Listin að lifa - 01.12.1998, Side 15
AFMÆLISÞING ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS
Hönnun húsnæðis
fu/iM/ aldtacía/
Fyririesararnir Thomas L. Harrington, Ella B. Bjarnason, Richard Ó. Briem,
Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson.
Öldrunarfrœðafélag íslands stóð
fyrir afmœlisþingi 23. október sl.
í tilefni af 25 óra starfi. Thomas
L. Hamngton, sólfrœðingur og
gestaprófessor við tœknihóskóla í
Hollandi, flutti inngangserindi,
sem hann nefndi „Samspil skynj-
unar og hreyfifœrni, og hönnun-
ar og viðhalds öruggs húsnœðis
fyrir aldraða."
Harrington ræddi um hvernig öldrun-
artengdar breytingar á skynjun og
hreyfifærni auka líkur á slysum, eink-
um ef hönnun á húsnæði er óheppileg,
t.d. vond lýsing, slæm gólfefni o.fl. í
umfjöllun um baðherbergi kom hann
með spaugilega lýsingu á því, hve
auðvelt væri að fá þrjú höfuðsár í
þremur sturtuferðum, ef t.d. sápuskál
væri illa staðsett. Aminningin þörf,
enda margir sem njóta heimaþjónustu,
sem fá aðstoð við böðun.
Hann ræddi einnig um mikilvægi
þess að þróa líkön/hermitæki til að
skilgreina staðla/viðmiðanir í mati á
öryggisþáttum. Með plastfilmu lét
hann ráðstefnugesti setja sig í spor
þeirra sem er að förlast sjón, og sýndi
hve miklu skipti að letur á merkingum
og viðvörunum væri skýrt og litaskil
skörp - að tveir skærir litir gerðu ekki
sama gagn og svart og hvítt.
ÍSLENSKIR FYRIRLESARAR OG
FAGMENN HVER Á SÍNU
SVIÐI FLUTTU LÍKA ERINDI
Anne Grethe Hansen, iðjuþjálfi á
Reykjalundi, ræddi um að taka þyrfti
tillit til þess í hönnun húsnæðis, að
aldraðir gætu haldið sjálfstæði sínu og
sjálfsvirðingu. Skýrari markmið og
leiðbeiningar þyrftu að vera í lögum
og reglugerðum, til dæmis að aðstaða
í eldhúsi og baði yrði að miðast við
fólk sem þarf að nota göngugrind eða
hjólastól.
Ella B. Bjarnason, sjúkraþjálfari
hjá Sjúkraþjálfun Vesturbæjar, ræddi
um samspil í hönnun húsnæðis og um-
hverfis. Sérhannað húsnæði þyrfti að
vera í nánd við skjólgott umhverfi,
útivistarsvæði og þjónustu. Mikilvægt
sé að umhverfi laði til útiveru og
hreyfingar, sem stuðli að betra heilsu-
fari. Víða mætti auka skjól, koma fyrir
bekkjum, setja snjóbræðslukerfi í
göngustíga o.fl.
Guðmundur Gunnarsson, verkfræð-
ingur og formaður Samtaka aldraðra,
kom inn á þróun í húsnæðismálum og
breytingar á lögum og reglugerðum.
Hann rakti sögu íbúðabygginga
Samtaka aldraðra, hvernig nútíma-
kröfur hefðu kallað á stærri íbúðir og
breytt áherslum í hönnun og hús-
stjórnun.
Richard 0. Briem, arkitekt hjá
Vinnustofu arkitekta ehf., talaði um
betri skilgreiningu á milli almennra í-
búða aldraðra og þjónustuíbúða, um
sérþarfir aldraðra þegar þörf á aðstoð
til að sinna viðhaldi eykst og vöndun
vinnubragða. Einhæft framboð bæri
að forðast, en auka fjölbreytni hús-
bygginga og íbúðagerða.
I erindi sínu „þarfir og öryggi aldr-
aðra í sjálfseignaríbúðum“ sagði Sig-
ríður Jónsdóttir, yfirmaður rannsókn-
ar- og þróunarsviðs hjá Félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar, frá niður-
stöðum könnunar meðal íbúa í húsum
sem byggð voru af Samtökum aldr-
aðra og Félagi eldri borgara í Reykja-
vík.
Arsæll Jónsson öldrunarlæknir og
Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunar-
fræðingur voru kosin heiðursfélagar á
afmælisárinu.
Steimuuv X ‘^ánsdáttir/
formaður Öldrunaifrœðafélags íslands
15