Iðnaðarmál - 01.01.1956, Síða 17
F ræSsluk vikmy ndir
og segulhljóðritun.
Framh. af 7. bls.
algerlega úr um notagildi kvikmynda
til kennslu. Þá var lífsnauðsyn að
þjálfa óvant fólk til ýmissa vanda-
samra starfa á fjölmörgum sviðum
iðnaðar og tækni á sem allra skemmst-
um tíma. Sérfróðir menn einbeittu
kröftum sínum að gerð stuttra, hnit-
miðaðra mynda um ákveðin efni.
Auðvitað voru þessar myndir með
talskýringum, sem féllu algerlega að
efni myndanna. Þetta fyrirkomulag
gafst svo vel, að nú er sannreynt, að
þetta er bezta aðferðin við slíka
fræðslu.
Gerðar hafa verið margar alþjóð-
legar fræðslukvikmyndir um ýmis
efni, og er öllum þjóðum gefinn kost-
ur á notkun þeirra. En sá hængur er á,
að talskýringar þessara mynda eru
aðeins gefnar út á málum stórþjóð-
anna. Þess er áður getið, að ljósnæm
hljóðritun á filmur er svo dýr, að
ógerlegt er, kostnaðar vegna, að láta
setja íslenzkt tal á kvikmyndir, sem
aðeins þarf að nota í 2—3 eintökum.
En nú er komin fram lausn á þessu
vandamáli, sem sé segulhljóðritun,
sem unnt er að framkvæma hér innan-
lands með tiltölulega litlum kostnaði.
Segulhljóðritun er annars ein
merkilegasta og nytsamasta tækni-
nýjung síðustu ára. Hér skal nú í
stuttu máli leitazt við að gera grein
fyrir grundvallaratriðum hennar.
Segulhljóðritun varð söguleg stað-
revnd árið 1898, þegar Daninn
Valdemar Poulsen fékk einkaleyfi
fyrir áhaldi, sem hann nefndi „Tele-
graphon“ og var í raun og sannleika
fyrsti segulhljóðritinn. Poulsen not-
aði stálvír Yioo úr þumlungi að gild-
leika og dró hann hratt fram hjá seg-
ulhæfum kjarna, vöfðum eirvír, er
flutti rafstraum, mótaðan hljóðsveifl-
um, áþekkt síma. Hið breytilega seg-
ulmagn, er rafstraumurinn olli í
kjörnunum, vakti tilsvarandi segul-
hrif í stálvírnum, um leið og hann
rann framhjá. Væri svo síma-„hlust“
tengd við eirvöf kjarnans og stálvír-
inn dreginn framhjá eitis og áður,
vöktu segulsvæðin í honum rofa-
straum, sem olli hljóðsveiflum í
heyrnartólinu -—- endurtók það, sem
sagt hafði verið. Þetta er enn grund-
vallaratriði í segulhljóðritun.
Þessi uppgötvun varð þó ekki hag-
nýtt til hlítar. Til þess voru ýmsar or-
sakir, en þó hefur sennilega valdið
mestu, að þá þekktu menn enga mögu-
leika til hljóðmögnunar. Leið svo
fram, þar til rafeindalampinn kom til
sögunnar, næstum aldarfjórðungi síð-
ar. Brezka útvarpið tók í not skömmu
eftir 1930 segulhljóðrita, sem nefnd-
ist „Blattnerphone“. Þar var notaður
stálborði úr þumlungi að breidd.
En árið 1935 kom fram í Þýzkalandi
hið fyrsta raunverulega „segulbands-
tæki“, sem notaði pappírsræmu, sem
húðuð var segulhæfu dufti. Litlar
fréttir bárust af þessu tæki, en vitað
var, að nazistar notuðu það mjög mik-
ið í útvarpsáróðri sínum fyrir og í
styrjöldinni. Endurbætt stálvírstæki í
líkingu við „Telegraphon11 Poulsens
voru mikið notuð síðustu styrjaldar-
árin og urðu talsvert algeng næstu ár
á eftir. En tilraunir Minnesota Mining
& Manufacturing Company í Banda-
ríkjunum árin 1944—47 með járn-
oxýð-duft bundið á plastræmu gáfu
svo góðan árangur, að „Scotch“-seg-
ulbandið hefur rutt braut þeirri al-
mennu notkun segulbandstækja, sem
nú er raun á.
Segulbandið er í rauninni plast-
ræma, venjulega ^4 þumlungs á
breidd og þykktin einn til tveir þús-
undustu úr þumlungi. Oðrum megin
er plastið húðað með blöndu úr járn-
oxýði, svo fínmöluðu, að tíu billjón
agnir þekja hvern þumlung af lengd
bandsins. Þar sem segulbandstæki eru
nú mjög algeng, þykir rétt að lýsa í
stuttu máli gerð þeirra, enda skýrir
það einnig um leið að mestu segul-
hljóðritun á kvikmyndir, sem áður
var nefnd.
Segulbandstæki hafa tvíþætta bygg-
ingu. í fyrsta lagi hljóðmagnara með
þrem til fjórum lömpum og sveiflu-
vaka. Þessum magnara svipar að
nokkru leyti til útvarpsviðtækja að
byggingu til, og eru þar oft notaðir
sams konar lampar. Ending og með-
ferð þessa hluta tækjanna er því sam-
bærileg við venjuleg útvarpsviðtæki.
Allt öðru máli gegnir um hinn þátt
tækjanna, hreyfibúnaðinn. Rafmótor-
inn snýst 25 snúninga á sekúndu, og
önnur hjól og drif breyta þeim hraða
til hæfis við ákvarðaðan hraða segul-
bandsins. Auk þess eru armar, ásar,
tengsl og hemlar til að breyta hreyfi-
stefnu og hraða. Hemlar þurfa að
vera mjúkir, en þó öruggir, svo að
þeir ofbjóði ekki þanþoli segulbands-
ins. Ef út af ber í því efni, getur band-
ið mistognað og jafnvel slitnað.
Þegar valið er milli þeirra mörgu
gerða tækja, sem eru á heimsmark-
aðnum, ber sérstaklega að gæta þess,
að hreyfibúnaðurinn sé öruggur, ein-
faldur og traustur.
Bygging magnara og hátalara er
nú komin á svo hátt stig, að tóngæði
er sjálfsagður eiginleiki í öllum vönd-
uðurn tækjum.
Tónhausinn er mikilvægasti hlutur-
inn í segulbandstækjunum. Hann seg-
ulmagnar hinar örsmáu agnir járnox-
ýðsins á bandinu í samræmi við styrk
og tíðni tals og tóna efnis þess, sem
hljóðritað er. Við flutning vekja seg-
ulsviðin á bandinu veika rafstrauma
í tónhausnum, nákvæmlega samhljóða
þeim, er ollu segulmögnun bandsins
áður. Við upptöku er hljóðnemi eða
annar tóngjafi tengdur við magnar-
ann, sem margfaldar orku hljóð-
sveiflnanna og skilar þeim þannig til
tónhaussins. Flutningur — eða afspil-
un — fer á hinn bóginn fram með því
móti, að tónhausinn er tengdur við
upptök magnarans, sem þúsundfaldar
styrk hinna veiku rafstrauma og flyt-
ur þá hátalaranum, sem veldur hljóð-
öldum tals og tóna.
Tónhausinn slitnar talsvert vegna
núnings af völdum bandsins. Venju-
lega eru púðar úr mjúku efni látnir
þrýsta bandinu að, svo að það fái senr
jafnasta snertingu við segulfleti
haussins. í tónhaus flestra tækja er
komið fyrir tvenns konar segulvökum.
Annar er til upptöku og flutnings,
eins og þegar hefur verið lýst. Hinn
IBXAÐARMÁL
13