Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010
Stjórnmál eru bara annað
ég held að við hefðum aldrei
fengið ef við hefðum verið Evr-
ópusambandsríki. Þessi undan-
þága sparar íslenskum flugfar-
þegum líklega hátt í tvo milljarða
á ári og það bar öllum saman um
að ef þetta hefði lagst á flugfar-
gjöld þá hefði innanlandsflug
eins og við þekkjum það í dag
lagst af. Þetta er bara eitt lítið
dæmi um kosti og galla þess að
vera í ESB. Í dag má segja að við
höfum í raun verið dálítið eins
og krakkar í sælgætisverslun, við
höfum fengið alla bestu bitana
sem hægt er að fá út úr því að
vera í þeim klúbbi sem ESB er,
en við höfum til þessa ekki þurft
að taka vondu bitana. Og það
leysir ekki vandamálin sem við
erum að glíma við núna að ganga
í sambandið. Stjórnmálamenn
sem þora að taka á málum eins
og þarf að gera hér á Íslandi koma
ekki úr höfuðstöðvum ESB.“
– Hefurðu áhyggjur af þróun
samfélagsins?
„Það hafa allir flokkar átt þátt
í því hvernig rekið hefur á reið-
anum með þróun þessa samfélags
undanfarin ár. Hið opinbera hefur
blásið út og það er bara staðreynd
að það þarf að taka ákvarðanir til
að draga þetta aðeins saman,
öðruvísi kemur enginn efnahags-
legur stöðugleiki. Og hvort við
höfum krónu eða evru skiptir
ekki nokkru máli í því samhengi.
Það er líka alltaf verið að tala um
að hér eigi að vera eitthvert norr-
ænt velferðarríki. Við erum
vissulega með norrænu skatt-
heimtuna, en ef þú ferð yfir til
Norðurlandanna er þar engin
þjóð sem býr við þessa vexti sem
við búum við eða verðtryggingu
á húsnæðislánum, það er sérís-
lenskt og óskiljanlegt fyrirbæri
sem eingöngu er til komið vegna
þessa óstöðugleika í efnahags-
lífinu. Það er sífellt verið að láta
íslenskar fjölskyldur niðurgreiða
útflutningsatvinnugreinarnar. Og
það bara getur ekki gengið til
lengdar.
Samfélagið hefur auðvitað
breyst á öllum sviðum, en því
miður ekki alltaf til hins betra.
Ég get sagt þér eitt lítið dæmi um
það hvernig samfélagið sem við
búum í hefur breyst síðan ég var
púki á Ísafirði þar sem maður lék
sér í fjörunni frá sólarupprás til
sólarlags. Þannig var að tólf ára
sonur minn var að leika sér í
fjörunni síðastliðið haust með fé-
lögum sínum, fjöruferð sem end-
aði með því að við foreldrarnir
fengum bréf frá barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur. Mjög gott
dæmi um hversu firrt þjóðfélagið
er orðið. Ég hvet drenginn til að
Svo fórstu að vinna í sendiráð-
inu í Brussel á vegum samgöngu-
ráðuneytisins. Hvernig var það?
„Það voru þrjú alveg yndisleg
ár og aftur rosalega mikill og
góður skóli. Ráðuneytin voru öll
með fulltrúa úti í Brussel og mitt
hlutverk var að sinna rekstri á
þeim hluta EES-samningsins
sem lýtur að samgöngumálum
fyrir hönd samgönguráðuneytis-
ins.“
Stjórnmálamenn sem
þora koma ekki úr
höfuðstöðvum ESB
Þá liggur eiginlega beint við
að spyrja hvaða afstöðu þú hafir
til inngöngu Íslands í Evrópu-
sambandið eftir þá reynslu.
„Ég er fylgjandi mjög mörgu
varðandi Evrópusambandið, við
þurfum einhvern veginn að bera
gæfu til þess að fá meiri stöðug-
leika í efnahagslífinu og það ger-
ist ekki með handónýtan gjald-
miðil, svo ég nefni dæmi um
jákvæðu þættina. En það er engin
töfralausn að ganga í Evrópusam-
bandið. Stjórnmálamennirnir
okkar þurfa að taka erfiðar
ákvarðanir hvort sem við förum
í Evrópusambandið eða ekki. Það
er undirstaða stöðugleika og vel-
ferðar í samfélaginu að stjórn-
málamenn þori að taka á málum.
Og það er mjög margt sem mér
hrýs hugur við ef við færum þarna
inn. Það er til dæmis ekkert sem
bendir til þess að mundum halda
ráðstöfunarrétti yfir fiskimiðun-
um. Við mundum væntanlega fá
að nýta fiskimiðin miklu frekar
en aðrir út á veiðireynslu og hefð-
arrétt, en hinn formlegi ráðstöf-
unarréttur yrði ekki okkar. Róm-
arsáttmálanum verður ekki breytt.
Honum hefur aldrei verið breytt
og það mun ekki gerast. Margt
annað má tína til sem yrði okkur
óhagstætt eftir inngöngu. Ég
nefni sem dæmi að þegar ég var
að vinna úti í Brussel snérist starf
mitt að miklu leiti að því að taka
þátt í vinnu er laut að snarbreyttri
heimsmynd í flugöryggismálum
í kjölfar árásarinnar á Tvíbura-
turnana í New York. Allar reglur
voru hertar til muna og íslensk
samgönguyfirvöld tóku að sjálf-
sögðu fullan þátt í því. Það þekkja
allir hvernig það er að ferðast í
millilandaflugi í dag og hvernig
öryggiskröfurnar verða sífellt
meiri og strangari, en það sem
færri vita er að það kostaði mjög
mikla baráttu að Íslendingar
fengju undanþágu frá þessu gríð-
arlega stranga öryggiseftirliti í
innanlandsfluginu. Nokkuð sem
tímabil sem mér þykir alveg
óskaplega vænt um. Við Sturla
þekktumst ekkert fyrir en sam-
starfið þróaðist út í mjög sterkt
samvinnu og vináttusamband
sem heldur enn í dag. Við vorum
eiginlega saman tuttugu og fjóra
tíma sólarhringsins í fjögur ár.
Þetta kjörtímabil var mikill og
að mörgu leyti erfiður skóli fyrir
mig. Það gekk á ýmsu þessi ár og
mörg erfið mál komu til kasta
samgönguráðuneytisins. Fólk
man eftir hinu skelfilega flugslysi
sem varð í Skerjafirðinum á frí-
degi verslunarmanna árið 2000,
og það mál var eiginlega í fanginu
á samgönguráðuneytinu allt þetta
kjörtímabil. Síðan voru það mál
sem tengdust fyrri tilrauninni til
að einkavæða Landsíma Íslands,
og erfið mál sem snertu Flug-
málastjórn Íslands. Þannig að á
tiltölulega stuttum tíma komu
upp mörg stór og erfið mál sem
gerðu það að verkum að vinnu-
dagurinn varð oft mjög langur.
Við höfum oft grínast með það í
fjölskyldunni að ég hafi ekki
kynnst dóttur minni, sem fæddist
1999, fyrr en hún var orðin 4 ára.
Einmitt núna um páskana vorum
við að horfa á gamlar vídeóspólur
og þá sjaldan að mér bregður
fyrir á fjölskyldumyndböndum
frá þessum tíma er það á þann
veg að það heyrist í mér í bak-
grunninum vera að tala í síma.
En þessi tími var í senn spennandi
og skemmtilegur – og það var
oft gaman. Ein er t.d. saga sem
mér þykir alltaf gaman að rifja
upp. Þannig var að við Sturla
vorum staddir heima á Ísafirði
og Finnbogi Hermannsson er að
fara að taka viðtal við ráðherrann
fyrir sjónvarpið, búinn að stilla
upp sjónvarpskameru úti á Silfur-
torgi og við þarna í hóp til hliðar,
ég og ráðherrann, ráðuneytis-
stjóri samgönguráðuneytisins,
vegamálastjóri, einhverjir þing-
menn og embættismenn. Með í
för var líka ráðherrafrúin, Hall-
gerður Gunnarsdóttir, en henni
leiddist eitthvað þófið svo að hún
skottast inn í leikfangaverslunina
Bimbó þarna rétt hjá. Þar heyrir
hún utan að sér þegar einhver
viðskiptavinur í versluninni spyr
Svanbjörn kaupmann hvaða fólk
þetta sé eiginlega þarna úti á
torgi. Svanbjörn leit víst snöggt
út um gluggann og svaraði að
bragði: „Jú, þetta er þarna strák-
urinn hans Garðars í Björnsbúð
og einhverjir kallar úr Reykjavík
með honum.“ Það er búið að
hlæja mikið að þessari sögu í
gegnum tíðina. Við erum allir
aukaatriði, það er Garðar í Björns-
búð sem aðalmaðurinn.“
detta inn í hlutverkin og fara að
syngja lögin úr sýningunni.“
– Þér hefur ekkert dottið í hug
að leggja leiklistina fyrir þig?
„Jú, mér datt það nú reyndar í
hug og var meira að segja einu
sinni búinn að fylla út umsókn-
areyðublað fyrir leiklistarskólann
en hún fór aldrei í póst. Ég ein-
hvern veginn heyktist á því, án
þess að geta eiginlega útskýrt
hvers vegna. Það vantaði neist-
ann, geri ég ráð fyrir, en ég hef
aldrei séð eftir því.“
– Þú fórst í stjórnmálafræði í
staðinn. Eru stjórnmálin ekki líka
nokkurs konar leikhús?
„Jú jú, það er bara annað leik-
hús. Ég fór nú samt ekkert í
stjórnmálafræðina með það að
markmiði að fara út í stjórnmál.
Ég valdi hana af miklum áhuga á
samfélagsmálum og stjórnmál-
um. Við fórum saman til Kantara-
borgar í Bretlandi, ég og Vigdís
haustið eftir að hún útskrifaðist
frá MÍ. Ég er fjórum árum eldri
þannig að ég beið í festum í Björns-
búð og á Bæjarins besta og á
fleiri stöðum á meðan hún kláraði
skólann. En haustið 1990 fórum
við sem sagt saman út í nám, hún
fann í Kantaraborg nám sem hún
hafði mikinn áhuga á í leikstjórn
og leikhúsfræðum og ég var þá
kominn með þennan brennandi
áhuga á stjórnmálum og samfé-
lagi. Við komumst í samband
við Jón Orm Halldórsson, sem
þá var að stunda rannsóknir við
háskólann í Kantaraborg og
mælti hann mjög með stjórn-
málafræðinni í þessum skóla.
Hann meira að segja benti okkur
á íbúð sem við gátum fengið og
bjuggum reyndar í öll fjögur árin
sem við vorum úti. Þetta var
alveg yndislegur tími.“
Strákurinn hans
Garðars í Björnsbúð
Eftir heimkomuna var Jakob
sem fyrr virkur í félagsstarfi inn-
an Sjálfstæðisflokksins, kom
nokkuð að útgáfu Vesturlands
um tíma, var meðal annars kosn-
ingastjóri Einars Odds Kristjáns-
sonar í prófkjörinu fyrir alþingis-
kosningar 1995 og í kosninga-
stjórnum sjálfstæðismanna á Ísa-
firði þá og aftur 1999. Það er svo
eftir kosningarnar 1999 sem
Sturla Böðvarsson, þáverandi
samgönguráðherra ræður hann
sem aðstoðarmann sinn.
„Ég var þá að vinna fyrir nefnd
um rafræn viðskipti hjá Verslun-
arráði Íslands. Eftir kosningarnar
1999 æxluðust hlutir þannig að
Sturla býður mér að verða að-
stoðarmaður sinn og þá byrjaði
Jakob Falur Garðarsson er Ís-
firðingur í húð og hár, Eyrarpúki,
sonur Garðars Guðmundssonar
og Jónínu Jakobsdóttur, kaup-
manna í Björnsbúð, lék sér í fjör-
unni á Ísafirði fram eftir aldri,
starfaði með Litla leikklúbbnum
og var auðvitað heimavanur bak-
við afgreiðsluborðið í Björnsbúð.
Hann lærði stjórnmálafræði og
alþjóðasamskipti í Bretlandi, hef-
ur starfað við ýmislegt að námi
loknu, verið sölumaður, blaða-
maður, aðstoðarmaður sam-
gönguráðherra, starfað í sendi-
ráði Íslands í Brussel og er nú
framkvæmdastjóri Frumtaka,
hagsmunasamtaka frumlyfja-
framleiðenda. Bæjarins besta lék
forvitni á að kynna sér lífshlaup
Jakobs og skoðanir og við byrjum
á að spyrja hann út í bröltið með
Litla leikklúbbnum í gamla daga
en það hafði afgerandi áhrif á líf
hans.
Fann ástina í Litla
leikklúbbnum
„Það fyrsta svona alvöru sem
ég gerði með litla leikklúbbnum,
ef ég man rétt, var að leika í
Hjálparsveitinni, stórmerkilegu
leikriti eftir Jón Steinar Ragnars-
son, sem fjallaði um hjálparsveit
ungs fólks sem hjálpaði gamla
fólkinu í bænum. Við vorum
fjögur fjórtán ára ungmenni sem
lékum aðalhlutverkin og þetta
voru sem sagt mín fyrstu skref
með LL en þau urðu nú fleiri. Ég
kynnist svo eiginkonu minni í
Litla leikklúbbnum, henni Vig-
dísi Jakobsdóttur, leikstjóra, sem
var einmitt núna nýverið að frum-
sýna Fíusól í Þjóðleikhúsinu. Við
áttum saman góðar stundir með
LL en eftirminnilegasta verkefn-
ið sem ég tók þátt í var án efa
sýningin sem sett var upp á 25
ára afmæli klúbbsins. Þá tóku
þau sig til, Hanna Lára Gunnars-
dóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson og
Pétur Bjarnason og skrifuðu heil-
mikla revíu, sem, eins og revíur
eiga vanda til, gerðist í núinu og
hét Engin mjólk og ekkert sykur
og var tiltölulega nett grín um
menn og málefni þess tíma. Rún-
ar Guðbrandsson leikstýrði þess-
ari sýningu með miklum glæsi-
brag. Það er engin launung að
sýningin olli sumum í forystu-
sveit samfélagsins á þeim tíma
ákveðnu hugarangri, en það var
húsfyllir í Hnífsdal hvað eftir
annað og við sýndum við mikinn
og góðan orðstír. Þessi sýning
var rosalega skemmtileg og eftir-
minnileg, svo eftirminnileg að
við megum varla hittast kjarninn
úr þessari sýningu án þess að