Listin að lifa - 01.12.1998, Side 10
í KOLLI MÍNUM GEYMI ÉG GULLIÐ ...
Reyndar er ekki til siðs að nefna,
að eldri borgarar eigi aura, svo
að óstœða sé til að skipta sér af,
hvernig bankaviðskipti þeirra eru.
ímynd eldri borgara, sem mest
er haldið á lofti, er að þetta séu
þurfalingar, sem séu óttalegur
baggi á þjóðfélaginu. Skrif eldri
borgara sjálfra hníga mest í
þessa átt, og eru heldur leiðigjörn
til lengdar.
Eg er ekki að segja að allir eldri borg-
arar eigi bankainnistæður. Nei, því
miður er mjög illa stætt fólk innan
þessa hóps, eins og í öllum aldurshóp-
um, en staðreyndin er sú, að aldurs-
hópurinn á ellilífeyrisaldri á um helm-
ing af öllu sparifé einstaklinga í bönk-
um landsins - hvorki meira né minna.
60 ÁRA OG ELDRI EIGA 62%
AF INIMISTÆÐUM EINSTAK-
LINGA í BÖNKUM
Þegar verið var að undirbúa fjár-
magnstekjuskattinn á árinu 1996, létu
bankamir gera könnun á því hvernig
innistæður í bönkum skiptust á milli
einstakra hópa. Þá kom m.a. þetta í
ljós: Fólk eldra en 67 ára átti 49% af
innistæðum einstaklinga í bönkunum.
Fólk á aldrinum 60-66 ára átti 13% af
innistæðunum, þannig að einstakling-
ar 60 ára og eldri - áttu um 62%
af innistæðunum - þótt ótrúlegt sé.
HVAÐ GERA SVO BANKARNIR
FYRIR ÞESSA INNISTÆÐUEIG-
ENDUR?
í aðalatriðum ekki neitt, umfram það
sem þeir gera fyrir almenna sparifjár-
eigendur.
- Hvað fær þessi hópur í vexti af
sínu sparifé?
Erfitt er að fá að vita það, og alls
ekki í bönkum. Samkvæmt því sem ég
hef kynnt mér, eftir að fjár-
magnstekjuskatturinn var lagður á, þá
eru vextir af þessum innistæðum yfir-
leitt ótrúlega lágir, I -2%, og í undan-
tekningartilfellum 3-3.5%.
- Af hverju á fólk svona mikla pen-
inga á reikningum, sem bera mjög
litla vexti? Kannski er skýringin fyrst
og fremst sú, að fólk er enn með sömu
sparisjóðsbækur og það notaði fyrr í
lífinu, sem voru þá eingöngu gegnum-
streymisreikningar, þar sem það þurfti
að nota fé sitt nær daglega, en notar
svo sömu bækurnar enn.
Annað er, að bankarnir hafa verið
að stofna hina og þessa bankareikn-
inga - og auglýst þá sem sérstaklega
hagkvæma reikninga.
Þetta hefur aðeins villt um fyrir
fólki, því að eftir smátíma eru þeir
orðnir nærri því eins og venjulegir
reikningar, og aðrir komnir í staðinn.
Þegar talað er um að ellilífeyrisþeg-
ar eigi um helming af öllu sparifé í
bönkum, er nærri öruggt að í þeim
hópi eru ekki stóreignamenn. Þar á ég
við þá sem eiga tugi milljóna, - þeir
hafa sína ráðgjafa til að segja sér
hvernig best sé að ávaxta fé sitt. Nei,
meirihlutinn er fólk sem á 1-5 milljón-
ir kr. eða minna, sem safnast hefur
saman af þeirra litlu tekjum,' vegna
þess hversu eyðslan er lítil. Þetta er
fólkið, sem þurfti að spara á sínum
fyrri árum, og lætur lítið eftir sér, og
eyðir því litlu.
HVAÐ ÆTTU BANKAR AÐ
GERA FYRIR ELDRA FÓLKIÐ?
Bankar ættu að bjóða eldra fólki upp á
sérkjarareikninga með ákveðinni
þjónustu. Nú þegar bjóða bankar ýms-
um aðilum upp á sérkjarareikninga,
svo sem börnum, húsbyggjendum,
ýmsum rekstraraðilum o.fl.
Eg tel að bankarnir geti boðið
þessu fólki upp á sérstaka fulltrúa,
sem það hefur samband við, og geng-
ið sé frá því að allar tekjur, svo sem
ellilífeyrir og greiðslur frá lífeyris-
sjóðunum, fari inn á þessa reikninga.
Reikningarnir beri sæmilega vexti, til
dæmis nú miðað við árið 1998 - 5%
vexti a.m.k. og verðbætur að auki.
Reikningarnir séu ekki bundnir,
þannig að fólk geti alltaf tekið ein-
hverja peninga út af þeim. Síðan bjóði
bankinn upp á þá þjónustu að greiða
ákveðna reikninga, svo sem vegna
reksturs íbúðar, síma, útvarps og önn-
ur föst gjöld. Bankar eru reyndar með
þessa þjónustu, en þá er tekin þó
nokkur þóknun fyrir hana. Eg er með í
huga, að þessi þjónusta sé ókeypis,
þegar samið er við þá öldruðu.
Meiri þjónustu gætu bankar eflaust
lagt þessum aldurshópi til. Má t.d.
nefna að eltir stuttan tíma, trúlega eft-
ir 2-4 ár, verða komin rafræn skatt-
framtöl. Þessi hópur aldraðra myndi
að öllum líkindum falla undir það með
þeim fyrstu, vegna þess hve einföld
skattframtöl þeirra eru í flestum til-
fellum. Þetta geta einkafulltrúar fólks-
ins í bönkunum auðveldlega hjálpað
þeim með.
Niðurstaðan er þessi: Aldraðir eiga
í bönkum mun meira fé en álitið hefur
verið - og af þessu fé eru greiddir
mjög litlir vextir.
Bankamenn! Komið til móts við
eldri borgara.
c}(aUAxn rJinns&on
10