Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 44

Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 44
44 heilsa Helgin 15.-17. maí 2015  Útivist Íris Marelsdóttir skrifaði bók uM gönguleiðir að fjallabaki Í ris Marelsdóttir heillaðist af Fjallabaki þegar hún var barn að aldri og fór um Fjallabak á gömlum Willys jeppa með foreldr- um og systkinum. „Ég fékk að gista í gamla torfhlaðna sæluhúsinu við Landmannahelli (önnur hús voru ekki til staðar) og svaf vært þrátt fyrir umtalaðan draugagang. Gekk skriðurnar Suður-Námum til Land- mannalauga þar sem ekki var kom- inn bílvegur og Jökulgilskvíslin var aðeins á færi stórra fjallatrukka. Á námsárunum var sumartími not- aður við tjaldstæðavörslu í Þórs- mörk og síðar var sumartíminn notaður til landvörslu á Syðra-Fjalla- baki. Svo lærði ég sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og gönguhópur sjúkraþjálfunardeildar Reykjalund- ar hefur verið á göngu síðustu 15 árin. Hópurinn hefur gengið þær leiðir sem sagt er frá í bókinni,“ segir hún. F j a l l a b a k e r skemmtilegt nafn yfir svæðið sem ligg- ur norðan Suðurjökl- anna og eru mörk þessa svæðis ógreini- leg. Þórsmörk er ekki talin til þessa svæðis en gönguleiðin vin- sæla til Þórsmerkur frá Landmannalaug- um liggur í gegnum þetta svæði. Hekla er útvörður svæðis- ins í vestri og virkj- anasvæði Þjórsár í norðri. Í austri er stundum miðað við Eldgjá og Mýrdalsjökull er út- vörður í suðri. Svæðið allt er fjöl- breytt en um leið erfitt yfirferðar á margan hátt. Brött fjöll, jöklar, vatnsföll og hamrabelti. Torfajök- ulsaskjan, megineldstöð, liggur í hjarta þessa svæðis og ekið er inn í Torfajökulsöskju þegar komið er yfir Frostastaðaháls og beygt til Landmannalauga. Í bókinni Gönguleiðir að Fjalla- baki er lýst 12 helgarferðum um þetta svæði. Leiðirnar byrja á einum stað, enda á öðrum, því er gert ráð fyrir að bifreið fylgi göngumönnum og náttstaður er í skálum ferðaþjón- ustuaðila. Upplagt fyrir hópa. Fyrri dagleiðin er lengri eða um 17-25 km en seinni dagleið er frá 8-12 km. Hægt er að tengja leiðirnar saman og úr verður nokkurra daga ferð eða nota leiðarlýsingar til dagsferða. Gönguleiðin um Syðra-Fjallabak, gamla þjóðleiðin sem farin hefur verið frá landnámi, leiðir mann að fortíðinni og sögu genginna kyn- slóða. Gengið er af stað frá gamla kofanum í Króki á bökkum Markar- fljótsins sem er nokkuð tært á þess- um slóðum þar sem jökulvatnið er ekki komið í það. Afar þægilegur skáli er á Hungurfit og þar er til- valið að gista. Færanleg göngubrú er sett á Markarfljótið og þarf að kanna hvort brúin sé komin áður en lagt er af stað. Þarna eru flúðir og gaman að skoða farveginn. Síðan er gengið eftir gamalli reiðleið nið- ur með Markarfljóti, vaðið yfir Tor- fakvísl á grunnu vaði og þá er Torfa- hlaup fram undan, þröngt gljúfur í farvegi Markarfljótsins. Gengið er upp með glúfrinu, stefnan sett á Stóru-Súlu og farið um Klámbrekkur í Bratthálskrók og Stígsver. Í Stígsveri er komið að Kaldaklofskvísl og henni er fylgt áleiðis í Hvanngil og að Hvanngilskróki. Áfram er ánni fylgt og leiðin vefur sig utan um Hvanngils- krók. Hér er komið inn á stikaða leið og fyrr en varir blasir við Mælifellssandur, Tangarfoss í Bláfjalla- kvísl og fossinn Fald- ur í Kaldaklofskvísl. Hér er tilvalið að setjast niður og njóta útsýnisins. Á fram heldur gangan eftir stikaðri leið og fyrr en varir er komið í skála Ferðafélags Íslands í Hvann- gili, búinn öllum þægindum. Næsta dag er haldið áfram eftir þessari gömlu þjóðleið og leiðin liggur inn Hvanngilið eftir stikaðri leið. Gengið er undir hlíðum Ófæru- höfða og eftir tveggja kílómetra göngu er komið að Gamla-bóli, sem er lítið steinhlaðið hús frá 18. öld. Gatan er greinileg áfram til austurs og er þessi dagleið hluti af Strúts- stíg, leið sem Ferðafélagið Útivist hefur gengið í mörg ár og heldur við góðum skálum fyrir göngu- fólk. Farið er upp úr Hvanngili fyrir sunnan Röðul og farið um gil á milli Einstigsfjalls og Sléttafjalls. Í Ein- stigsfjalli má finna gott kennileiti en þar er hleðsla hlaðin af smala- mönnum á síðustu öld. Ferðalok eru við Slysaöldu eftir grunnt vað á Kaldaklofskvísl. Þar er best að bif- reið bíði göngumanna. Þegar þetta er skrifað er bílaslóðin að Slysaöldu ómerkt og ráð að leita frekari upp- lýsinga hjá landvörðum. Töfraheimur að Fjallabaki Fréttatíminn heldur áfram að hita upp fyrir útivistarsumarið. Hér fáum við að glugga í nýútkomna bók Írisar Marelsdóttur um gönguleiðir að Fjallabaki. Ævaforn þjóðleið KróKur – KlámbreKKur – Hvanngil – KaldaKlof – SlySaalda Besti göngutími: Júlí, ágúst, septem- ber. Athugið að göngubrúin á Markar- fljóti við Krók er tekin af á haustin og sett aftur á þegar farið hefur verið með fé á fjall. Athugið hvort brúin hefur verið sett niður áður en lagt er af stað í gönguna. Upphaf og leiðarendi: Gangan hefst á hlaðinu við gamla skálann í Króki en þangað liggur seinfarin jeppaslóð frá skálanum í Hungurfit. Þessi vegur gengur undir nafninu Þverárbotna- leið og liggur á milli fjallvegarins F210 um Syðra-Fjallabak og fjallvegarins F261 upp Emstrurnar og inn á leiðina um Syðra-Fjallabak. Leiðarendi er við Slysaöldu en þangað er ómerktur og stundum ógreinilegur vegslóði frá fjallvegi F210 yfir Syðra-Fjallabak. Vegalengd: Fyrri dagur 14,0 km, seinni dagur 7,7 km, samtals 21,7 km. Heildarhækkun: 450 m. Gististaðir: Skáli ferðaþjónustuaðila í Hungurfit á Þverárbotnaleið og skáli Ferðafélags Íslands í Hvanngili á Syðra-Fjallabaki. Markverðir staðir: Farvegur Markar- fljótsins og göngubrú yfir vatnsfallið, Torfahlaup, Klámbrekkur, steinboginn í farvegi Kaldaklofskvíslar, Tangar- foss í Bláfjallakvísl, fossinn Faldur í Kaldaklofskvísl, steinboginn í Hvann- gili, Hvanngils hnausar, Gamla ból í Hvanngili, Slysaalda. Vöð á leiðinni: Torfakvísl, Brattháls- kvísl, upptök Kaldaklofskvíslar. Hvergi þarf að vaða dýpra en í hné. Kort af svæðinu: Sérkort Landmanna- laugar – Þórsmörk 1:100 000 (2014), Mál og menning. Staðfræðikort 1912 IV 1:50 000 (1990), DMA/Landmæl- ingar Íslands. Frekari gagnaöflun: Árbók Ferða- félags Íslands 1976 (Fjallabaksleið syðri), Hrakningar og heiðavegir III. Bindi 1953. Göngur og réttir, fyrsta bindi 1983. Páll Ásgeir Ásgeirsson (2010), Hálendishandbókin – ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands. Íris Marelsdóttir hefur skrifað bók um gönguleiðir að Fjallabaki. Hér skoðum við eina gönguleið úr bókinni. Nýherji / Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri netverslun.is FRÁBÆRT VERÐ Á HÁGÆÐA SJÓNVÖRPUM LITIR SEM LIFNA VIÐ Örþunnt og flott háskerpu sjónvarp með 1920 x 1080 punkta upplausn. Frábær myndgæði, Snjallsjónvarp með innbyggðu Wi-Fi. Verð aðeins: 159.990 kr. 5 ÁRA ÁBYRGÐ 48″ W7 3D gæði á frábæru verði. Full háskerpa með 1920 x 1080 punkta upplausn. Snjallsjónvarp með innbyggðu Wi-Fi. Tilboð: 236.591 kr. Verð áður: 269.990 kr. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Ótrúlega nett háskerpu sjónvarp á frábæru verði. 1920 x 1080 punkta upplausn og innbyggt Wi-Fi. Tilboð: 99.990 kr. Verð áður: 114.990 kr. Lítið og nett háskerpu sjónvarp á hagstæðu verði. Innbyggt Wi-Fi. Verð aðeins: 79.990 kr. 55″ 3D 5 ÁRA ÁBYRGÐ 40″ R5 5 ÁRA ÁBYRGÐ 32″ R5

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.