Listin að lifa - 01.12.1998, Side 2
Jhiíin cá Ufja
er gefin út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni,
Glæsibæ, Álfheimum 74 ■ 104 Rvk. S. 588 21 I I - Fax 588 21 14
og Landssambandi eldri borgara, Suðurlandsbraut 30 108
Rvk. S. 533 6000. Fax 568 1026
EFNISYFIRLIT:
Grunnlífeyrir aldraðra: Páll Gíslason. 2
Talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda:
Sveinn Björnsson, verkfræðingur. 3
Ferðir FEB í Reykjavík 1998/1999 4
Kveðja frá Akureyri: Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri. 6
Utskurður er ævintýri: Rætt við Bjarna Þór
Kristjánsson, tréskurðarmeistara. 8-9
Fjör í Færeyjum: Söngfélag á faraldsfæti. 9
Bankaviðskipti eldri borgara: Halldór Finnsson. 10
Fréttabrot frá ísafirði I I
Stærsti leikfimihópur landsins 12
Hausttónleikar kórs FEB í Reykjavík 12
Oðfús ekki ófús á lífsins vegum:
Eyjólfur R. Eyjólfsson. 14
25 ára afmælisþing Öldrunarfræðafélags íslands I 5
Krossgátan 16
Fréttamolar frá FEB í Reykjavík 17
Jólakort FEB I 7
Lífeyrisþeginn norski: - Pensjonisten - 18
Að bíða eftir jólunum: Jólahugvekja. 20
Silfurlínan 20
Uppskrift 22
Ljóðaleikurinn okkar 23
Ellin er vor - nýr morgunn: Viðtal við
séra Braga Skúlason sjúkrahúsprest. 24-28
Heimsókn í Biskupstungur 28
Nú eru allir ábyrgðarlausir: - segir Sigurbjörg
Björgvinsdóttir. 30-31
Jólahnetuborðið: Marentza Poulsen. 32-33
Ahrif tekna á greiðslur almannatrygginga:
Frá Tryggingastofnun ríkisins. 34
Náms- og skemmtiferð til Sidmouth 35
Eru ósýnileg svið ógn heilsunnar:
Ingibjörg Sigfúsdóttir. 36-38
Öryggishnappur Vara 38
Fréttamolar, framhald 39
Kirkjubæjarklaustur, náttúrufegurð
og sagnaauðgi 40-41
Streita og streitudemparar á hjarta:
Sigmundur Guðbjarnason, prófessor. 42-43
Jólagjafirnar góðu: Guðbjörg og Aðalbjörg
útbúa jólagjafirnar sjálfar. 44-45
I brennidepli 47
Ritstjóri: Oddný Sv. Björgvins.
Blaðstjórn: Ragnar Jörundsson, Margrét H. Sigurðardóttir,
Sigrún Árnadóttir, Sveinn Björnsson ásamt ritstjóra.
Grunnlífeyrir
aldrabra
Það mun hafa verið með samþykkt
laga um almannatryggingar 1935 að
teknar voru upp greiðslur ellilífeyr-
is, sem Tryggingastofnun ríkisins
greiddi þeim sem náð höfðu
tilteknum aldri.
Var hann reiknaður sem 26% af launum verkamanns og
var lengi vel látinn fylgja þessum hundraðshluta. en svo
hefur ekki verið nú um alllangt skeið.
Þetta hefur svo síðustu áratugi staðið þannig að hlut-
fallið hefur sífellt farið lækkandi og er nú 11%.
Þetta hefur haft mikil áhrif á kjör aldraðra, sem hafa
fengið tekjutryggingu, sem skerðist af öllum tekjum öðr-
um en hinum fasta ellilífeyri, sem allir eiga að fá, en þó
skattlagðir.
Við höfum nú átt viðtöl við ráðherra og þingflokka og
lagt áherslu á að þetta verði lagfært, svo að allir njóti
þessa í sama mæli.
Þörf þeirra lægst launuðu er að sjálfsögðu brýnust.
Það hefur viljað brenna við að skerðing verði mikil á
ýmsum bótum frá Tryggingastofnun ríkisins, en bróður-
parturinn tekinn aftur í skatta, svo að aðeins verða eftir
nokkrar krónur. Vinstri höndin tekur aftur það sem sú
hægri gaf.
Við erum að vinna að því að þetta breytist.
SKERÐING VEGNA TEKNA MAKA, ÓRÉTTLÁT
FYRIR HJÓN
Tryggingakerfið er mjög óréttlátt fyrir hjón eða fólk í
sambýli, eins og kernur fram í eftirlaunum frá TR og
skattlagningu. Munar hér miklu eða allt að 200-500 þús-
und krónum á ári. Það er ekki nóg með skattinn, heldur
skerða tekjur maka lífeyrisréttindi hins aðilans, svo að
miklu munar.
Makar eru tveir einstaklingar, sem eiga sama rétt og aðrir
borgarar.
Hér þarf að leiðrétta mikið misrétti:
1) Frítekjumörk skatta eiga að vera eins og hjá tveim ein-
staklingum, en ekki 20% lægri.
2) Tekjur annars eiga ekki að skerða tekjutryggingu hins
eða aðrar lífeyristekjur.
í þjónustubók félags okkar eru birtar upplýsingar um út-
reikning á þessu og skal vísað á það, en nauðsynlegt er
fyrir alla að setja sig inn í þetta.
Við erum nú á fullu að leitast við að rétta hlut okkar og
vona ég að við getum staðið fast á málstað okkar sem
styðst við rök og staðreyndir.
'tPálL ^éjístasatv,
formaður FEB í Reykjavík
Forsíðumyndin: er tekin í Heiðmörk á vinsælum
göngustíg meðfram skjólgóðum lautum og hraunbollum.
Þarna er gott að njóta útiveru. Smærri myndirnar tengjast
Klausturferð. Ljósmyndari: Oddný Sv. Björgvins.
Umbrot og prentun: Hagprent-lngólfsprent ehf.
Filmuvinnsla: Prentmyndastofan.
2