Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 35

Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 35
hygli. María veitti hana og það sást á því hvernig hún horfði á ungu kon- una og strauk henni að sú nýkomna var með barni, þótt ekki sæist það á henni. Marta vissi það auðvitað líka, en sá ekki ástæðu til að gera veður út af því. Lasagna af öðrum heimi Á eftir pungunum kom pasta. Á stóru fati var annars vegar os- talasagne með Brocciu og eilitlum tómat og hins vegar cannelloni fyllt með Brocciu og eilitlu spínati. Cannelloníið var gott með stífri og kornóttri fyllingu; ferskt, einfalt og blátt áfram. Lasagnað var hins veg- ar af öðrum heimi, það var svo gott. Mild ostatómatsósan var ljúf eins og morgunskíman, bæði bragð og áferð. Bíddu, af hverju hef ég ekki smakkað þetta fyrr? – skaust niður í kollinn á okkur. Hvernig er hægt að fela svona einfaldan hlut fyrir manni? Pasta, ostur, tómatur – það er eins og maður hafi ekki rekist á það áður. En þarna var það komið í eitthvert harmoní sem gerði þetta allt snjallt og nýuppfundið. Kannski var það Broccio-ostur- inn. Þetta er ostur gerður af mys- unni sem rennur af þegar ostur er gerður úr sauðamjólk, með eilitlu af viðbættri mjólk til styrkingar. Þetta er því annarar kynslóðar ostur, ef svo má segja – líkt og ricotta; endurvinnsla, nýtni og virðing fyrir hráefni. Ég kann ekki að segja frá bragðmuninum á þessum tveimur ostum. Ég hugsa að munurinn liggi ekki síður í ferskleikanum. Broccio sem gerður var í morgun er örugg- lega líkari ferskum ricotta en viku- gömlum Broccio. Og öfugt. Ætli galdurinn við lasagnað hafi ekki legið í því hvað osturinn var nýr og ferskur? Og bragðmunurinn á ostasósunni og fyllingunni í can- nelloníinu falist í að svo að fyllingin héldi sér sé betra að nota nokkurra daga gamlan ost, sem hefur fengið að þéttast og við það misst brodd úr bragðinu og fengið í það meiri botn? Hádegisverður verður verkefni Þegar hér var komið sögu var mál- tíðin fullkomnuð. Þetta var snjall og léttur hádegisverður; þurrkaðir vöðvar, ostabollur með ansjósum og pasta með tómat og osti. Það hefði kannski mátt bæta við smá salati til að fylla upp í fæðupíramídann. En konurnar voru ekki hættar. Næst kom hægeldað kálfakjöt í tómatsósu, það sama og Sóley hafði fengið forskot á. Þeir gestir sem töldu sig þurfa gátu fengið kúskús með, en við létum okkur nægja að borða kjötið með sósunni. Þetta var mildur kjötpottur laus við alla stæla; seigari bitar kálfsins látnir malla nógu lengi til að verða verða meyrir og við nógu vægan hita til að þorna ekki. Sósan var þétt og bragð- mikil en samt nógu mild til að gefa kjötinu eftir nægt pláss. Hún bar með sér keim af rósmarín, blóð- bergi, marjoram og öðrum jurtum sem vaxa villtar eins og illgresi á Korsíku. Þessi réttur breytti eðli máltíðar- innar. Þetta var ekki lengur léttur hádegisverður, ljúft hlé í deginum, heldur gerði málsverðurinn nú tilkall til að verða meginverkefni þessa dags. Það stefndi fremur í kyrrðarstund í skógarrjóðri á eftir en göngu á fjall. Á eftir kálfinum kom Broccio aftur. Nú stóð hann einn á diski með förin eftir grindina sem hann hafði legið í svo mysan gæti lekið af honum. Sykurkar og kastaníuhne- tulíkjör fylgdu. Við notum ekki áfengi svo við létum okkur nægja að sykra ostinn. Frábær eftirréttur; ferskur, súr og frískandi. Eins og hljómur úr þríhorni. Eins og með forréttina komu eft- irréttirnir í pörum; á eftir ostinum var boðið upp á flan með karamellu. Þetta var fallegur, mildur og ljúfur búðingur; eins og móðurbrjóst. Á eftir flaninu var rétt svo pláss fyrir einn kaffibolla, lítinn. Mikið brenndar baunir eins og Ítalir vilja hafa þær. Merkilegt hvað Ítalir búa til miklu betra kaffi en Frakkar. Korsíku hefur auðnast að taka það besta frá hvoru landi; brauðið frá Frökkum en kaffið frá Ítölum – svo dæmi sé tekið. Viðskiptahugmynd fyrir þrjá ættliði Biaggini Costa Jacqueline, eða Chez Jacqueline upp á frönsku, er eitthvað um þrjátíu ára gamall veit- ingastaður. Svo til frá opnun hefur þetta verið matseðilinn. Þurrkaða kjötið breytist aðeins eftir árstíð- um, en annars er ekkert á seðlinum sem tekur breytingum. Það væri þá helst gróðurinn sem kindin át áður en hún var mjólkuð og osturinn búinn til. Það var til dæmis ekkert ferskt grænmeti á borðum. Þessi matseðill var það sem þess- ar konur gerðu best. Og þær eru nógu skynsamar til að halda sér við það sem þær gera best. Búið galdur sinn aftur og aftur. Þegar við komum var veitingahúsið hálffullt af fólki úr nágrenninu, fólki sem augljóslega hafði oft komið áður og vissi hvað var í matinn. Fyrir því er það líklega álíka upplifun að heimsækja Jacqueline og að borða hjá uppáhaldsfrænku. Kunnuglegt bragð vekur fólki minningar. Og minningar eru mikilvægt efni í alla góða matargerðarlist eins og Mar- cel Proust benti á í frægi lýsingu sinni af madeleinekökunni. Hinn helmingur gestanna var svo fólk sem hafði frétt af þessu veitingahúsi og gert sér sérstaka ferð frá ströndinni upp í fjöllin, svipað og þegar fólk keyrir austur fyrir fjall til að fá sér humar á Stokkseyri. Það fékk að ferðast með konunum í gegnum þá rétti og það bragð sem ætt þeirra hafði fullkomnað. Það má segja að ferð þeirra hafi verið líkari ferð á sögu- loftið í Landnámssetrinu að hlýða á Einar Kárason segja sögur af Íslendingum. Saga kvennanna var af tengslum þeirra við ítalska menningu, ást þeirra á Brocciu og korsískum skógum og margt annað sem ég ætla ekki að tíunda frekar. Það sem ég gekk út með frá konunum var hugsun ferðalangs sem tengir saman hvaðan hann kom og hvar hann er: Hvers vegna gerir ekki einhver svona á Íslandi? Setur saman fallega, langa en ljúfa og tilkomumikla máltíð og heldur sér svo við hana, fágar til og full- komnar? Og það er þess vegna sem ég er að skrifa þessa endursögn. Þetta er viðskiptahugmynd fyrir þrjár kynslóðir kvenna af ætt með ríka matarást og hlýju. Og bæði Mörtu og Maríu. Hvorki Marta né María gætu gert þetta einar. Það þarf bæði til eljuna og passasemina og hlýjuna og blíðleikann til að búa til góða máltíð. Við vorum svo viss um þetta að við spurðum ekki einu sinni hvor væri Jacqueline. HA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði Hlökkum til að sjá þig Í HÁSKÓLABÆNUM AKUREYRI Háskóli er ekki aðeins hús, ekki aðeins upplýsingar og fræðsla. Háskóli er samfélag. unak.isHA býður einnig upp á allt nám í fjarnámi að undanskilinni lögfræði Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfunarfræði Heilbrigðisvísindi MS/Diplóma Heilbrigðisvísindasvið Hug- og félagsvísindasvið Viðskipta- og raunvísindasvið Líftækni Sjávarútvegsfræði Diplómanám í náttúru- og auðlindafræðum Viðskiptafræði Auðlindafræði MS Viðskiptafræði MS Félagsvísindi Fjölmiðlafræði Kennarafræði (leik- og grunnskólastig) Diplómanám í leikskólafræðum Lögfræði Nútímafræði Sálfræði Félagsvísindi MA Lögfræði ML Menntunarfræði MEd Menntavísindi MA Fjölmiðla- og boðskiptafræði MA/Diplóma Heimskautaréttur LLM/MA/Diplóma matartíminn 35 Helgin 15.-17. maí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.