Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Inn að beini Katrín Líney Jónsdóttir,þjónustufulltrúi hjá Símaverinu
Katrín starfar sem þjónustufulltrúi hjá Símaverinu á Ísafirði. Hún er mikil
áhugamanneskja um í íþróttir og heilsurækt. Það kemur því ekki á óvart að þegar Bæjarins
besta spurði hana hvað henni fyndist vera besta farartækið svaraði hún að það væri hjólið.
Katrín ásamt maka sínum Ólafi Halldórssyni eru einnig mjög virk í hvers kyns félagslífi á Ísafirði.
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Að flytja til Ísafjarðar.
Hvar langar þig helst að búa?
Á Ísafirði.
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Fæðing barnanna minna.
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Hver er sinnar gæfu smiður.
Uppáhaldslagið?
Everytime með Britney Spears :-)
Uppáhaldskvikmyndin?
The Princess bride.
Uppáhaldsbókin?
Krossgátu bókin á náttborðinu.
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Þegar við Óli, Mikki og Sverrir gengum
í 10 daga á Hornströndum og í Jökul-
fjörðunum árið 2005 með allt á bakinu.
Uppáhaldsborgin?
Kaupmannahöfn.
Besta gjöfin?
Teikning sem Heiðrún dóttir mín
gerði og gaf okkur Óla í jólagjöf.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Örugglega.
Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?
Óla.
Fyrsta starfið?
Það var í HPP að pakka blokk þegar ég var 11 ára.
Draumastarfið?
Að vinna sem sjálfboðaliði í hjálparstörfum.
Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?
Kim Basinger og Annie Lennox.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Lónafjörður.
Skondnasta upplifun þín?
Að uppgötva að Óli minn væri giftur þegar
við ætluðum að skrá okkur í sambúð.
Aðaláhugamálið?
Óli.
Besta vefsíðan að þínu mati?
bb.is.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Lögfræðingur eða fornleifafræðingur.
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Er mikil gleðikona.
En helsti löstur?
Of gagnrýnin á sjálfa mig.
Besta farartækið?
Hjólið.
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Aðfangadagur, allir pakkarnir.
Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Mömmu og Óla.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Ólafía.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Á morgnana.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Krabbi.
Lífsmottóið þitt?
Always look on the bright side of life.
Vilja aukinn
þorskkvóta
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæj-
ar skorar á sjávarútvegs-
ráðherra að auka þorskkvóta.
Oddviti Í-listans lagði fram
tillögu þessa efnis á fundi
bæjarstjórnar en í henni seg-
ir: „Bæjarstjórn Ísafjarðar-
bæjar skorar á sjávarútvegs-
ráðherra, að auka nú þegar
þorskkvóta fyrir yfirstand-
andi fiskveiðiár. Þessi áskor-
un byggist m.a. á því að treysta
atvinnuástand og tryggja
afkomu fólks og fyrirtækja
á komandi mánuðum.“ Bæj-
arstjórn samþykkti tillöguna
samhljóða.
Sigurður
endurkjörinn
Breytingar urðu á stjórn
Ferðamálasamtaka Vestfjarða
á aðalfundi samtakanna sem
haldinn var að Hótel Núpi
fyrir stuttu. Þrír fyrrum stjórn-
armenn gáfu ekki kost á sér,
þau Áslaug Alfreðsdóttir,
Sævar Pálsson og Björn
Samúelsson. Í þeirra stað
komu í stjórn Halldóra Ját-
varðardóttir, Ragna Magn-
úsdóttir og Einar Unnsteins-
son.
Sigurður Atlason gaf kost
á sér á ný og var endurkjörinn
sem formaður samtakanna.
Auk framangreindra skipa
stjórnina Ester Unnsteins-
dóttir frá Súðavík, Keran
Stueland frá Breiðavík og
Sigurður Arnfjörð frá Núpi í
Dýrafirði.
Margir vilja
sumarhús
Algjör sprenging hefur
orðið í umsóknum um sum-
arhús í sumar hjá Verkalýðs-
félagi Vestfirðinga. Á síð-
asta ári voru umsóknirnar
134 en í ár eru þær orðnar
200 auk 23 umsókna sem bár-
ust eftir tilskilinn umsókn-
arfrest.
Vegna fjöldans þurfti að
draga um allnokkrar úthlut-
anir í ár og fengu því ekki
allir þann tíma sem þeir ósk-
uðu eftir. Til að gæta þess að
allt færi fram eftir settum
reglum við útdráttinn var
Önundur Jónsson, yfirlög-
regluþjónn á Ísafirði fenginn
til að annast dráttinn.
Í frétt frá VerkVest segir
að ganga þurfi frá greiðslu á
sumarhúsunum fyrir 5. maí
nk. Að öðrum kosti verða hús-
in leigð öðrum félagsmönn-
um.