Listin að lifa - 01.12.2003, Qupperneq 37

Listin að lifa - 01.12.2003, Qupperneq 37
Jóhanna missti manninn sinn í sjóinn þegar hún var 46 ára. Síðan hefur hún unnið mikið í félagsmálum fyrir Slysavarnarfélagið, kvenfélagið og eldri borgara. lið einstœðingum og ekkjum sem eru hjálparþuifi... hlynna að kirkjulífi... stuðla að því að guðþjónustur verði sem áhrifamestar og hátíðlegastar. „Svo þegar ég hætti að vinna tók við formennska í deild eldri borgara í Grindavík. Ég lendi alltaf í félagsmálastússi, veit ekki af hverju.“ Guðmundur Kristjánsson, sem er í stjórn með henni, segist vel vita af hverju. „Hún er svo skipulögð í sínum störfum." Jóhanna er ein af sjómannsekkjunum í Grindavík. Missti manninn sinn í sjóinn 1976, þegar hún var aðeins 46 ára. Yngsta barnið var þá 5 ára. „Þeir áttu eftir tíu mínútna stím, þegar báturinn hvarf. Enginn veit hvað kom fyrir.“ Jóhanna segir útilokað að lýsa þeirri þjáningu að missa maka sinn svo snögglega, en því miður sé það hlutskipti margra. Jó- hanna flutti hingað frá Reykjavík 1958 og segist hafa verið komin að því að flytja aftur eftir að hún missti manninn. „En hér átti ég trausta og góða vini og taldi mig þekkja staðhætti nokkuð vel. Hér þekkti ég bara gott fólk, enda fékk ég strax vinnu. Síðustu átján árin á vinnumarkaðnum vann ég á Bóka- safni Grindavíkur og var alltaf með skúringar sern auka- vinnu. Öðruvísi gekk það ekki upp að sjá ein um heimili og börn.“ Jóhanna byrjar á að sýna mér kirkjuna. í safnaðarheimil- inu er heimilisblær yfir morgunkaffinu. Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir situr þar með safnaðarfólkinu sínu. Séra Jóna tók við fyrsta prestakalli sínu í Grindavík 1991. í nóv- ember sama ár fórst báturinn Eldhamar og með honum 5 menn. Þá þurfti hún að hugga ungar ekkjur á svipuðum aldri og hún sjálf. Grindvíkingar gleyma aldrei hve vel hún tók á í þeim miklu eldskírn. „Mikil reynsla,” segir hún sjálf. „Búið að vera dýrt þetta Hófsnes og taka marga.“ Séra Jóna gengur með okkur um kirkjuna sem er stórt og fallegt hús, vígt 1982, en þá voru 73 ár frá vígslu gömlu kirkjunnar sem var orðin of lítil. Margt fallegra muna er í kirkjunni, eins og mósaik-altar- istaflan, unnin eftir gömlu altaristöflunni sem hangir í safn- aðarheimilinu. Utskorni stóllinn efdr Ríkharð Jónsson er mikil prýði við nýja altarið - og þegar gamla kirkjan gegndi hlutverki barnaheimilis, bað séra Jóna um kirkju- ljósin sem lýstu Grindvíkingum í 73 ár. Gamla ljósakrónan hangir nú til hliðar við altarið. Gamli og nýi tíminn lléttast saman í rústum af verbúð- um í Þórkötlulandi - í fylgd með Guðmundi sem er inn- fæddur Grindvíkingur. Atakanlegt er að aka meðfram grjót- görðum á ströndinni, sjá myndir af bátum sem rak hér upp í stórstraumsfjöruna og fórust, oftast með allri áhöfn. Einum bátsverja var bjargað af Eldhamri, fimm fórust, en ekki tókst að koma línu um borð vegna brotsjóa. Á öðrum stað gefur að líta mynd af bátnum Grindvíkingi sem rak upp í svokallaðan Bás. Þar fórust 5 manns. „Þá missti ég báða bræður mína,“ segir Guðmundur. „Eftir það fann ég mig ekki sama mann, varð alltaf svo órólegur á landstíminu. Þetta endaði með því að ég hætti á sjó.“ 1 Þórkötlustaðalandi var áður útræði. Þar stendur enn húsaþyrping, en sæbýlahverfi risu oft upp við verstöðvar. Sjósóknin var aðalatvinnan, en flestir voru með heimilisbú- skap: kindur, hænsni, kýr og hesta. Grindavíkurhreppur taldist ekki búsældarleg sveit miðað við hefðbundinn bú- skajr, en sveitin átti sína gullkistu. I Grindavíkursjó eru auðug fiskimið sem vertíðarmenn víða af landinu sóttu í. Svo auðug voru þessi mið, að í miklurn flóðum þegar sjór gekk á land, fylltust tún stund- Guðmundur Kristjánsson fór með mig aftur í gamla tímann, þar sem hann stundaði útræði áður. Sjá má leifar af bryggj- unni. 37

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.