Fréttatíminn - 15.05.2015, Side 58
Hulda Hákon hefur opnað sýningu í
Tveimur hröfnum við Baldursgötu. Ljós-
mynd/Hari
Myndlist Björg, sólskin, hetjur, hiMinn, haf og fuglar
Hulda Hákon sýnir í Tveimur hröfnum
Listakonan Hulda Hákon hefur opnað
sýningu í Tveir hröfnum, listhúsi að
Baldursgötu 12. Sýningin ber yfir-
skriftina Björg, sólskin, hetjur, him-
inn, haf og fuglar. Hulda sýnir lág-
myndir, skúlptúra, málverk og texta
á sýningunni.
Hulda Hákon er meðal kunnustu
myndlistarmanna þjóðarinnar. Hún
hefur sinnt listsköpun sinni síðustu
þrjátíu ár og lágmyndir hennar er
víða að finna, bæði í einkaeigu víða
um heim og á opinberum söfnum.
„Frá upphafi ferils síns hefur
Hulda Hákon fjallað um hvunndags-
hetjuna. Í verkum hennar koma fyrir
litlir sigrar, óhöpp eða bara forvitni-
leg atvik, og myndir og textar sem
vísa til þess að hið smáa getur verið
allt eins dramatískt og eftirtektarvert
og hið stóra,“ segir í tilkynningu um
opnunina sem var í gær, fimmtudag.
Sýningin verður opin til 20. júní
og er listhúsið opið fimmtudaga og
föstudaga frá klukkan 12-17 en frá
klukkan 13-16 um helgar.
s axófónleikarinn Jóel Pálsson hefur verið meðlimur í Stór-sveit Reykjavíkur um árabil
og hefur einnig gefið út fimm hljóm-
plötur í eigin nafni. Hann segir hug-
myndina að þessum tónleikum hafa
kviknað fyrir um ári. „Hugmyndin
kom upp í fyrra eftir 30 ára afmælis-
tónleika FTT þar sem Stórsveitin
flutti lag eftir mig í útsetningu Kjart-
ans Valdemarssonar,“ segir Jóel.
„Okkur fannst takast svo vel til
að Kjartan er nú búinn að útsetja 11
lög og þau verða flutt á þessum tón-
leikum á sunnudaginn,“ segir hann.
„Svo ætlum við að taka þetta upp og
gefa vonandi út seinna á árinu.“
Jóel segir lagavalið vera eitthvað
af öllum plötunum ásamt nýju efni.
„Þetta stækkar auðvitað lögin, sök-
um stærðar bandsins,“ segir Jóel.
„Það er virkilega gaman að heyra
þetta, og enn skemmtilegra að
vera bara óbreyttur saxófónleikari
í sveitinni að spila sín eigin verk,“
segir hann. „Þetta er ágætis leið að
sleppa tökunum aðeins. Vera ekki
alltaf með eitthvað kontról.“ Jóel
segist taka skorpur í lagasmíðun-
um og er alltaf með plötu í vinnslu.
„Þetta kemur í skorpum og aldrei að
vita að maður gefi út plötu á næst-
unni. Annars er ég að vinna að plötu
með djasshljómsveitinni Annes og
þar verður eitthvað eftir mig ásamt
annarra meðlima þeirrar sveitar,“
segir Jóel.
Á tónleikunum á sunnudag mun
Kjartan Valdemarsson stíga úr sín-
um vanalega stól sem píanóleikari
sveitarinnar og stjórna sínum eigin
útsetningum. „Eyþór Gunnarsson
mun taka sæti hans við flygilinn
og svo verður Davíð Þór Jónsson
einnig með okkur á Hammond
orgel. Svo verðum við líka með
tvo trommara til þess að stækka
þetta enn frekar,“ segir Jóel Páls-
son saxófónleikari.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
tónleikar stórsveit reykjavíkur í hörpu á sunnudag
Stórsveit Reykjavíkur heldur lokatónleika starfsársins í Silfur-
bergi, Hörpu, á sunnudaginn klukkan 16. Frumfluttar verða
glænýjar stórsveitarútsetningar Kjartans Valdemarssonar á
verkum Jóels Pálssonar. Báðir hafa þeir Jóel og Kjartan verið
meðlimir sveitarinnar um árabil, en að þessu sinni mun Kjartan
stíga upp af píanóstólnum og stjórna hljómsveitinni. Jóel segir
það mjög hressandi að spila sín eigin lög í öðrum útsetningum.
Jóel Pálsson mun spila sín eigin lög með Stórsveit Reykjavíkur á sunnudag. Ljósmynd/Ari Magg
Kjartan útsetur Jóel
leikhusid.is
FJALLA-EYVINDUR OG HALLA – HHHH – SV, MBL
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Fjalla - Eyvindur og Halla (Stóra sviðið)
Fös 29/5 kl. 19:30 Lokas.
Allra síðasta sýning.
Svartar fjaðrir (Stóra sviðið)
Fös 15/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/5 kl. 19:30 5.sýn
Mið 20/5 kl. 19:30 3.sýn Sun 31/5 kl. 19:30 6.sýn
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Lau 6/6 kl. 14:00 Lau 6/6 kl. 17:00
Áhugasýning ársins. María Ólafsdóttir leikur Ronju í Þjóðleikhúsinu.
Fetta bretta (Kúlan)
Sun 17/5 kl. 14:00 Sun 17/5 kl. 15:00
Falleg sýning fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 3 ára.
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 17/5 kl. 20:00
Sápuópera um hundadagakonung
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 15/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00
Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00
Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00
Fim 21/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00
Fös 22/5 kl. 19:00 Fim 4/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00
Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl
13
Fös 5/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00
Mið 27/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 17/5 kl. 13:00
Síðustu sýningar leikársins
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 16/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Beint í æð (Stóra sviðið)
Lau 16/5 kl. 20:00
Síðasta sýning!
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Sun 17/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00
Fim 21/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Hystory (Litla sviðið)
Fös 15/5 kl. 20:00 Mið 20/5 kl. 20:00 auka. Sun 31/5 kl. 20:00 auka.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið)
Þri 19/5 kl. 20:00 Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar
Billy Elliot – HHHHH , S.J. Fbl.
58 menning Helgin 15.-17. maí 2015
Fimmtudagur 14.maí kl.20
Jazztónleikar - norræn lög
Kristjana Stefánsdóttir söngkona,
Kjartan Valdimarsson píanóleikari
og Matti Kallio harmonikkuleikari
Aðgangseyrir 2500,
afsláttur fyrir námsmenn.
Veitingastofurnar opnar frá kl.18.
Borðapantanir í síma 511-1904.
Sunnudagur 17.maí kl.16
Sungið saman: Sigríður Ása
Sigurðardóttir og Gautur Gunnlaugsson
stýra söngstund fyrir almenning
í klukkustund. Textar á tjaldi.
Aðgangseyrir 1000
Veitingahúsið opið til kl.18
Miðasala á midi.is