Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 15.-17. maí 2015  Útivist Íris Marelsdóttir skrifaði bók uM gönguleiðir að fjallabaki Í ris Marelsdóttir heillaðist af Fjallabaki þegar hún var barn að aldri og fór um Fjallabak á gömlum Willys jeppa með foreldr- um og systkinum. „Ég fékk að gista í gamla torfhlaðna sæluhúsinu við Landmannahelli (önnur hús voru ekki til staðar) og svaf vært þrátt fyrir umtalaðan draugagang. Gekk skriðurnar Suður-Námum til Land- mannalauga þar sem ekki var kom- inn bílvegur og Jökulgilskvíslin var aðeins á færi stórra fjallatrukka. Á námsárunum var sumartími not- aður við tjaldstæðavörslu í Þórs- mörk og síðar var sumartíminn notaður til landvörslu á Syðra-Fjalla- baki. Svo lærði ég sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og gönguhópur sjúkraþjálfunardeildar Reykjalund- ar hefur verið á göngu síðustu 15 árin. Hópurinn hefur gengið þær leiðir sem sagt er frá í bókinni,“ segir hún. F j a l l a b a k e r skemmtilegt nafn yfir svæðið sem ligg- ur norðan Suðurjökl- anna og eru mörk þessa svæðis ógreini- leg. Þórsmörk er ekki talin til þessa svæðis en gönguleiðin vin- sæla til Þórsmerkur frá Landmannalaug- um liggur í gegnum þetta svæði. Hekla er útvörður svæðis- ins í vestri og virkj- anasvæði Þjórsár í norðri. Í austri er stundum miðað við Eldgjá og Mýrdalsjökull er út- vörður í suðri. Svæðið allt er fjöl- breytt en um leið erfitt yfirferðar á margan hátt. Brött fjöll, jöklar, vatnsföll og hamrabelti. Torfajök- ulsaskjan, megineldstöð, liggur í hjarta þessa svæðis og ekið er inn í Torfajökulsöskju þegar komið er yfir Frostastaðaháls og beygt til Landmannalauga. Í bókinni Gönguleiðir að Fjalla- baki er lýst 12 helgarferðum um þetta svæði. Leiðirnar byrja á einum stað, enda á öðrum, því er gert ráð fyrir að bifreið fylgi göngumönnum og náttstaður er í skálum ferðaþjón- ustuaðila. Upplagt fyrir hópa. Fyrri dagleiðin er lengri eða um 17-25 km en seinni dagleið er frá 8-12 km. Hægt er að tengja leiðirnar saman og úr verður nokkurra daga ferð eða nota leiðarlýsingar til dagsferða. Gönguleiðin um Syðra-Fjallabak, gamla þjóðleiðin sem farin hefur verið frá landnámi, leiðir mann að fortíðinni og sögu genginna kyn- slóða. Gengið er af stað frá gamla kofanum í Króki á bökkum Markar- fljótsins sem er nokkuð tært á þess- um slóðum þar sem jökulvatnið er ekki komið í það. Afar þægilegur skáli er á Hungurfit og þar er til- valið að gista. Færanleg göngubrú er sett á Markarfljótið og þarf að kanna hvort brúin sé komin áður en lagt er af stað. Þarna eru flúðir og gaman að skoða farveginn. Síðan er gengið eftir gamalli reiðleið nið- ur með Markarfljóti, vaðið yfir Tor- fakvísl á grunnu vaði og þá er Torfa- hlaup fram undan, þröngt gljúfur í farvegi Markarfljótsins. Gengið er upp með glúfrinu, stefnan sett á Stóru-Súlu og farið um Klámbrekkur í Bratthálskrók og Stígsver. Í Stígsveri er komið að Kaldaklofskvísl og henni er fylgt áleiðis í Hvanngil og að Hvanngilskróki. Áfram er ánni fylgt og leiðin vefur sig utan um Hvanngils- krók. Hér er komið inn á stikaða leið og fyrr en varir blasir við Mælifellssandur, Tangarfoss í Bláfjalla- kvísl og fossinn Fald- ur í Kaldaklofskvísl. Hér er tilvalið að setjast niður og njóta útsýnisins. Á fram heldur gangan eftir stikaðri leið og fyrr en varir er komið í skála Ferðafélags Íslands í Hvann- gili, búinn öllum þægindum. Næsta dag er haldið áfram eftir þessari gömlu þjóðleið og leiðin liggur inn Hvanngilið eftir stikaðri leið. Gengið er undir hlíðum Ófæru- höfða og eftir tveggja kílómetra göngu er komið að Gamla-bóli, sem er lítið steinhlaðið hús frá 18. öld. Gatan er greinileg áfram til austurs og er þessi dagleið hluti af Strúts- stíg, leið sem Ferðafélagið Útivist hefur gengið í mörg ár og heldur við góðum skálum fyrir göngu- fólk. Farið er upp úr Hvanngili fyrir sunnan Röðul og farið um gil á milli Einstigsfjalls og Sléttafjalls. Í Ein- stigsfjalli má finna gott kennileiti en þar er hleðsla hlaðin af smala- mönnum á síðustu öld. Ferðalok eru við Slysaöldu eftir grunnt vað á Kaldaklofskvísl. Þar er best að bif- reið bíði göngumanna. Þegar þetta er skrifað er bílaslóðin að Slysaöldu ómerkt og ráð að leita frekari upp- lýsinga hjá landvörðum. Töfraheimur að Fjallabaki Fréttatíminn heldur áfram að hita upp fyrir útivistarsumarið. Hér fáum við að glugga í nýútkomna bók Írisar Marelsdóttur um gönguleiðir að Fjallabaki. Ævaforn þjóðleið KróKur – KlámbreKKur – Hvanngil – KaldaKlof – SlySaalda Besti göngutími: Júlí, ágúst, septem- ber. Athugið að göngubrúin á Markar- fljóti við Krók er tekin af á haustin og sett aftur á þegar farið hefur verið með fé á fjall. Athugið hvort brúin hefur verið sett niður áður en lagt er af stað í gönguna. Upphaf og leiðarendi: Gangan hefst á hlaðinu við gamla skálann í Króki en þangað liggur seinfarin jeppaslóð frá skálanum í Hungurfit. Þessi vegur gengur undir nafninu Þverárbotna- leið og liggur á milli fjallvegarins F210 um Syðra-Fjallabak og fjallvegarins F261 upp Emstrurnar og inn á leiðina um Syðra-Fjallabak. Leiðarendi er við Slysaöldu en þangað er ómerktur og stundum ógreinilegur vegslóði frá fjallvegi F210 yfir Syðra-Fjallabak. Vegalengd: Fyrri dagur 14,0 km, seinni dagur 7,7 km, samtals 21,7 km. Heildarhækkun: 450 m. Gististaðir: Skáli ferðaþjónustuaðila í Hungurfit á Þverárbotnaleið og skáli Ferðafélags Íslands í Hvanngili á Syðra-Fjallabaki. Markverðir staðir: Farvegur Markar- fljótsins og göngubrú yfir vatnsfallið, Torfahlaup, Klámbrekkur, steinboginn í farvegi Kaldaklofskvíslar, Tangar- foss í Bláfjallakvísl, fossinn Faldur í Kaldaklofskvísl, steinboginn í Hvann- gili, Hvanngils hnausar, Gamla ból í Hvanngili, Slysaalda. Vöð á leiðinni: Torfakvísl, Brattháls- kvísl, upptök Kaldaklofskvíslar. Hvergi þarf að vaða dýpra en í hné. Kort af svæðinu: Sérkort Landmanna- laugar – Þórsmörk 1:100 000 (2014), Mál og menning. Staðfræðikort 1912 IV 1:50 000 (1990), DMA/Landmæl- ingar Íslands. Frekari gagnaöflun: Árbók Ferða- félags Íslands 1976 (Fjallabaksleið syðri), Hrakningar og heiðavegir III. Bindi 1953. Göngur og réttir, fyrsta bindi 1983. Páll Ásgeir Ásgeirsson (2010), Hálendishandbókin – ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands. Íris Marelsdóttir hefur skrifað bók um gönguleiðir að Fjallabaki. Hér skoðum við eina gönguleið úr bókinni. Nýherji / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri netverslun.is FRÁBÆRT VERÐ Á HÁGÆÐA SJÓNVÖRPUM LITIR SEM LIFNA VIÐ Örþunnt og flott háskerpu sjónvarp með 1920 x 1080 punkta upplausn. Frábær myndgæði, Snjallsjónvarp með innbyggðu Wi-Fi. Verð aðeins: 159.990 kr. 5 ÁRA ÁBYRGÐ 48″ W7 3D gæði á frábæru verði. Full háskerpa með 1920 x 1080 punkta upplausn. Snjallsjónvarp með innbyggðu Wi-Fi. Tilboð: 236.591 kr. Verð áður: 269.990 kr. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Ótrúlega nett háskerpu sjónvarp á frábæru verði. 1920 x 1080 punkta upplausn og innbyggt Wi-Fi. Tilboð: 99.990 kr. Verð áður: 114.990 kr. Lítið og nett háskerpu sjónvarp á hagstæðu verði. Innbyggt Wi-Fi. Verð aðeins: 79.990 kr. 55″ 3D 5 ÁRA ÁBYRGÐ 40″ R5 5 ÁRA ÁBYRGÐ 32″ R5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.