Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.09.2009, Síða 10

Bæjarins besta - 03.09.2009, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2009 Haustteikn Bloggið Bolvíkingurinn Arna Þorleifs- dóttir útskrifaðist í sumar sem innanhúshönnuður frá KLC School of Design í Lundúnum. Skólinn er sá virtasti á sínu sviði og hefur alið af sér marga hönn- uði sem vinna að ýmsum verk- efnum um allan heim. Margir þeirra enda jafnvel með því að vinna fyrir konungsfjölskyldur og arabíska olíufursta. Arna útskrifaðist með láði og hlaut tvenn verðlaun. Annars vegar fyrir textílhönnun sem var á vegum stórfyrirtækis sem vinn- ur náið með skólanum ár hvert og hins vegar hlaut hún viður- kenningu ásamt tíu öðrum nem- endum í skólanum fyrir hönnun á stærstu konunglegu hótelsvít- unni í London, Churchill Hyatt hótelinu við Portman torg Lund- únum. Hafa stjórnendur hótelsins valið þeirra hönnun til að taka áfram í hönnunarferlinu og hefj- ast framkvæmdir í haust. – thelma@bb.is Fékk viðurkenningu fyrir hönnun á konunglegri svítu Finnbogi Jónasson, landeig- andi í Bolungarvík á Ströndum var nýlega borinn þungum sök- um á vefsíðunni freydis.is, ásamt Þráni Arthúrssyni. Þar eru þeir sakaðir um að hafa farið í leyfis- leysi inn í hús og veitst að manni með hótunum og skemmdarverk- um. Í færslu á vefsíðunni frá 14. ágúst segir meðal annars: „Fóru þeir inn í hús í leyfisleysi og rótuðu þar í eigum manna og skemmdu veiðibúnað sem menn voru með, m.a hvolfdu þeir úr maðkadósum og einnig hvolfdu þeir úr fiski og ískössum sem menn höfðu með sér. Meðan á þessu stóð voru Reimar og fé- lagar úti í Furufirði við stangveiði og þótti aðkoman og brjálsemin í þeim Finnboga og Þráni ansi mikil þegar komið var til baka því þeir voru ekki farnir af svæð- inu og veittust þeir að Reimari með hótunum um skemmdarverk og önnur fúkyrði og gekk það svo langt að þeir sem með Reim- ari voru urðu flemtri slegnir.“ Finnbogi segir það sem komi fram á vefsíðunni sé langt því frá að vera satt. Hann þverneitar fyrir að hafa farið inn í nokkurt hús en segir að þeir hafi farið upp á pall á húsi til að mynda afla hjá hópi veiðimanna. „Þegar við komum til Bolungarvíkur sáum við að þar var hópur af mönnum við gistihúsið í Bolungarvík. Þá leist okkur ekki beint á blikuna því við vorum búnir að hafa grun um að þarna væru veiðimenn á ferð. Og staðreyndin er sú að þarna voru þeir sautján. Þegar ég sjá hve margir veiðimenn voru á svæðinu vildi ég ekki fara í land að Naustum og fór þess í stað í land yfir á Seli, því ég vissi að ég myndi fara að atast í þeim, svo reiður var ég.“ Finnbogi segir að um nokkurt skeið hafi landeig- endur staðið í stappi vegna veiði- manna sem veiði ábyrgðarlaust úr Bolungarvíkurósi og hreinlega moki allan fisk upp úr ánni. „Þarna eru menn gjörsamlega að rústa ánni. Þetta er lítil bergvatnsá og hún þolir ekki svona álag. Það er ekki skilinn eftir einn ein- asti fiskur,“ segir Finnbogi. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem slíkt eigi sér stað, en þetta sé það versta fram til þessa. Reimar Vilmundarson segir þetta af og frá. „Það er enginn að veiða þarna á mínum vegum. Ef þú skoðar vefsíðuna freydis.is, þá er ekkert um stangveiði þar. Ég rek gistiheimili og áætlunar- siglingar.“ Hann segir ekki nokkra stoð fyrir ásökunum Finnboga. Aðspurður um færsluna á vefsíðu sinni, segist Reimar hafa sett hana inn í reiðiskasti vegna fram- komu Finnboga degi fyrr. „Ég var þarna með hóp á gistiheimil- inu og hann (Finnbogi) fer inn í húsið og rótar þar hjá gestum. Hann fór líka í geymsluhús hjá mér og fann þar gamalt net.“ Þegar Reimar er spurður hvort ekki sé mikið álag á ánni þegar svo margir veiði í einu og hvort áin þoli svo margar stangir, telur hann svo vera. Reimar ítrekaði að hann væri ekki að selja veiði- leyfi og þennan ákveðna dag hefðu verið 15 manns verið hjá honum en ekki sautján. „Ég er að reyna að byggja upp ferðaþjón- ustu þarna og hef verið að í nokk- ur ár. Skýtur það ekki skökku við ef ég er svo að eyðileggja náttúruna þarna“ sagði Reimar. Haft var samband við fróða menn um stangveiði sem ekki tengdust málinu og þeir spurðir hvað meðal á þyldi margar stang- ir. Flestir voru á því að yfirleitt væri ekki leyfðar fleiri en 3-7 stangir í einu. Langvarandi of- veiði gæti skaðað ár svo að hún næði sér aldrei. Taka skal fram að engum þessa aðila var sagt frá hvaða á eða svæði deilan stæði um. – atli@bb.is Landeigendur deila Hluti af hópi veiðimanna sem Finnbogi Jónasson segir vera á vegum Reimars Vilmundarsonar og stundi ábyrgðarlausa veiði. Mynd: Finnbogi Jónasson. Í vestri er farið að hausta. Fjöllin farin að bíða eftir kollhúf- um vetrar. Flugur afvelta í glugg- um og mýs á útkikki eftir opnum hurðum. Lýðsson er að fara í aðlögun á dagheimilinu og kemur í minn hlut. Tónlistarskólinn settur á morg- un og fréttatímarnir brátt bland- aðir fúgum og sónötum. Og hundurinn kominn með gigt. Allt fastir liðir sem einkenna þennan djúpa en tregafulla árstíma. Limirnir fá nú loksins hvíld að einum undanskildum sem eltir viðleitni hjartans. Hinir láta líða úr sér. Með kerti í glugga geng ég til hvílu og heyri ekki lengur í farfuglunum. Konan er hinsvegar byrjuð að hrjóta sem er nýnæmi. Lýður Árnason – http://lydurarnason.blog.is Ömurlegur dag- ur í lífi þjóðar Ekki ætla ég að hafa mörg orð um þennan óskapnað sem þetta Icesave mál er. En mikil skömm er að því að ekki skuli vera búið að gera í því að ganga að þeim aðilum sem stofnuðu til þessa! Og á ekkert að gera það? Búið að neyða þessu upp á Ís- lenskan almenning - við látin borga. En Samsonarnir sjást hvergi og eru bara með talsmann eins og fínir menn.... Ömurlegur dagur í sögu lítillar þjóðar með ofvaxið sjálfsálit. Nú vil ég fá að vita - hvað kostaði að senda þessa Icesave nefnd út...hvað fékk hún greitt....og hvað stendur eftir af þessum samning sem sú nefnd átti að gera - en sem reyndist fáránlegur þegar til kom. Hvað fékk Svavar Gestson greitt...og hinir...ég bara spyr...af for- vitni!!? Þorleifur Ágústsson – http://tolliagustar.blog.is Sómatilfinning Ég spyr ykkur ágæta þjóð, viljum við ekki almennt að fólk sé alsgáð í vinnunni? Er það eitt- hvað sem þingmennirnir okkar eiga að þurfa að velkjast í vafa um? Ef við vitum hvað við viljum í þessu efni, látum það þá í ljós með ótvíræðum hætti.Ég geri þá kröfu til allra þeirra sem hafa boð- ist til að taka á sig þá ábyrgð að stýra þessu landi að þeir taki ábyrgð á eigin hegðun. Í mínum huga er það ekki ábyrg hegðun að fá sér áfengan drykk og mæta svo í vinnuna, sama hvaða starfi mað- ur sinnir. Það ganga ýmsar sögur um þingmenn sem hafa mætt í þingsal undir áhrifum. Þetta á við bæði um núverandi þingmenn og þá sem hafa látið af þingmennsku, en við eigum ekki að leyfa nein- um að nota slíkt sem afsökun fyrir sinni eigin hegðun. Því sem liðið er breytum við ekki, en framtíðinni getum við breytt. Ég vil að þing- menn, eins og allir aðrir, séu alsgáðir í vinnunni. Jóna Benediktsdóttir – http://jonaben.blog.is Það er ódýrara að vera áskrifandi!

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.