Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.05.2010, Page 19

Bæjarins besta - 06.05.2010, Page 19
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 2010 19 „Mikilvægt að sjálf- bærni sé höfð að leið- -arljósi“ Sælkeri vikunnar er Einar Rósinkar Óskarsson frá Ísafirði. Sælkerinn Pabbapizza og sjóðheit skúffukaka „Þessar uppskriftir hafa stelp- urnar mínar mikið dálæti á og ákveðin hátíð á heimilinu þegar ég hringi og býð í Pabba-pizzu. Punkturinn yfir i-ið er svo þessi einfalda súkkulaðikaka í eftirrétt. Álegg á Pabba-pizzu getur ver- ið fjölbreytt en ég hef ávallt hakk á henni. Ég steiki hakkið vel og lengi ásamt því að bæta við það smá púðursykri. Þannig næ ég þessu sérstaka bragði á pizzuna, sem stelpurnar mínar hafa skýrt Pabba-pizzu,“ segir Einar. Pabba-pizza Deig: 12 g pressuger (1 bréf) 3 dl vatn 8-10 dl af hveiti 2-3 msk brætt smjör 1 tsk salt Gerið er hrært út í volgu vatni. Hveiti og salt er sett saman í skál og gerblöndunni blandað saman við ásamt smjörinu. Deigið er hnoðað þar til það er samfellt og látið lyfta sér í 30-60 mínútu, eftir því hve svangt heimilisfólk- ið er. Deigið er flatt út á skúffu og pizzusósu er smurt yfir deigið í því magni sem fólk vill. Álegg: Beikon steikt á pönnu 600 g kindahakk, steikt vel og lengi á pönnu eða um 30 mín- útur. Bætt er við hakkið salt og pipar Mjúkur Sveitabiti sem er 26% Einnig hef ég sett eftirfarandi áleggi á pizzuna: pylsur, sveppi, kotasælu o.s.frv. allt eftir óskum heimilisfólksins og hvað til er í ísskápnum Sjóðheit og einföld súkkulaðikaka 3 egg eftir þörfum en einnig bæti ég við 3 msk af púðursykri. Laukur skorinn niður og bætt við hakkið, látið malla í 10 mín. Hakkið sett ofan á pizzuna ásamt beikoni. Skinka Pepperoni Paprika Ostur, en ég kaupi ávallt ostinn 2,5 dl sykur 4 dl hveiti 3 tsk lyftiduft 4 tsk vanillusykur 6 msk kakó 225 g smjör 1,5 dl mjólk Egg og sykur þeytt vel saman. Hveiti, lyftiduft, vanillusykur og kakó sigtað og sett út í eggja- blönduna. Smjörið brætt og blandað saman við mjólkina og saman við deigið. Ofninn hitaður í 175 C og deigið sett í kringlótt form og bakað í miðjum ofni í ca. 30 mínútur. Súkkulaðibráð ofan á kökuna 3 dl flórsykur 3 msk kakó 3 msk mjólk Flórsykur og kakó blandað saman. Mjólkin hrærð smám saman út í þar til bráðin gljáir. Ofan á súkkulaðikremið er hægt að setja alls konar ber, sérstaklega eru þó aðalbláber úr Leirufirði vinsæl og ómissandi á kökuna. Borið fram með þeyttum rjóma og/eða vanilluís. Ég skora á bróðir minn, Albert Óskarsson á Ísafirði, næsta sæl- kera vikunnar. Ester Rut Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Melrakkaset- urs Íslands, segir að finna þurfi leiðir til að auka þolmörk dýr- anna sem eru höfð til sýnis í tengslum við náttúrulífstengda ferðaþjónustu án þess að valda þeim skaða eða eyðileggja mögu- leika til frekari afnota af þeim í framtíðinni. Náttúrulífstengd ferða- þjónusta eða Wildlife tourism er vaxandi atvinnugrein á Íslandi og víðar um heim. Sem dæmi má nefna fuglaskoðun, hvala- skoðun og selaskoðun. Milljónir manna ferðast um heiminn í þeim tilgangi að skoða og „safna“ teg- undum. Fuglaskoðunarferðir eru oft samtvinnaðar skoðun á öðru dýralífi og skipuleggur stór hluti fuglaáhugamanna ferðir sínar gagngert til að sjá önnur villt dýr. Dæmi um eftirsóttar dýrateg- undir eru norðurheimskautsdýr, t.d. hvítabirnir, rostungar, selir, hvalir og heimskautarefir (mel- rakkar). Í fyrirlestri Esterar á ráðstefn- unni Umhverfisvottaðir Vestfirð- ir kom fram að aukin ásókn sjónarmið og vaxandi hagnaðar- von. Í fyrirlestrinum var fjallað um dýr sem auðlind í ferðaþjón- ustu og mikilvægi þess að sjálf- bærni sé höfð að leiðarljósi. Minnti hún á skyldur fólks gagnvart nátt- úrunni og villtu dýralífi, hversu fábrotin íslenska fánan er og vist- kerfin einföld en jafnframt við- kvæm. „Krafa um sjálfbærni hefur aukist því ferðamenn hafa aukna umhverfisvitund og vilja vottun eða staðfestingu. Til að þetta sé hægt þarf að sinna rannsóknum á þeim dýrastofnum sem um er að ræða og áhrifum þess að auka ásókn ferðamanna inn á búsvæði þeirra. Aukin þekking hjálpar okkur til að treysta undirstöðu þessarar nýju atvinnugreinar, af- komu þeirra sem að henni starfa og notkun auðlindarinnar til langs tíma,“ kom fram í fyrirlestr- inum. – thelma@bb.is ferðamanna í að upplifa villt dýra- líf í náttúrulegu umhverfi hefur verið nokkuð til umræðu vegna þess að þar stangast á verndunar- Melrakki er eftirsótt dýrategund þegar kemur að nátt- úrulífstengdri ferðaþjónustu. Mynd: melrakkasetur.is.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.