Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.01.1956, Blaðsíða 18
hefur sérstakt hlutverk, sem sé að þurrka út og eyða þeim seguláhrifum, sem kunna að vera fyrir á bandinu, áður en nýtt efni er hljóðritað. Þann- ig má taka aftur og aftur á sama band- ið, án þess að ómur heyrist af því fyrra. Þessi segulvaki fær orku sína frá sérstökum lampa í magnaranum, en þó aðeins, þegar tækið er í upp- tökustillingu. Það, sem sagt er hér að framan, á að mestu leyti við um segulhljóðritun á kvikmyndafilmu. Hreyfibúnaður sýningarvélar kemur hér að fullu gagni, svo og hljóðmagnari og hátal- ari fyrir tónflutning. Það, sem á skortir, er aðeins þetta: Bæta þarf við sérstökum hljóðritunarmagnara með sveifluvaka og tónhaus með segulvök- um, svo sem fyrr er lýst, og er þá kvik- myndasýningarvélin fullbúin til seg- ulhljóðritunar. Hins vegar þarf ekki nema einfaldan tónhaus og lítinn magnara til þess að afspila eða flytja segulritun af filmu. Þetta er mjög mikilvægt atriði, þar sem líkur eru til, að aðhæfa megi þær sýningarvélar, sem fyrir hendi eru, þessari nýju að- ferð með tiltölulega litlum kostnaði. Þá er komið að filmunni og segul- húðun hennar. Filman sjálf er mjög áþekk plastræmu segulbandsins að gerð. Jafnskjótt og segulbandið fór að ryðja sér til rúms, var farið að huga að því að setja segulefni á filrn- ur til hljóðritunar. Um 1950 keyptu öll helztu framleiðslufirmu kvik- myndatækja réttindi til að hagnýta þessa nýjung á sýningarvélum, og Kodak og fleiri tryggðu sér rétt til að framleiða filmur með segulrönd til tónupptöku. Nokkur vandkvæði komu þó fljótlega í ljós, hæði að því er snerti útbúnað sýningarvéla, en þó sérstaklega í sambandi við frágang segulrandarinnar á filmuna. Þegar segulband er framleitt, eru stórvirkar vélar látnar dreifa og þjappa segul- efninu á yfirborð plastborða, sem er 3—6 fet á breidd, en lengdin mörg þúsund fet. Síðan er efnið skorið nið- ur í venjulega breidd og lengd. Með þessu móti er hægt að fá yfirborð segulefnisins fíngert og slétt, en það er meginskilyrði þess, að snerting efnisins við segulskaut tónhaussins sé jöfn og örugg. Þessa aðferð er ekki hægt að nota við segulhúðun á kvikmyndir, þar sem segulröndin má aðeins vera 2,5 nnn á breidd og jafnvel mjórri. Að- ferðin, sem notuð hefur verið, er sú, að efninu er smurt á filmuna með hjóli af þeirri breidd, sem röndin á að vera. Erfiðleikar eru við jafna blönd- un efnisins og ennfremur við að fá yfirborðið þétt og slétt. Þessi vand- kvæði hefur nú tekizt að leysa mjög sæmilega, og er þessi aðferð nú að telja má komin í viðunandi horf. Onn- ur aðferð — sú að festa segulbands- ræmu á filmuna — er á tilraunastigi, og má vænta enn hetri tóngæða með þeirri aðferð. Frá sjónarmiði okkar Islendinga hlýtur segulhljóðritun á kvikmyndir að vera mjög mikilvæg. Með því móti getum við hagnýtt okkur fjölda er- lendra fræðslukvikmynda, sem annars hefðu verið lítt aðgengilegar. Segul- rönd verður þó að setja á þessar myndir erlendis, og er það óþægindi og kostnaður, sem svarar 25—30 aur- um á fet, en áhöld til þess eru svo dýr, að fjarstæða er að slíkt fyrirtæki gæti borið sig hér. Öðru máli gegnir, þeg- ar hægt verður að líma segulbands- ræmu á filmuna. Þá gæti vel komið til mála að framkvæma það hér. Af því, senr hér hefur verið sagt, er ljóst, að alþjóðlegar fræðslukvik- myndir er hægt að hagnýta hér með íslenzku fali og að hægt mun að að- hæfa mikinn hluta þeirra kvikmynda- sýningarvéla, sem í notkun eru hér- lendis, til sýninga á myndum með segultón. Þegar kvikmyndanotkun fer að aukast af þessum sökum, er ekki úr vegi að vekja máls á því, hvort ekki sé tímabært orðið að stuðla að skipu- legri kvikmyndagerð hér innanlands. Framleiðsla og lagning gólfdúka. Nýlega kom hingað þýzkur sér- fræðingur í framleiðslu og lagningu gólfdúka, hr. Meier, frá fyrirtækinu Deutsche Linoleum Werke. Flutti hann fyrirlestur í fundarherbergi IM- SÍ fyrir félagsmenn í Félagi vegg- fóðrara i Reykjavík. Fyrirlestur þessi var fróðlegur mjög, og báru fundar- menn fram margar spurningar varð- andi lagningu gólfdúka og notkun verkfæra við hana. Hr. Meier leysti vel úr spurningum þeirra og sýndi fé- lagsmönnum nokkur verkfæri, sem þýzkir dúklagningarmenn nota við iðn sína. Hr. Meier kom liingað til lands á vegum fyrirtækisins Árna Siemsens. Fundarherbergi IMSÍ stendur iðn- aðarmönnum, iðnrekendum og öðr- um, er stuðla vilja að aukinni tækni- fræðslu og verkmenningu, til boða fyrir fyrirlestra og kvikmyndasýning- ar. . G. H. G. STÖÐLUN Framh. af 3. bls. verði svo langt komið á þessu ári, að drög að fyrstu stöðlunum liggi fyrir síðla árs. Það er mikils um vert, að hið vandasama verk, íslenzk staðlasetn- ing, takist giftusamlega, en það er framar öllu komið undir góðri sam- vinnu hlutaðeigandi aðila, svo og samstarfi þeirra við Iðnaðarmála- stofnunina, sem á að sjá um skipu- lagningu og stjórn þessara mála. Reynsla frændþjóðanna á Norður- löndum og annarra þjóða, sem tekið hafa upp stöðlun, liefur verið sú, að stöðlun leiði af sér meiri festu í at- vinnulífinu, lækki framleiðslukostn- að, auki vörugæði og geri viðskipti öruggari og greiðari. Þegar vér Is- lendingar hefjumst handa um staðla- gerð, getum vér verið þess fullvissir, að reynslan verður einnig sú sama hjá oss — að því tilskildu, að nægur tími, fé og samstarfsvilji sé fyrir hendi til að byggja starfsemina upp. S. B. 14 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.