Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 46
Helgin 15.-17. maí 201546 tíska Fyrir töff týpur sem hjóla Fyrsta tískusýningin sinnar tegundar á Íslandi – sýning á klassískum reiðhjólafatnaði – fer fram á Kex hostel í næstu viku. Þar verður sýndur fatnaður frá Reiðhjólaverzluninni Berlin, Farmers Market, Leví s Store og Kormáki & Skildi, auk virðulegra borgarhjóla. Eigandi Reiðhjólaverzlunarinn- ar Berlin segir ástæðulaust að hjóla 5 kílómetra í vinnuna klæddur eins og maður sé að taka þátt í Tour-de-France. V ið stofnuðum Reiðhjóla-verzlunina Berlin fyrir þremur árum og höfum síðan reynt að kenna fólki að það þarf ekki að vera í spandex til að hjóla innanbæjar,“ segir Alexander Schepsky, eigandi Reiðhjólaverzl- unarinnar Berlin. Hann stendur fyrir tískusýningunni „Reykjavík Bike Fashion Show“ á Kex hostel í næstu viku í samstarfi við Farmers Market, Levi´s Store og Kormák & Skjöld. „Við höfum verið að ræða það síðustu ár að halda tískusýn- ingu til að sýna fólki hvað það er mikið af flottum fötum sem henta vel í styttri ferðir innanbæjar. Það er algjör óþarfi að klæða sig eins og maður sé að fara að taka þátt í Tour-de-France þegar ætlunin er bara að hjóla 5-6 kílómetra í vinn- una. Hjólin sem við seljum í Reið- hjólaverzluninni Berlin eru borgar- hjól og fólk hjólar ekki jafn hratt á þeim og á keppnishjólunum. Þess vegna svitnar fólk líka síður og ástæðulaust annað en að vera bara flottur í tauinu,“ segir Alexander. Á tískusýningunni verða sýnd borgarhjól og fatnaður sem er sér- hannaður til hjólreiða frá Reið- hjólaverzluninni Berlin, sérstök reiðhjólalína frá Levi´s Store og svo fallegur fatnaður frá Farmers Mar- ket og Kormáki & Skildi sem hentar einstaklega vel til hjólreiða. Reiðhjólaverzlunin Berlin er ný- flutt af Snorrabrautinni þar sem hún var frá stofnun og á Geirsgötu við gömlu höfnina þar sem mikil upp- bygging hefur átt sér stað að und- anförnu. Eigendur verslunarinnar hafa undanfarin ár staðið fyrir svo- nefndu Tweed Ride að breskri fyrir- mynd þar sem hjólreiðafólk hefur komið saman og hjólað um borgina á virðulegum borgarhjólum í klass- ískum fatnaði og dröktum í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. Tískusýningin er því enn ein viðbót- in við kynningu á því hvernig hægt er að hjóla innanbæjar í fallegum fatnaði sem hentar jafnt í vinnuna eða á kaffihúsið og víst er að hægt verður að finna fatnað á tískusýn- ingunni sem er tilvalinn í næsta Tweed Ride sem fer fram laugar- daginn 30. maí. „Auðvitað skiptir máli að vera sýnilegur en það er hægt á fleiri vegu en að vera í neon- gulu vesti. Okkur langar einnig að vekja áhuga hjá íslenskum hönnuð- um til að hanna fatnað sem hentar vel til hjólreiða,“ segir Alexander. Tískusýningin fer fram á Kex mið- vikudaginn 20. maí, klukkan 20.30. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Levi´s Store er með sérstaka fatalínu – Commuter – sem er sniðin að þörfum hjólreiðafólks. Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar býður upp á virðulegan fatnað fyrir virðulega karlmenn. Hjá Farmers Market er hægt að finna fallegar flíkur fyrir bæði kyn sem henta jafn vel til hjólreiða og á kaffihúsið. Í Reiðhjólaverzluninni Berlin fást borgarhjól, hjólahjálmar auk fatnaðar sem er sér- hannaður fyrir hjólreiðafólk. S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 Nýr sumarliturÚrval af vönduðum herraskóm Úr leðri, margar gerðir, margir litir. Til dæmis þessir. Stærðir frá 41 - 47 Verð: 15.485.- og 17.885.- Teg DECO - stærðir 30-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.980,- buxur á kr. 4.650,- Póstsendum hvert á land sem er GALLABUXUR STÆRÐIR 4254 VERÐ: 11.990 KR Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga k l. 11–18 Opið laugardaga kl. 11-16 Sumartoppar Verð 8.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46 Verð 6.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Við bjóðum gott verð alla daga Kjóll kr 6900 Tökum upp nýjar vörur daglega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.