Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 4

Bæjarins besta - 03.09.2009, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 Inn að beini Kristín Völundardóttir,lögreglustjóri á Vestfjörðum Kristín Völundardóttir tók við sýslumannsembættinu á Ísafirði árið 2006 en það nokkru frá starfinu sem hún ætlaði sér að gegna þegar hún yrði stór þegar hún var á barnsaldri en þá var ætlunin að vinna í sælgætisverslun. Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns? Að læra lögfræði en ekki innanhúsarkitektúr. Hvar langar þig helst að búa? Á Íslandi. Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns? Fæðing dóttur minnar. Mestu vonbrigði lífs þíns? Að ég er ekki rauðhærð. Mesta uppgötvunin í lífi þínu? Að ég get ekki sungið vel. Uppáhaldslagið? Pie Jesu. Uppáhaldskvikmyndin? Hringadróttinssaga (allar myndirnar). Uppáhaldsbókin? Hamskiptin eftir Kafka. Ógleymanlegasta ferðalagið? Fræðaferð lögfræðingafélagsins til Kúbu. Uppáhaldsborgin? Kaupmannahöfn. Besta gjöfin? Singstar. Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum? Ég vona það. Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án? GSM síma. Fyrsta starfið? Barnapía og síðar útburður Morgunblaðsins í 13 ár! Draumastarfið? Umm, farsæll rithöfundur. Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við? Lucy Lu og Kate Moss-lygilegt! Fallegasti staðurinn á Íslandi? Aðalvík á Hornströndum. Skondnasta upplifun þín? Þegar þjóðverji bankaði upp hjá mér hér á Ísafirði og kvaðst heita Völundur en væri þó ekki faðir minn! Aðaláhugamálið Dóttir mín? Besta vefsíðan að þínu mati? BB að sjálfsögðu! Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Vinna í sælgætisverslun. Hver er þinn helsti kostur að þínu mati? Ákveðni. En helsti löstur? Hvatvísi. Besta farartækið? Tveir jafnfljótir, nota þá reyndar ekki nóg! Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn? Aðfangadagur. Hvaða manneskju lítur þú mest upp til? Móður minnar, Hildar Högnadóttur. Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita? Íunn Högna. Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig? Á kvöldin. Í hvaða stjörnumerki ertu? Vatnsbera. Lífsmottóið þitt? Að vera heiðarleg og ærleg. Landsfund- ur á Ísafirði Landsfundur jafnréttis- nefnda sveitarfélaga verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 10. og 11. september nk. Yfirskrift fund- arins er sveitarstjórnarkosn- ingarnar 2010. Landsfundur- inn er opinn fulltrúum í jafn- réttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveit- arstjórna sem ekki hafa skip- að jafnréttisnefndir. Félagsmálanefnd Ísafjarð- arbæjar stendur fyrir lands- fundinum að þessu sinni og hefur sett saman glæsilega dagskrá þar sem fjallað verð- ur um komandi sveitarstjórn- arkosningar og jafnréttisstarf í sveitarfélögum. Dró að sér fé í Bónus Kona hefur verið sakfelld í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir fjárdrátt. Var konunni gert að sök að hafa dregið að sér 36.998.- krónur á rúmlega mánaðar tímabili í verslun Bónuss á Ísafirði þar sem hún starfaði. Konan játaði brot sitt ský- laust fyrir dómi. Þótti hæfileg refsing hennar 30 daga skil- orðsbundið fangelsi. Hörður Högnason, hjúkr- unarfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá Heil- brigðisstofnun Vestfjarða. Hörður er fæddur á Ísafirði árið 1952 og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1978. Hann lagði stund á fram- haldsnám í svæfingahjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann árin 1978-1981. Hörður hef- ur starfað hjá Heilbrigðis- stofnun Vestfjarða og forver- um hennar síðan 1981. Hörður Högna- son ráðinn

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.