka upp með dufl, enn fremur tveggja tonna bóma. A bátaþilfari er komið fyrir 2 vatnsbyssum. Björgunarbátur er úr alúmim'um. Tveim loftrellum er komið fyrir f reykháfi til loftræsingar í vélarúmi og fbúðum undir aðalþilfari. Sjálfvirkt dælikerfi dælir sjó og vatni." Hvaða aðilar hafa lagt hönd á verkið ? "Stálsmiðjan framkvæmir alla stálsmfði, Hamarog Héðinn koma fyrir vélum og stjórntækjum, en Slippfélagið f Reykjavfk sér um innréttingu og alla trésmfði." Hverju spáið þér svo um framtíð stálskipa- smíða hérlendis og hvaðverður næsta viðfangs- efni S tál smi ðj unnar ? (Framhaldá 8. bls.) 1

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.