Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 14

Bæjarins besta - 06.05.2010, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 um tíma bæði í Reykjavík og á Akureyri og nú vildu forsprakk- arnir tryggja Ísfirðingum fréttir af því sem væri að gerast og þess á milli að njóta heimagerðrar út- varpsdagskrár. Ég var eitthvað sextán eða sautján ára gamall þarna og Árni Búbba bað mig að koma og spila músík á útvarps- stöðinni. Ef ég man rétt þá voru það Mummi Kristins og Magni Veturliða sem höfðu smíðað út- varpssendi í miklum flýti, sem var nú ekki magnaðri en svo að ég held að sorglega fáir hafi heyrt í þessari stórkostlegu útvarps- stöð. En það breytti því ekki að við sem komum nálægt þessu vorum allir ákærðir fyrir rekstur á ólöglegri útvarpsstöð. Okkar mál var fyrsta málið sem fór í gegnum dómskerfið og varð þar af leiðandi málið sem fór fyrir hæstarétt og varð prófmál í þess- um málum. Heima í héraðsdómi var okkur skipt í tvo hópa, for- sprakkarnir voru dæmdir til að greiða heilar 5.000 krónur í sekt hver, sem var dágóð upphæð á þessum tíma, en við minni spá- mennirnir áttum að greiða 3.000 krónur hver í sekt, en annar kostnaður var látinn niður falla. Síðan fór þetta upp í hæstarétt sem gerði sér lítið fyrir og fimm- faldaði upphæðina á okkur vinnu- mönnunum ef svo má segja og þrefaldaði sekt forsprakkanna, þannig að hver okkar tíu sem ákærðir vorum fékk 15.000 króna sekt auk þess sem allur máls- kostnaður féll á okkur. Við þótt- umst hafa góðan málstað að verja og vildum fá að sitja þetta af okkur en það var nú ekki hægt. Forsprakkarnir fimm tóku þá allan skellinn og borguðu allt saman, líka fyrir okkur létta- drengina á skútunni. Þetta var hið undarlegasta mál því á stöðv- unum í Reykjavík voru bara for- sprakkarnir ákærðir. Og á Akur- eyri var ekki einu sinni ákært, þar gufaði málið barasta upp. Þetta fór sem sagt alveg eftir því hversu vel ákæruvaldið á sínum stað sinnti sínu starfi. Við guldum þess líklega, ef svo má segja, að sá samviskusami nákvæmnis- maður og ágætur vinur minn, Pétur Kr. Hafstein var sýslumað- ur á Ísafirði á þessum tíma. En þetta hefur nú aldrei háð mér og ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera með hæstaréttardóm á bakinu fyrir þetta. Var reyndar kallaður upp í bandaríska sendi- ráð þegar ég sótti um vegabréfs- áritun til Bandaríkjanna nokkrum árum síðar og hafði merkt við í umsókninni að ég væri ekki með hreint sakavottorð. Þegar ég sagði þeim svo hvað það væri sem gerði það að verkum að sakavott- orðið væri ekki hreint klöppuðu þeir mér bara á bakið og sögðu að ég væri sko velkominn til Bandaríkjanna.“ Stendur á tímamótum – Eitt af því sem Jakob hefur haft á sinni könnu undanfarin ár er formennska í Ísfirðingafélag- inu í Reykjavík. Um hvað snýst það? „Meginverkefni félags sem þessa er að treysta ræturnar heim, við segjum alltaf að hjarta okkar slái heima í Skutulsfirði og við viljum veg og vanda samfélags- ins heima sem mestan. Markmið- ið er að fjölga sem mest við get- um félagsmönnum til þess að halda á lofti merki Ísafjarðar. Sól- arkaffið er svona árshátíð brott- fluttra Ísfirðinga, en við erum líka með aðra fasta liði í félaginu, til dæmis hittumst við alltaf á haustin á svokallaðri Sólkveðju- hátíð, og höfum svo messu og messukaffi síðla vors. Það er Ís- firðingurinn Örn Bárður Jónsson sem hefur messað fyrir okkur síðastliðin ár og í ár verður mess- an í Neskirkju 30. maí. Við gefum út Vestanpóstinn, tímarit sem kemur út einu sinni á ári með myndum og frásögnum að heim- an og af Sólarkaffinu og ýmsum greinum, eins og hefðbundið er í svona átthagariti. Svo erum við alltaf að brydda upp á einhverjum nýjungum, í sumar verðum við með golfmót í samvinnu við Golfklúbb Ísafjarðar. Héldum það fyrst fyrir tveimur árum og ætlunin er að það verði haldið annað hvert ár. Þar keppa brott- fluttir Ísfirðingar við heimamenn um farandbikar sem við gáfum og nefnist Margrétarbikarinn í höfuðið á Margréti Árnadóttur, fyrsta formanni GÍ. Undanfarna tvo páska höfum við svo verið með skíðaminjasýningu og uppá- komur og opið hús í Sóltúnum, húsinu okkar í Bæjarbrekkunni. Og svona mætti áfram telja. Ég er reyndar búinn að taka þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér í formannsembættið á aðal- fundinum í vor, en ég ætla samt að gefa kost á mér áfram í stjórn. Þetta er mjög samhentur hópur sem er núna í stjórn félagsins og það kemur bara í ljós hver er tilbúinn að gefa kost á sér í for- mannsembættið. Við skiptum með okkur verkum og gerum þetta saman og reynum að sjá til þess að það sé ekki einhver einn sem dregur vagninn.“ – Hvað veldur því að þú ætlar að segja af þér formennskunni? „Ekkert eitt sérstakt, kannski bara löngum í aðeins meira andrými. Ég er jafnframt að segja mig úr öðrum svona félagsmála- stjórnum sem ég hef verið í, en sannast sagna hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur Vigdísi lengi undanfarið og við erum sammála um að fara að ganga meira í takt með börnunum okkar og kannski sinna hvort öðru bet- ur. Það þarf líka að gera það. Vigdís er þó öllu róttækari en ég, en hún sagði um daginn upp starfi sínu í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún hefur verið deildarstjóri fræðsludeildar. Við ætlum bara aðeins að staldra við, finna betur hvaðan vindurinn blæs og hvert hann blæs.“ – Er þetta liður í að undirbúa innkomu þína í pólitíkina? „Maður ákveður aldrei nokk- urn skapaðan hlut, þeir koma bara upp í fangið á manni. En ég er ekki á þeim buxunum í augna- blikinu að hella mér út í pólitík. Alls ekki.“ – fridrika@bb.is Ljósm: Spessi.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.