Listin að lifa - 01.12.1998, Page 22

Listin að lifa - 01.12.1998, Page 22
BÚMENN ftiassta/ s&i/ u&lt Nýja húsnœðisfélagið Bú- menn hélt stofnfund 11. október sl. þar sem tœplega 300 manns mœttu, en 4-500 manns komu á framhalds- stofnfund 8. nóvember sl. - Hvað kaupir fólk sér í þessu nýja húsnæðisfélagi, Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri? „í stað þess að kaupa íbúð, kaupir fólk eignarhlut til að tryggja sér búseturétt. Síðan greiðir fólk mánaðarlega allan kostnað af íbúðinni, m.a. er lagt í viðhaldssjóð. Útborgun er aldrei lægri en 10%, en gæti farið upp í 30-50% af íbúðarverði. Með svona kaupum fær fólk vaxta- bætur á móti vöxtum af láni.“ - Hvað með endursölu? „Falli annað hjóna frá gengur búseturéttur til eftirlifandi maka. Annars er rétturinn seldur öðrum félagsmönnum og greiðist út sem arfur. Seljist búseturéttur ekki, ber félaginu skylda til að kaupa hann. Nú eru Búmenn að skoða heildstæða afkomutryggingu fyrir félaga sína. I afkomutryggingu gæti falist að tryggja sig fyrir fjárhagsskuldbindingum svo sem vegna húsnæðis, heilsutjóns, at- vinnumissis og fleiru sem gæti komið óvænt upp á. Eins væri hægt að tryggja sér hjúkrunar- aðstöðu. Ami Sigfússon hélt fróðlegt erindi um þetta á síðasta fundi.“ Reynir segir búseturéttarformið algengt á Norðurlöndum og víðar, og vinsælt meðal eldra fólks sem tryggir sér þannig öryggi. „Búmenn eru landsfélag og víða úti á landi hefur vaknað áhugi, m.a. á Hvanneyri, Laugar- ási og Laugarvatni, og í Hvera- gerði, Eyjafirði og Skagafirði. Lormaður húsnæðisfélagsins Bú- manna er Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. Varaformaður er Stein- unn Finnbogadóttir.“ Sjálfboðaliðar óskast Langar þig að... ... gefa af tíma þínum? ... hitta nýtt fólk? ... taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi? Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands óskar eftir sjálfboðaliðum • Kvennadeild, starf í sölubúðum og bókasöfnum spítala • Heimsóknaþjónusta til aldraðra • Stuðningsömmur og afar • Starf með unglingum í vanda • Stuðningur við aðstandendur geðsjúkra Nánari upplýsingar eru veittar í sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar, Hverfisgötu 105, Reykjavík, sími 551 8800, virka daga milli kl. 9.00 og 17.00 Vertu frjáls ferða þinna Njóttu lífsins með vandaðri göngugrind. Kynntu þér málið oghafðu samband við okkur. Persónuleg sérfræðiráðgjöf I STOÐ Alhliba stobtækjasmíbi Trönuhraun 8 ■ Hafnarfirbi • Sími 565 2885 22

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.