Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 20
JÓLAHUGVEKJA:
skilja þetta. Þegar dóttir mín
var lítil, sagði ég einu sinni við
hana: „Ekki núna. Seinna.“ Þá
beið hún örlitla stund og sagði
síðan: „Er það núna?“
Mér kemur þetta í hug, þegar
ég hugsa um barnið, sem
spurði mömmu sína: „Eru jólin
ekki að koma?“ Eðlileg spurn-
ing á margan hátt, en þetta var
í seinni hluta október, tveir
mánuðir enn til jóla, en jóla-
auglýsingar famar að birtast í
fjölmiðlum. Raunar er það svo,
að frá miðjum október og fram
í miðjan janúar, sem er um
fjórðungur ársins, erum við
sett í tengingu við jólin. Til
hvers? Er það okkar vegna eða
barna okkar? Er það vegna
þess, að við höfum þörf fyrir
að hugsa svo mikið um jólin?
Eða er það hagkvæmt fyrir
verslun og viðskipti að hafa
þetta svona?
Boðskapur jólanna er í raun
mjög einfaldur og til þess fall-
inn að færa okkur innri ró og
frið. Frelsarinn fæðist og heim-
urinn hlustar á söng englanna á
Betlehemsvöllum. Fæðing barns
er alltaf kraftaverk, en einmitt
þetta barn, Jesús Kristur, er Guð
sjálfur, og kýs að dvelja hjá okk-
ur. Er rúm hjá mér og þér?
„Eru jólin ekki að fara að
„Eru jólin ekki að fara að
koma?“
Þolinmæði hefur um langan aW-
ur verið talin til dyggða á ís-
landi, og er talin yfirvinna allar
þrautir. Óþolinmæði þykir þá
löstur og merki um takmarkaða
sjálfsstjórn. En þegar við erum
börn, þá eigum við erfitt með að
koma?“ Vinur minn einn hefur
gaman af því að segja, að hann
hafi hlakkað til jólanna þegar
hann var bam, og aftur þegar
börnin hans voru lítil, og enn aft-
ur núna þegar hann er orðinn afi.
Hann segir líka, að það sé hollt
að bíða, því að góðir hlutir gerist
hægt.
Stundum er samt erfítt að
bíða. Það er erfitt að bíða með
tannverk á tannlæknastofunni.
Þegar maður er tímabundinn, þá
er erfitt að bíða eftir strætó. Það
er erfitt að bíða eftir elskunni
sinni. Og það er erfitt að vera
barn og bíða eftir því að verða
fullorðinn. Og hvað er svona eft-
irsóknarvert við það, að verða
fullorðinn snemma? En börnin
horfa á hina fullorðnu og telja að
svo sé.
Kannski þurfum við að leyfa
Frelsaranum, sem fæddist í Bet-
lehem, að snerta bamið í okkur
sjálfum og þá fær tilhlökkunin,
undirbúningurinn, aðventan, aðra
merkingu og dýpri. Trúin þarf
tíma. Friðurinn þarf tíma. Jólin
þurfa líka sinn tíma. Og undirbún-
ingurinn fyrir hátíðina þarf líka
sinn tíma. Okkur til blessunar.
^íeÁile^/ jól!
sma.' c?í taql Síiúla&an-
Silfurlínan
588 2120
Eldri borgarar, það er ýmislegt sem jafnaldrar
ykkar vilja aðstoða ykkur með t.d. pípulagnir,
múrverk, sjónvarpsviðgerðir, rafmagnsviðgerðir,
smíðar og snjómokstur svo eitthvað sé nefnt.
Hafið samband við „línuna" og leitið upplýsinga
eða bara til að spjalla.
Sigþrúður
20