Bæjarins besta - 03.09.2009, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009
Gulli Jónasar
kveður eftir langan feril
Gunnlaugur Jónasson hefur látið af störfum sem bóksali en
hann starfaði við Bókhlöðuna á Ísafirði nær alla ævi. Hann hefur
afgreitt ótölulegan fjölda fólks með skólavörur af öllu tagi og telur
upp á að hafa fylgt eftir þremur kynslóðum í upphafi námsferils
þeirra. Jónas Tómasson faðir hans hóf rekstur Bókhlöðunnar í
ágúst árið 1920 en 20. ágúst var ávallt talinn af eigendum sem
stofndagur hennar.
Gunnlaugur starfaði í Bókhlöðunni á uppvaxtarárum sínum og
fór til náms við Menntaskólann í Reykjavík og síðar í Háskóla
Íslands í viðskiptafræði vegna fenginnar reynslu af verslunar-
rekstri. Hann kom aftur heim haustið 1952 og var þá í fullu starfi
sem launþegi fyrstu mánuðina hjá Bókhlöðunni.
Í janúar 1953 gerðist hann
kaupmaður í Bókhlöðunni, þá
tuttugu og þriggja ára, og rak
hana til ársloka 1993. Þá tóku
Jónas sonur Gunnlaugs og Krist-
ín Ólafsdóttir kona Jónasar við
rekstrinum. Penninn-Eymunds-
son tók síðan við rekstrinum árið
2006.
Var alltaf við
búðarborðið
Gunnlaugur hefur því starfað
sem bóksali nær allt sitt líf. Hann
vann einnig í Englandi í stuttan
tíma þegar hann dvaldi þar í hálft
ár árið 1952 og var þar í ensku-
námi og stundaði vinnu með. Öll
sumur þegar hann var við nám
starfaði hann í Bókhlöðunni og
segist þess vegna hafa orðið af
þeirri tilbreytingu og víðsýni sem
margir jafnaldrar hans fengu sem
stunduðu margs konar vinnu
bæði til sjós og lands. „Ég var
alltaf við búðarborðið,“ segir
Gunnlaugur.
Hann segist alltaf hafa haft
gaman af starfinu og sérstaklega
öllum þeim samskiptum sem
hann hafði við fjölda fólks.
„Maður hitti svo marga og fylgd-
ist vel með bæjarlífinu og kynnt-
ist krökkunum sem voru að fara
í nám. Þau vaxa síðan úr grasi og
verða foreldrar og koma með sín
börn til að kaupa skólavörurnar.
Ætli ég hafi ekki fylgst með
þremur kynslóðum við innkaup
á skólavörunum.“
Gunnlaugur segir það fylgja
starfi afgreiðslumannsins að
kynnast fjölda fólks. „Þó ég hafi
verið kaupmaðurinn þá var ég
ekki mikið sitjandi inni á skrif-
stofu nema þá á kvöldin. Ég var
meira eða minna við afgreiðslu
og í lagerstörfum. Ég var alltaf á
ferðinni og svoleiðis hefur það
nú gengið.“
Fann að faðir
hans þurfti frí
Ekki stefndi hann að því að
taka við versluninni þegar hann
var í námi. Hann fór sem fyrr
segir í viðskiptafræði vegna reyn-
slu sinnar af verslun. En þegar
hann var búinn að vera í einn og
hálfan vetur í viðskiptafræðinni
fann hann að faðir hans, sem var
kominn nokkuð til aldurs, vildi
draga sig í hlé frá verslunarrekstr-
inum, en fimmtíu ára aldursmun-
ur var á þeim feðgum.
„Ég hugsaði að annað hvort
væri tækifærið núna og taka við
rekstrinum eða fara að velta fyrir
sér einhverju frekara námi. Ég
ákvað bara að skella mér heim
og taka við versluninni.“
Ekki stór
ákvörðun að taka við
Hann var 23 ára gamall þegar
hann tók við Bókhlöðunni og
var það býsna erfitt á tímum hafta
og vöruskorts. Reksturinn út-
heimti langan vinnudag hjá
Gunnlaugi í þá daga til að láta
þetta ganga. „Það má þó geta
þess að ég var að taka við fjöl-
skyldubúi. Það var auðveldara
fyrir vikið því ég þekkti vel inn á
reksturinn og fékk búðina á ágæt-
is kjörum.“
Það var ekki stór ákvörðun
fyrir Gunnlaug á þeim tíma að
taka við versluninni. „Ekki man
ég allavega eftir að hafa kviðið
því. Þessi ákvörðun kom af sjálfu
sér. Upp úr því eignaðist ég svo
eigið heimili og börn og hellti
mér út í starfið.“
Bjó nær alla tíð í
Hafnarstræti 2
Gunnlaugur bjó lengst af í hús-
inu þar sem hann fæddist að
Hafnarstræti 2 á Ísafirði. Hann
hljóp í skólann yfir götuna og
niður á neðstu hæð ef hann þurfti
að aðstoða við verslunina. Hann
bjó þar ásamt fjölskyldu sinni í
fimmtíu ár og segist ekki hafa
gert víðreist í atvinnu eða heim-
ilishaldi fyrr en hann tók upp á
því að flytja í þægilegri íbúð fyrir
sig og konu sína í Norðurtanga-
húsinu á Ísafirði fyrir tveimur
árum.
Hann bjó í því fjölskyldumyn-
stri að kona hans réð á heimilinu,
stjórnaði þar öllu og sá um börnin
fimm, ekkert þeirra fór á dag-
heimili, en Gunnlaugur réð í versl-
uninni. Verkaskiptingin var hrein
og klár. „Núna er maður að hætta
og þarf að leita sér að öðrum
störfum að sinna. Ég hef gaman
af gönguferðum og útiveru.
Kannski sé ég fram á að ég fari
að stunda það sem ég hef vanrækt
síðastliðin fimmtíu og fimm ár,
að taka meira þátt í heimilishaldi,
án þess að ég vilji lofa miklu.“
versluninni gangandi í þeim mæli
sem hún var á þeim tíma. Hina
mánuði ársins var ekkert alltof
mikið að gera.“
Hann neitar því ekki að það
hafi verið meira um bókaorma
og lestrarhesta í þá daga og sér-
staklega voru unglingarnir dug-
legir að lesa.
„Ég held ég verði að segja að
það sé minna um bókaorma á
unglingsaldri í dag. Það er senni-
lega fátæklegra bókaúrvalið fyrir
unglingana í dag en þeim mun
meira framboð af ýmiskonar ann-
arri afþreyingu. Á síðustu árum
hefur aukist til muna útgáfa á
ódýrum bókum í kiljuformi, bæði
nýjar bækur og eldri útgáfur eru
nú fáanlegar á hálfu verði miðað
við innbundnar og hefur það mik-
ið aukið sölu. Að sjálfsögðu
kaupa menn eftir sem áður inn-
bundnar fallegar bækur til gjafa
en mun meira en áður af ódýrum
kiljum til eigin nota, eftir eigin
smekk og áhuga. Það er hið besta
mál.“
Hundruð starfsmanna
Í fyrstu voru yfirleitt þrír starfs-
menn við Bókhlöðuna. Á meðan
Gunnlaugur var með bóka- og
ritfangaverslunina og jafnframt
sportvöruverslun auk mynda-
framköllunar störfuðu þar hátt í
tíu manns.
„Þau eru sennilega einhver
hundruð sem hafa starfað með
mér í versluninni öll þessi ár. Að
meginhluta búðarstúlkur og kon-
ur, sumar árum saman en aðrar
rétt yfir sumarið. Síðustu starfs-
árin hefur hins vegar verið miklu
minni starfsmannvelta og fólkið
sem vinnur núna við Eymunds-
son á Ísafirði er með tuttugu,
þrjátíu og upp í fimmtíu ára
starfsaldur. Ég vil nota tækifærið
og senda öllu mínu gamla starfs-
fólki bestu kveðjur og þakkir fyrir
gott samstarf og tryggð alla tíð.“
Alltaf verið í góðu formi
Gunnlaugur segist hafa notið
góðrar heilsu alla tíð, sem hafi
reyndar verið forsenda þess að
geta sinnt þessu starfi svo lengi.
Vinnan bauð upp á mikla hreyf-
ingu. Lager í kjallara, afgreiðsla
Kúnninn fari ánægð-
ari en hann kom
Afgreiðslustarfið var alltaf
mjög gefandi fyrir Gunnlaug.
Það byggist að hans mati á að
hafa gott samband við viðskipta-
vinina og reyna að fullnægja
þeirra þörfum og óskum þannig
að þeir fari ánægðari af fundi
heldur en þeir komu, hvort sem
þeir kaupa eitthvað eða ekki.
„Þetta er atriði sem nútíma-
verslunarhættir bjóða ekki upp á
þar sem obbi verslunarfólks er
við eins konar færibandavinnu
og þarf ekki eða á ekki að hafa
samband við viðskiptavininn. Í
sérverslun á afgreiðslumaðurinn
hins vegar að gefa sig á tal við
viðskiptavininn og átta sig á því
að hverju hann leitar, gefa upp-
lýsingar og ráð og spjalla. Starfs-
aðferð sem er ekki mikið notuð í
dag þar sem aðrar þykja hag-
kvæmari.“
Gunnlaugur segir að bóksalan
hafi breyst mikið frá því hann
hóf kaupmennsku. Þegar hann
lítur til baka var mikið um inn-
flutningshöft og skömmtun á
vörum. „Þetta er ástand sem
menn hafa gleymt. Við erum aft-
ur að fá nasasjón af því núna en
það er ekki nándar nærri eins
slæmt og það var á þeim tíma
sem ég tók við Bókhlöðunni.
Búðirnar voru oft hálftómar af
því að það vantaði vörur.“
Jólavertíðin hélt
versluninni á floti
Gunnlaugur segir lítið úrval
af vörum hafa einkennt verslun-
arrekstur almennt þegar hann var
að byrja sinn kaupmannsferil en
mikið og gott úrval af bókum
hafi orsakað það að þær voru
ávallt vinsælar afmælis- og jóla-
gjafir.
„Það var nú oftast nær þannig,
sem betur fer, að menn enduðu á
því að gefa bækur í þá daga. Ég
reyndi að hafa mikinn lager af
bókum, sem kostaði talsvert mik-
ið. Ég gerði það vegna þess að
ég vissi að í desember kom væn-
leg jólavertíð og það er ekkert
leyndarmál að það hélt bóka-