Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 16
Dansari með ævintýraþrá Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í næstu viku fjögur dans- verk eftir jafnmarga höfunda og kallast sýningin Blæði. Frum- sýningin er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík sem hófst fyrr í þessari viku. Einn dansara dans- flokksins, Þyri Huld, segir verkefnið gríðarlega líkamlega krefjandi og skemmtilegt. Á síðasta ári fór hún í sex mánaða reisu um Suður-Ameríku þar sem hún kleif fjöll, skoðaði saltekrur, dansaði salsa og var bitinn af hundi. Örið er eitt próf- skírteinanna í skóla lífsins. Þ yri Huld Árnadóttir út-skrifaðist sem dansari frá Listaháskólanum fyrir fjór- um árum og hefur verið að dansa meira eða minna síðan. Þessi 27 ára gamli dansari er þó mikið fyrir að prófa nýja hluti og hefur gaman af ævintýrum. „Verkið sem við erum að setja upp er eitt stórt verk sem kallast Blæði og samanstendur af fjórum litlum verkum. Les Medusées sem er tríó, dúett sem heitir Sin sem ég er að dansa í, Evocation sem er kraft- mikill hópkafli fyrir alla dansarana. Þetta eru allt verk eftir Damien Ja- let og Sidi Larbi Cherkaoui sem eru búin að ferðast um allan heim og gera stórfenglega hluti. Svo er það Black Marrow sem er eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien. Þetta er búið að vera þriggja mánaða ferli, sem er svona það lengsta sem mað- ur vinnur að einu svona verki,“ segir Þyri. „Oft hefur maður mun minni tíma svo það er mjög gott að fá þenn- an tíma.“ 6 mánuðir í Suður-Ameríku Þyri tók sér pásu frá Íslenska dans- flokknum fyrir einu og hálfu ári og vann sjálfstætt þangað til hún fór til Suður-Ameríku í byrjun síðasta sumars og dvaldi þar í hálft ár. „Það er rosalega gott að geta tekið sér pásu og séð heiminn,“ segir Þyri. „Þá kann maður að meta það sem maður hefur miklu betur. Kær- astinn minn ákvað ásamt vinum sínum fyrir fjórum árum að þeir ætluðu á HM í Brasilíu sem haldið var á síðasta ári. Við ákváðum að við yrðum að gera eitthvað meira úr þessu fyrst maður er kominn á staðinn,“ segir Þyri. „Svo við plön- uðum sex mánaða ferð um álfuna og það var alveg geðveikt,“ segir hún. „Ég er þannig týpa að ég þarf alltaf að vera með allt planað fram í tímann og alltaf að gera eitthvað, og þarna þurfti ég bara að sleppa tökunum sem var hollt. Það var svolítið erfitt en það vandist. Það skiptir máli að láta ævintýrin ger- ast og taka bara einn dag í einu,“ segir hún. „Maður þarf ekki að stjórna öllu.“ Bitinn af hundi í Argentínu Þyri fór með kærasta sínum um alla álfuna á rútum og hún upplifði ótrú- legustu hluti og segir lönd álfunnar mjög skemmtileg og spennandi. „Við byrjuðum á HM í Brasilíu sem var geggjað. Þaðan fórum við til Argentínu og þar lenti ég í því að vera bitin af hundi,“ segir hún og brosir. „Ég ætlaði út að hlaupa og sá fjall sem allir voru að labba upp og hljóp af stað. Þarna er mikið af útigangshundum og einn mætti mér í fjallinu og byrjaði að gelta. Mér hafði verið sagt að horfa bara beint áfram og hlaupa eða labba þegar maður lendir í svoleiðis að- stæðum, en svo þurfti ég að snúa við því ég var á vitlausri leið,“ segir hún. „Hundinum brá svo mikið að hann stökk á mig og hékk á löppinni á mér. Sem betur var strákur fyrir framan mig sem hjálpaði mér og ég fór á spítala og fékk myndarlegt ör,“ segir hún og hlær. „Á spítalanum var þetta ekkert mál og greinilega algengt en nokkru seinna fórum við til Bólivíu en þá var sárið orðið frek- ar skrýtið. Þá fór ég á spítala þar sem var mjög frumstæður, en þeir voru nú bara vanir þessu líka, svo þetta fór allt vel,“ segir Þyri. „Þetta var allt mjög lærdómsríkt, og ég er á lífi í dag.“ Dansari með lóð Dansarar passa gríðarlega upp á lík- amann sem er þeirra atvinnutæki. Þyri brá á það ráð að fara í lyftingar, sem áður fyrr voru á bannlista allra sem iðka dans. Hún segir samt lyft- ingarnar hjálpa sér gríðarlega mikið. „Ég fór í einkaþjálfun og þjálfarinn minn var að kenna kraftlyftingar svo ég prófaði það,“ segir Þyri. „Allt í einu var ég farin að lyfta 90 kg í hnébeygjum og mér finnst það mjög skemmtilegt og krefjandi að vinna með svona þyngdir,“ segir hún. „Ég var alltaf með þá mynd af kraftlyft- ingafólki að það væri bara einhverjir jötnar, en þetta er mjög góð alhliða hreyfing fyrir líkamann,“ segir Þyri. „Út frá þessu fór ég að koma fram með Stebba, sem var í GusGus, en kallar sig Gluteus Maxímus. Hann hefur verið að koma fram með lyft- ingafólk á sviðinu, svo ég datt inn í það og mitt hlutverk var að vera lóð fyrir lyftingamennina,“ segir hún og hlær. „Það var mjög skemmtilegt að vera lóð. Þegar ég var lítil í ball- ettinum þá mátti maður varla gera armbeygjur, en þetta hefur breyst. Sérstaklega í nútímadansinum þá þarf maður að vera með mikinn styrk og vald yfir líkamanum.“ Næfurþunnt loft í Bólivíu Kærasti Þyríar er mikill ofurhugi og á ferðalagi þeirra um Suður- Ameríku fékk hann hana með sér í að klífa fjall í Bólivíu. Þetta segir hún vera erfiðustu lífsreynslu sem hún hefur upplifað. „Þetta er fjall í Bólivíu sem heitir Huayna Potosi og er 6088 metra hátt,“ segir Þyri. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert. Við fengum mikinn búnað og ísaxir og allskonar dót. Ég var með í maganum allan tímann í þessu þunna lofti. Við erum ágæt- lega á okkur komin líkamlega og náðum upp á topp en á tímabili hélt ég að þetta væri búið. Ég gat ekki beðið eftir að komast á kló- settið og varð veik í heila viku af þessu. Fékk bullandi hita og var með óráði og líkaminn fékk nóg,“ segir hún og hlær. „Við vorum samt búin að vera í Bólivíu í þrjár vikur áður en við fórum á fjallið og búin að venjast þunna loftinu að vissu marki, en þetta var ótrúlega erfitt en gaman. Bólivía er samt stórfengleg, þar eru engir stórmarkaðir, engar fata- búðir og allir klæðast eins,“ segir Þyri. „Ótrúlegur kraftur í fólki. Það eina sem var vestrænt var það að eigendur MOMA í Danmörku eru búnir að opna veitingastað í La Pas þar sem þeir eru að gera háklassa mat úr bólivísku hráefni sem var alveg magnað. Það var allt saman mjög flott en um leið fann maður að allir þeir sem unnu þarna fannst þetta jafn spennandi og okkur. Því þau eru ekki vön þessu. Það var síðan mjög gott að koma heim eftir hálft ár á svona flandri,“ segir Þyri. Þyri mun í sumar, ásamt Reykja- vik Dance Production og GusGus, setja upp dansverk í Hörpu sem þau frumsýndu á listahátíð fyrir nokkrum árum og fóru meðal annars með til Rússlands og Dan- merkur í kjölfarið. „Þetta er blanda af tónleikum og danssýningu og er gríðarlega skemmtilegt. Eftir það ætla ég í sumarfrí og ætla að vera heima og fara í útilegur og svoleið- is. Ég er með samning við dans- flokkinn fram í desember og líkar vel. Þetta er frábær vinnustaður og er eins og ein stór fjölskylda,“ segir Þyri Huld dansari. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Það var gott að sleppa tökunum í Suður-Ameríku,“ segir Þyri Huld. Ljósmynd/Hari Hundinum brá svo mikið að hann stökk á mig og hékk á löppinni á mér. Made by Lavor Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GOTT Á PALLINN Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 27.990 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 4.390 Mako penslasett 590 Bio Kleen pallahreinsir 895 5 lítrar kr. 3.295 Landora tréolía 2.690 16 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.