Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 33

Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 33
Um morguninn hélt litli strákurinn minn örugglega að hann væri að ganga í svefni. Stóð lengi fyrir framan borðið og nuddaði augun. - Mamma, ertu þarna einhvers staðar? - Eru jólin bara komin? sagði hann alveg undrandi. - Eigum við allar þessar kökur? Má ég fá eina? Eins margar og þú vilt, Ingi minn. Það var líka svo fallegt, þegar ná- grannavinur hans kom í heimsókn í náttfötum og stígvélum, og starði orð- laus á alla dýrðina. - Ég ætla aðeins að skreppa heim, sagði hann og hljóp eins hratt og hann gat til að segja mömmu sinni tíðindin. - Að það væri engu líkara en jólin væru komin hjá Inga. - Að þau ætluðu að borða kökur allan desember. Litla jólahnetuborðið breytti svo miklu. Ég kveikti á kertunum hvern einasta dag. Börn eru oft svo þreytt að bíða eftir jólunum. Jólahnetuborðið með smákökunum var gleðigjafi fyrir fjölskylduna, og bjó hana undir jóla- hátíðina. Aðventan er tími til að halda utan um hvort annað. Munum eftir öllu eldra fólkinu, sem situr eitt heima, á meðan öll þjónustufyrirtæki eru opin langt fram á kvöld. Maður gerir ekki betra en að útbúa eitthvað t.d. kökur, heimagerða kæfu, síldarrétti, jóla- skraut og færa þeim sem eru einmana. Miklu meira virði en sígilda jólakort- ið: Gleðileg jól, þakka liðið, Siggi og fjölskylda... milli vina eða ættingja sem hafa kannski ekki hist í sjö ár. Jólakortin eru góður siður, ef eitt- hvað er lagt í þau. Gaman er t.d. að fá fréttayfirlit ársins í jólakorti. skemmti- lega jólavísu „Komdu nú að kveðast á“ eða eitthvað í þeim dúr. Við hjónin opnum aldrei jólakortin fyrr en á að- fangadagskvöld. Þegar börnin eru búin að opna jólapakkana og friður kominn á, þá er svo gaman að lesa jólakortin við skin af kertaljósi. Jólaboðin mega líka breytast. Þau mega ekki vera svo erfið, að húsmæð- umar stynji undan þeim. Af hverju bjóðum við ekki heim á aðventunni, höfum hana langa og skemmtilega, í stað þess að fá hnút í magann af kvíða? Boðskapur jólanna er fögnuður og gleði, sem of mikið annríki má ekki skyggja a. Við eigum að nota jólamán- uðinn í eitthvað skemmti- legt. Nú eru víða aðventu- tónleikar. Jólin mín byrja ekki fyrr en ég er búin að fara á jólatónleika, sitja í rólegheitum yfir jólahlaðborði, jólaglöggi og piparkökum - og auðvitað er fjölskyldan með mér. Notum alla góða jólasiði, sem lífga upp á jólahaldið. Skerum laufabrauð með fjölskyldunni. Eldum skötu á Þorláksmessu. Setjum skó allra í fjölskyldunni út í glugga á jólanótt. Hver veit nema jólasveinninn komi þar fyrir e i n h v e r j u m glaðningi. í Færeyjum er siður að hengja jólasokkinn á rúmið á jóla- nótt. Þegar ég var stelpa fengu sumir, sem voru ó- þekkir í des- ember, kartöflu í skóinn. Það var áminning til okkar, - að vera nú þæg fyrir næstu jól. Jólin eru tími tilfinning- anna, tími trega hjá öllum sem hafa misst, tími saknaðar eftir þeim sem maður getur ekki haft hjá sér. Sá siður skapaðist hjá okkur hjónunum. að við fórum alltaf með krakkana út í kirkjugarð um sex- leytið á aðfangadag. Svo sterkt mótað- ist þetta, að dóttir mín sem er komin með fjölskyldu, fór um síðustu jól og hlustaði á kirkjuklukkurnar hringja inn hátíðina - hjá leiði ömmu sinnar. Jólasiðir, sem gefa ró og frið, eru í anda jólanna. Jólahnetuborðið gefur og hátíðarblæ. Aðventutónleikar undirbúa hugann fyrir hátíðina. Sameiginleg stund yfir jólahlað- borði færir fjölskylduna saman. Af hverju ekki að breyta - og losa okkur undan kapphlaupinu? Fjölskyldan er miklu meira virði en stífbónuð góllf, nýmálaðir veggir eða yfirfullir kökukassar. Njótum stundanna með fjölskyldunni okkar á jólunum. <ú,Swm. Marentza er lærð smurbrauðsjómfrú, en hef- ur starfað lengst af sem veitingastjóri. Hún byrjaði með vinsælu jólahlaðborðin á Hótel Borg, en vinnur nú á Hótel Loftleiðum. Hún hefur verið með námskeið um jólahald. 33

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.