Listin að lifa - 01.12.1998, Page 17

Listin að lifa - 01.12.1998, Page 17
Frétt ...mo Þegar þetta blað ber fyrír augu lesenda, verður nýafstaðinn op- inn félagsfundur með fjármála- ráðherra í Ásgarði. Greint verður frá niðurstöðum fundarins í nœsta blaði. Bingó... nýjimg í félagsstarfinu Fyrsta bingó félagsins var haldið 12. nóvember sl. í Ás- garði. Ákveðið hefur verið að bingó verði fastur liður á fimmtudagskvöldum og hefj- istkl. 19.45. Góðir vinningar verða í boði, ef aðsókn verður góð. Félagið væntir þess að fé- lagsmenn og aðrir mæti, og njóti góðrar skemmtunar um leið og þeir styrkja félagið. cÁr&Mtíðm í cÁ&garði Árshátíð félagsins var haldin laugar- daginn 14. nóvember sl. og tókst með ágætum. Borgarstjóri, frú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var aðalræðumaður kvöldsins. Ræða hennar féll í góðan jarðveg hjá félagsfólki sem skemmti sér hið besta. Borgarstjórahjónin sýndu eldri borgurum Reykjavíkur þann heiður að sitja til borðs með þeim og njóta kvöldverðar og skemmtiatriða. Bergþór Pálsson llutti nokkur lög með undirleikara sínum, Þorsteini Gauta, og þeir félagar stóðu vel fyrir sínu eins og við var að búast. Danspör úr dansklúbbnum „Laufið“ sýndu suðurameríska dansa. Gaman var að sjá þetta áhugafólk í danslist- inni sem allt er komið yfir miðjan ald- ur, en hefur dansað saman í áratugi. Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, 24 kórfélagar sungu nokkur lög við góðar undirtektir. Að síðustu tók Ómar Ragnarsson nokkrar rispur og bakföll sem honum er einum lagið. Nú hafz verið send útjólakort til félagsmanna og velunnara þess. Kortin eru líka til sölu d skrifstofu FEB. Allur dgóði afjólakortasölunni rennur í félagssjóð til að standa fyrir áframhaldandi hagsmunabaráttu eldri borgara. Stöndum saman og styrkjum félagið okkar til baráttu. 17

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.