Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 46

Fréttatíminn - 15.05.2015, Page 46
Helgin 15.-17. maí 201546 tíska Fyrir töff týpur sem hjóla Fyrsta tískusýningin sinnar tegundar á Íslandi – sýning á klassískum reiðhjólafatnaði – fer fram á Kex hostel í næstu viku. Þar verður sýndur fatnaður frá Reiðhjólaverzluninni Berlin, Farmers Market, Leví s Store og Kormáki & Skildi, auk virðulegra borgarhjóla. Eigandi Reiðhjólaverzlunarinn- ar Berlin segir ástæðulaust að hjóla 5 kílómetra í vinnuna klæddur eins og maður sé að taka þátt í Tour-de-France. V ið stofnuðum Reiðhjóla-verzlunina Berlin fyrir þremur árum og höfum síðan reynt að kenna fólki að það þarf ekki að vera í spandex til að hjóla innanbæjar,“ segir Alexander Schepsky, eigandi Reiðhjólaverzl- unarinnar Berlin. Hann stendur fyrir tískusýningunni „Reykjavík Bike Fashion Show“ á Kex hostel í næstu viku í samstarfi við Farmers Market, Levi´s Store og Kormák & Skjöld. „Við höfum verið að ræða það síðustu ár að halda tískusýn- ingu til að sýna fólki hvað það er mikið af flottum fötum sem henta vel í styttri ferðir innanbæjar. Það er algjör óþarfi að klæða sig eins og maður sé að fara að taka þátt í Tour-de-France þegar ætlunin er bara að hjóla 5-6 kílómetra í vinn- una. Hjólin sem við seljum í Reið- hjólaverzluninni Berlin eru borgar- hjól og fólk hjólar ekki jafn hratt á þeim og á keppnishjólunum. Þess vegna svitnar fólk líka síður og ástæðulaust annað en að vera bara flottur í tauinu,“ segir Alexander. Á tískusýningunni verða sýnd borgarhjól og fatnaður sem er sér- hannaður til hjólreiða frá Reið- hjólaverzluninni Berlin, sérstök reiðhjólalína frá Levi´s Store og svo fallegur fatnaður frá Farmers Mar- ket og Kormáki & Skildi sem hentar einstaklega vel til hjólreiða. Reiðhjólaverzlunin Berlin er ný- flutt af Snorrabrautinni þar sem hún var frá stofnun og á Geirsgötu við gömlu höfnina þar sem mikil upp- bygging hefur átt sér stað að und- anförnu. Eigendur verslunarinnar hafa undanfarin ár staðið fyrir svo- nefndu Tweed Ride að breskri fyrir- mynd þar sem hjólreiðafólk hefur komið saman og hjólað um borgina á virðulegum borgarhjólum í klass- ískum fatnaði og dröktum í anda breskra hefðarmanna og -kvenna. Tískusýningin er því enn ein viðbót- in við kynningu á því hvernig hægt er að hjóla innanbæjar í fallegum fatnaði sem hentar jafnt í vinnuna eða á kaffihúsið og víst er að hægt verður að finna fatnað á tískusýn- ingunni sem er tilvalinn í næsta Tweed Ride sem fer fram laugar- daginn 30. maí. „Auðvitað skiptir máli að vera sýnilegur en það er hægt á fleiri vegu en að vera í neon- gulu vesti. Okkur langar einnig að vekja áhuga hjá íslenskum hönnuð- um til að hanna fatnað sem hentar vel til hjólreiða,“ segir Alexander. Tískusýningin fer fram á Kex mið- vikudaginn 20. maí, klukkan 20.30. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Levi´s Store er með sérstaka fatalínu – Commuter – sem er sniðin að þörfum hjólreiðafólks. Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar býður upp á virðulegan fatnað fyrir virðulega karlmenn. Hjá Farmers Market er hægt að finna fallegar flíkur fyrir bæði kyn sem henta jafn vel til hjólreiða og á kaffihúsið. Í Reiðhjólaverzluninni Berlin fást borgarhjól, hjólahjálmar auk fatnaðar sem er sér- hannaður fyrir hjólreiðafólk. S. 551-2070 & 551-3366 • www.misty.is Laugavegi 178 • OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 Nýr sumarliturÚrval af vönduðum herraskóm Úr leðri, margar gerðir, margir litir. Til dæmis þessir. Stærðir frá 41 - 47 Verð: 15.485.- og 17.885.- Teg DECO - stærðir 30-38 D,DD,E,F,FF,G á kr. 9.980,- buxur á kr. 4.650,- Póstsendum hvert á land sem er GALLABUXUR STÆRÐIR 4254 VERÐ: 11.990 KR Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga k l. 11–18 Opið laugardaga kl. 11-16 Sumartoppar Verð 8.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46 Verð 6.900 kr. Einn litur Stærð 36 - 46 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Við bjóðum gott verð alla daga Kjóll kr 6900 Tökum upp nýjar vörur daglega

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.