Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 36

Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 36
ásúmím/ smð/ ógn heilsunnar? Margir þekkja sögu spákvist- anna þegar menn leituðu vatns í jörð með pílviðargreinum. Og trú- lega hafa einhverjir lesið um það í dagblöðunum fyrir um tveimur árum, þegar maður fann með tveimur stálprjónum stað fyrir borholu austur á Böðmóðsstöðum í Laugardal og upp kom yfir 100 gráðu heitt vatn. Sá sem á prjón- unum hélt heitir Þorsteinn Guð- laugsson, og notar þá líka til að finna strauma frá rafmagni, jarð- árum, gerfihnattadiskum, Ijós- leiðurum, GSM-símum og móður- stöðvum þeirra. Að hans sögn eru þessi ósýnilegu svið hinir mestu heilsuspillar. í eftirfarandi viðtali segist Þorsteini svo frá. Upphaf þess að ég fór að kynna mér áhrif rafsegulsviðs var sú að okkur hjónunum leið ekki vel í húsinu okkar, og fengum því Brynjólf Snorrason frá Akureyri til að kanna hvort orsökin væri ef til vill af völdum rafsegul- sviðs. Brynjólfur var þá orðinn þekkt- ur fyrir rannsóknir sínar á rafsegul- sviði. I framhaldi af þessu fór ég sjálf- ur að skoða þessi mál, og fólk fór að leita til mín í vandræðum sínum. Ég komst að því, að margir áttu við svip- aðan vanda að etja. Þegar ég byrjaði fyrir 12 árum voru það aðallega jarð- árur og rafsegulsvið sem við var að fást. En nú er viðfangsefnið orðið stærra og flóknara með tilkomu GSM- síma, gervihnattadiska og ljósleiðara. Fjöldi fólks kvartar undan mikilli vanlíðan, bæði líkamlegri og andlegri, sem beint má rekja til þessara um- hverfisþátta. Um getur verið að ræða svefntruflanir, minnisleysi, svitaköst, pirring í fótum, vöðvaverki, höfuð- verk, verki frá stoðkerfi, síþreytu og margt tleira. Ég er ekki sammála Geislavörnum ríkisins sem gefa út vottorð um að sendistöðvar GSM-símakerfisins sendi enga geisla frá sér. Ég held að vandinn sé sá, að þeir eigi ekki nógu nákvæma mæla til að nema þessar bylgjur. Er- lendis er verið að rannsaka þessi GSM-síma mengunarmál og dómsmál hefur unnist í Bandaríkjunum vegna krabbameins aftan við eyra manns, sem rakið var til notkunnar á GSM- síma. Einnig er talið, að krabbamein sem lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa fengið á lærin, megi rekja til um- ferðarhraðamæla sem hengdir eru við belti og hanga niður á læri. Eftir mínum mælingun kemur mik- ið svið frá sendistöðvum GSM-síma- kerfisins, einnig frá gervihnattadisk- um. Kvartanir fjölda fólks um ýmsa krankleika sem batna þegar búið er að hefta þessi svið er sönnun þess. Dæmi eru um að fólk hefur fengið síendur- tekin hjartaköst af völdum sviðs frá þessum sendum. Þó að læknar hafi rannsakað einstaklingana í bak og fyr- ir hefur ekkert fundist að þeim. Vana- lega hætta hjartaköstin þegar viðkom- andi er kominn út úr húsinu. Það er mjög alvarlegt mál að dæmi séu um að slíkum sendistöðvum sé komið fyr- ir á þaki íbúðablokka og nái þannig að spilla heilsu fjölda fólks, einnig þeirra sem búa í næsta nágrenni og sendingarnar ná til. HEFUR ÁHRIF Á ALLT LÍFRÍKIÐ Hvort sem fólk kýs að kalla þetta strauma, bylgjur eða svið þá er það ör- uggt að með einum eða öðrum hætti hefur þetta áhrif á allt lífríkið. Ég hef margar sannanir fyrir því og get nefnt mörg dæmi þar um. Fyrir utan að hafa lagað gróðurskilyrði í mínum eigin matjurtagarði, get ég nefnt garð hjá garðyrkjubónda austur í Mýrdal. Hann varð fyrir búsifjum vegna þess hve illa spratt í hluta garðsins. Hann var búinn að láta rannsaka jarðsýni bæði innan- lands og utan, en ekkert fannst at- hugavert. Þegar ég hafði mælt garðinn komst ég að því að þarna var jarðáru um að kenna. Eftir að ég gerði viðhlít- andi ráðstafanir grær alls staðar jafn- vel í garðinum. Vestur í Húnavatnssýslu var bóndi svo slæmur af gigt, að hann komst varla fram úr rúminu á morgnana. Yfir veturinn var hann með líflömbin í fjárhúsi heima á hlaði. Þegar hann leitaði eftir aðstoð, hafði það gerst mörg undanfarin ár á hverjum vetri að fætur fjögurra til átta lamba lömuðust. Eftir að ég var búinn að finna út að þetta var af völdum jarðáru og sviðs frá mastri sem á voru sjónvarpssendar, gat ég ráðið bót á þessu. Heilsa bónd- ans batnaði og ekkert larnb hefur lam- ast þau tvö ár sem liðin eru síðan. Síendurtekin júgurbólga er algeng í fjósum þar sem þessi svið ná að trufla. Éftir að fjósin hafa verið löguð hefur frumutala mjólkurinnar orðið eðlileg aftur. A einum bænum horfði til mik- illa vandræða vegna þess að kýrnar beiddu ekki og var bóndinn í þann mund að bregða búi vegna þessa. En eftir að komist var fyrir ástæðuna sem var rafsegulsviðsmengun í fjósinu komst allt í lag. Skemmtilegt atvik kom fyrir á sveitabæ þar sem ég hafði lagað íbúð- arhús og var svo fenginn til að koma nokkrum mánuðum seinna til að at- huga fjósið. Húsfreyjan var barnshaf- andi og segir þegar ég kem: „Ég veit ekki nema að ég rukki þig um barns- meðlag." Að sjálfsögðu vildi ég vita af hverju. Segir hún mér þá að þau 36

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.