Bæjarins besta - 06.05.2010, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
LAUST STARF
FORSTÖÐUMANNS SAFNA
Auglýst er laust til umsóknar starf
forstöðumanns Bæjar- og héraðsbóka-
safnsins, Héraðsskjalasafnsins og Ljós-
myndasafnsins á Ísafirði frá og með 1.
júlí 2010.
Leitað er eftir bókasafns- og upplýs-
ingafræðingi, sagnfræðingi eða einstakl-
ingi með aðra sambærilega háskóla-
menntun og starfsreynslu er nýtast mun í
starfinu. Launakjör ráðast af menntun og
starfsreynslu umsækjanda.
Forstöðumaður annast daglegan rekst-
ur safnahúss, bæjar- og héraðsbókasafns,
héraðsskjalasafns og ljósmyndasafns og
hefur yfirumsjón með vistun gagna bæjar-
sjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí
2010. Nánari upplýsingar um starfið má
sjá á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, www.
isafjordur.is. Jafnframt gefur undirritaður
frekari upplýsingar.
Þorleifur Pálsson,
bæjarritari Ísafjarðarbæjar.
thorleifur@isafjordur.is
Rækjuverksmiðja til sölu
Til sölu er eign þrotabús Bakkavíkur hf., Bolungarvík, fasteignin
Hafnargata 86-90, Bolungarvík, ásamt öllum vélum og tækjum til
rækuvinnslu. Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju
landsins með 5 pillunarvélum og 3 laservélum, svo og fullkominni
pökkunarstöð. Æskilegt er að kauptilboð nái til allra lausamuna í
húsinu sem tilheyra rækjuvinnslu.
Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir eigi síðar en föstudaginn
14. maí n.k. kl. 16,00.
Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölu Vestfjarða að
Hafnarstræti 19, Ísafirði, sími: 456-3244. fax: 456-4547 netfang:
eignir@fsv.is
Allar tæknilegar upplýsingar um verksmiðjuna gefur Jakob
Magnússon, gsm. 895-7430.
Rækjuvinnslan Bakkavík hf. í
Bolungarvík hefur verið úrskurð-
uð gjaldþrota og Tryggvi Guð-
mundsson hdl. hefur verið skip-
aður skiptastjóri. Stjórnendur
hafa um nokkurra vikna skeið átt
í viðræðum við helstu lánar-
drottna félagsins um fjárhags-
lega endurskipulagningu en þær
umleitanir hafa ekki borið árang-
ur. Vegna þessa var stjórn Bakka-
víkur hf. nauðugur sá einn kostur
að óska eftir að félagið verði
tekið til gjaldþrotaskipta.
Bakkavík hf. var stofnuð árið
2001 og hefur rekið öfluga rækju-
vinnslu í Bolungarvík síðan. Fé-
lagið rak jafnframt fiskvinnslu
og útgerð um nokkurra ára skeið
og var mest með rúmlega 100
manns í vinnu. Að undanförnu
hafa um 30 manns unnið hjá fé-
laginu en við gjaldþrotið missir
21 starfsmaður vinnuna. Af þeim
eru 6 af erlendum uppruna.
Rekstur Bakkavíkur hefur skil-
að þokkalegri afkomu allt til árs-
ins 2009 en félagið hafði nýlok-
ið við endurbætur á rækjuvinnsl-
unni þegar efnahagshrunið varð
árið 2008. Vegna gengisbreyt-
inga hækkuðu skuldir félagsins
verulega og á sama tíma dró úr
sölu afurða vegna efnahags-
kreppu á helstu mörkuðum.
Frá þessu var greint á vikari.is.
Lausar stöður við
Súðavíkurskóla
Súðavíkurskóli samanstendur af þremur
skólagerðum þ.e. grunn- leik- og tónlistar-
skóla. Núna er laus staða á grunn-og leik-
skóladeild.
Um er að ræða kennslu í verklegum greinum,
uppl- og tæknimennt og íþróttum á öllu
skólastigum. Á leikskóladeildina vantar deild-
arstjóra og leikskólakennara. Unnið er í anda
Uppbyggingar til ábyrgðar og lögð er áhersla
á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti,
einstaklingsmiðað nám, vellíðan nemenda
og samvinnu starfsmanna.
Súðavíkurhreppur greiðir laun eftir kjara-
samningi KÍ og Sambandi
íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er
til 17. maí 2010,
meðmæli óskast með umsókn. Nánari upp-
lýsingar veitir Anna Lind Ragnarsdóttir skóla-
stjóri í hs: 456-4985, vs: 456-4924, gsm: 893-
4985, netfang: annalind@sudavik.is
Bakkavík hf. í Bol-
ungarvík gjaldþrota
Bolungarvík.