Iðnaðarmál - 01.01.1956, Page 12

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Page 12
Tímburþurrkun innanhúss Eftir Loft Loftsson efnaoerkfrœðíng Á ári hverju er flutt til landsins mikið magn af timbri og úr því smíð- aðir rnargs konar hlutir, sem nema að verðmæti tugum milljóna króna. Mjög hefur skort á, að menn gæfu nægan gaum að rakainnihaldi viðar, sem notaður er til smíða, og vill því oft brenna við, að smíðað er úr timbri, sem ekki er orðið hæfilega þurrt. Veldur hér ef til vill nokkru um, að veðurfar er hér heldur óhag- stætt til að halda timbri þurru eða til að þurrka það frekar. Ohætt er þó að fullyrða, að góð þurrkun viðar er frumskilyrði þess, að unnt sé að smíða vandaða og endingargóða hluti, enda kannast flestir við, hvernig hlutir, sem smíðaðir hafa verið úr rökum viði, verpast og breyta lögun, þegar þeir þorna. Auk þess er ógerningur að bera olíuuppleysanleg fúavarnar- efni eða olíumálningu á rakan við. Yfirleitt er timbur þurrkað með því að hlaða því á sérstakan hátt í stafla, eftir að trén hafa verið felld og söguð í borð. Eru oft höfð nokk- urs konar þök ofan á stöflunum til þess að verja timbrið áhrifum sólar og regns. Þegar svo þurrt og hlýtt loft blæs í gegnum timburstaflann, dreg- ur það í sig dálítið af rakainnihaldi viðarins. Slík þurrkun tekur oft marga rnánuði eða jafnvel ár, þegar um er að ræða þykka bjálka úr harð- viði. Tíminn til þurrkunarinnar er háður bæði hita- og rakastigi loftsins. Enda þótt mestur hluti þess timb- urs, sem til landsins er flutt, hafi ver- ið útiþurrkað áður, þá er yfirleitt nauðsyn á að þurrka það frekar, áður en smíðað er úr því, þar sem timbur- geymslur hér á landi eru oft ófull- nægjandi og timbrið, sem þar er geymt, vill oft blotna. Einnig mundi útiþurrkun á timbri hérlendis vera bæði seinleg og oft ónóg vegna óhag- 8 stæðs veðurfars. Vel útiþurrkað timb- ur erlendis inniheldur t. d. yfirleitt um 17—23% raka (miðað við þurr- an við), en vegna lágs hitastigs og mikils loftraka hér á landi er varla unnt að útiþurrka viðinn meira en svo, að rakainnihald hans komist nið- ur í 25%. Þess má geta, að fúi í viði á sér ekki stað, þegar rakainnihald viðarins er minna en 20%. Sé raka- innihaldið aftur á móti orðið hærra, getur fúi fljótt myndazt, enda er við- arfúi vel þekkt fyrirbrigði hérlendis. Nauðsynlegt er að gera ráðstafanir til að verjast fúa, og flestum trésmíða- verkstæðum væri mikið hagræði að því að geta ávallt haft við höndina þurrt timbur, sem inniheldur jafnan það rakamagn, sem óskað er eftir. Það er því mjög æskilegt, að unnt sé að koma við þurrkun á timbri innan- húss hér á landi. Á síðari árum hefur það mjög færzt í vöxt erlendis að þurrka timb- ur í þar til gerðum þurrkunarklefum. Með slíkri þurrkun má ávallt hafa jafnþurran við á takteinum, hvernig sem viðrar. Auk þess tekur slík þurrk- un ekki nema fáeina daga í stað mán- aða, eins og á sér stað, þegar úti- þurrkun er viðhöfð. Ýmsar gerðir timburþurrkunar- klefa eru í notkun. Mjög algengir eru þeir þurrkunarklefar, sem útbúnir eru þannig, að heitu lofti er blásið í gegn- um viðarstaflann, sem hlaðinn er á sérstakan hátt inni í þeim, og þykir sú gerð henta vel. Hita má loftið fyrir utan klefann og blása því inn í hann í gegnum loftrennur, og fer þá loft- hringrásin inn og út úr klefanum. Ennfremur er unnt að hafa blástur- kerfi og hitapípur inni í ldefanum, annaðhvort fyrir ofan eða neðan timburstaflann. Loftinu er þá blásið hornrétt á hlið viðarstaflans. Þessi síðarnefnda aðferð er talin betri, því að með þeirri aðferð dreifist loft- straumurinn betur í gegnurn viðar- staflann, og verður þurrkunin þá jöfn í öllum klefanum. Eftirfarandi mynd sýnir þverskurð af slíkum þurrkunarldefa. Þverskurður af timbur- þurrkunar- kleja. Jafnvsegishjól \ ✓' S ' Inn •«b útt \Og lastu rsop L\\\ws s\V ^KWWXV s\\ A = Stækkuð mynd af þéttiloka Rakamælir

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.