Listin að lifa - 01.12.1998, Síða 41
„Byrði sögunnar", nunnurnar tvær með bjargið á
herðum sér.
og hlaupinu á Skeiðarársandi, - og „eldunum" í Lakagíg-
um, sem fluttu fram stærsta hraun á sögulegum tíma, og
breyttu jafnvel gangi mannkynssögunnar.
Staðarmaðurinn Jón Helgason er sagnabrunnur og seg-
ir frá, - þegar sandurinn lá í loftinu eins og svartur vegg-
ur svo dögum skipti, og sandfannir lögðust upp að bæjun-
um eins og snjóskaflar og færðu hvem bæinn á fætur öðr-
um í kaf, - þegar konur í Meðallandi tóku á móti skip-
brotsmönnum og yljuðu þeim vel, - þegar kirkjan á
Klaustri, gjöf frá kónginum 1859, var að fara á kaf í
sandinn, en var flutt að Prestsbakka.
Margar sögur eru til um hamfarir í Skaftáreldum
1783- 84, enda talað um atburði fyrir og eftir „eld“.
Áhrif eldanna náðu víða um Evrópu, og jafnvel talið að
þann uppskerubrest sem leiddi til frönsku byltingarinnar
megi rekja til Skaftárelda. Mikið góðæri hafði ríkt í hér-
aðinu árin fyrir gos, svo að prestar töldu ósköpin hegn-
ingu himinvalda vegna óhófslifnaðar.
Sögurnar á að segja í réttu umhverfi af sögumanni sem
gjörþekkir staðhætti. Þannig öðlast þær líf. Víst er að
Kirkjubæjarklaustur birtist í nýju ljósi eftir leiðsögn um
staðinn.
Kátir vordagar á Klaustri hefjast á Valentínusardag,
sunnudaginn 14. feb. 1999. Síðan alla sunnudaga fram að
páskum.
í boði er dvöl frá sunnudegi til föstudags, eða 5 nætur.
Stefnt er að ijölbreyttri dagskrá, og boðið upp á spum-
ingakeppni í hverri viku með veglegum verðlaunum.
„Listamaður vikunnar“ sér um dagskrána, hver á sínu
sviði. Eina vikuna verða t.d. þekktir leikarar, aðra hljóð-
færaleikarar, þriðju vikuna les rithöfundur úr verkum sín-
um. Nöfn þeirra verða kynnt síðar.
ViiIibráðarhlaöborð við dillandi dægurtónlist.
Farið verður í göngu- og kynnisferðir um sögufræga
staði í nágrenninu og staðið fyrir kvöldvökum á hótelinu
eða í félagsheimilinu. Þar gætu kórar eldri borgara haldið
tónleika og leikfélög sett upp leikþætti.
Einnig gæti þar verið lokahóf fyrir fjölmennari hópa.
• %
•m
ðjum íslensk§
skógrækt,
aupum íslensk
jólatré
V ' Æ
.1*
jtPr
■
M jTj- **i L
SKQGRÆKT
RÍKISINS
41