Listin að lifa - 01.12.1998, Side 11

Listin að lifa - 01.12.1998, Side 11
Fréttabrot frá ísafirði: s-omTö^ um MiiivtiniD Samtök um beinvernd voru stofnuð á ísafirði 5. október sl. Ólafur Ólafsson landlœknir og Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, voru gestir fundarins. Allan undirbúning að stofnun samtakanna annaðist Friðný Jóhannesdóttir, yfir- lœknir Heilbrigðisstofnunar ísafjarðarbœjar. Á stofn- fundinum flutti Ólafur Gunnarsson lœknir fróðlegt og gott erindi um beinþynningu. Samtökin eru stofnuð til að vekja athygli á, hve brýnt er að efla kennslu og forvarnarstarf um beinvernd. Samtökin munu leggja áherslu á að fá beinþéttnimæl- ingu hér í heimabyggð. Einnig að standa fyrir því að fræðsla urn beinvernd byrji snemma, eða strax í grunn- skóla, með því að leggja áherslu á kalkríka fæðu og kynna önnur fyrirbyggjandi ráð. Því fyrr sem forvarn- arstarfið hefst, því meiri og betri árangur ætti að nást - okkur og þjóðfélaginu til góðs. Formaður Samtaka urn beinvernd er undirrituð, Geirþrúður Charlesdóttir, ísafirði. Hún hvetur sem flesta, bæði konur og karla, að koma til móts við þessi nýstofnuðu samtök og leggja þessu máli lið. Hér á Isafirði er gott mannlíf, menningin blómstrar, - og með góðu heilbrigði njótum við enn betra mann- lífs. c€jebfm'iáiw c&uvdesdáltvi/ formaður Samtaka um beinvernd VEISLUELDHÚSIÐ cAógarði Félagsheimili FEB í Reykjavík Borðbúnaðarleiga og veisluþjónusta Fjórir glæsilegir salir fyrir 30-420 gesti Kjörið fyrir fundi ’ veislur • ráðstefnur 100-130 fm dansgólf Sérhæfum okkur í skreyttu brauði • pinna- og kaffihlaðborðum og mat til fyrirtækja Upplýsingar og pantanir Fax: 568 7217 Sími: 568 5660 Hafðu samband fyrir árshátíðina • afmælið • jólahlaðborðið • þorrablótið Félagsmenn í FEB fá 10% afslátt VEISLUELDHÚSIÐ • ÁLFHEIMUM 74 • GLÆSIBÆ 11

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.