Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 20
allar helgar á Broadway veitinga- staðnum og sýndum yfirleitt fyrir fullum sal af fólki. Þetta voru allt aðrir tímar og ekki jafn mikið við að vera og nú. Fegurðarsamkeppni Íslands var stórviðburður á þessum tíma. Ég hafði fylgst með keppninni en aldrei spáð í það að taka þátt. Ég var 18 ára þegar Sóley hvatti mig til að taka þátt og þó ég hafi verið hikandi í fyrstu fannst mér þetta spennandi. Sigur í svona keppni þýddi ferðalög erlendis sem ég sá í hillingum enda þá mun fátíðara að fólk færi mikið til útlanda. Það fór svo þannig að ég vann keppnina og tók þátt í keppnum erlendis, bæði í Miss Universe og Miss World. Í framhaldi bauðst mér að fara að vinna sem fyrirsæta, eitthvað sem hafði aldrei hvarflað að mér, en ég ákvað að slá til, tók mér árs frí frá námi í Versló og starfaði sem fyrir- sæta í New York.“ Jólafrí eða gallabuxnauglýsing? Berglind leigði íbúð með tveimur öðrum íslenskum stelpum, Ástrós Gunnarsdóttur sem var í dansnámi og Rögnu Sigrúnardóttir sem nam leiklist. Þetta var löngu fyrir tíma farsíma, Skype og Facebook og fjarlægðin frá fjölskyldunni því enn meiri en sama fjarlægð í dag. „Þetta var mjög gaman en líka mjög erfitt. Ég vissi að þetta var ekki það sem ég ætlaði að leggja fyrir mig en langaði að prófa eitt ár. Þetta var erfiður heimur. Ég gekk á milli skrifstofa þar sem maður var að reyna að selja sjálfan sig, sýna möppuna sýna og taka því ekki persónulega ef manni var hafnað. Þetta er ekki nema fyrir fólk með gríðarlegan áhuga, gríðarlegt sjálfstraust og tilbúið til að færa vissar fórnir fyrir fyrirsætuferilinn. Það segir kannski sitt um áhuga minn að mér var eitt sinn boðið að leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir Jordan gallabuxur sem voru þá mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Ég var ekki vongóð eftir prufurnar og var satt að segja mest að hugsa um að fara heim til Íslands í jólafrí og hitta fjölskylduna. Þegar ég fékk símtalið um að ég væri ráðin var ég fyrst mjög spennt en þegar mér var tilkynnt að tökur færu fram milli jóla og nýjárs runnu á mig tvær grímur og ég sagði umboðsaðil- anum að ég gæti því miður ekki gert þetta því ég væri að fara heim í jólafrí! Hann sagði auðvitað að þetta væri tækifæri sem ég gæti ekki sleppt og með tárin í augunum ákvað ég að sleppa jólafríinu með mömmu og pabba. Auglýsingin heppnaðist mjög vel og auðvitað var gaman að hafa tekið þetta verk- efni svona eftir á. Eftir árið fór ég svo heim og kláraði Versló og fannst meiriháttar að setjast aftur á skólabekk.“ Fór í Yale-háskóla Berglind hafði unnið í fjölskyldu- fyrirtækinu nokkur sumur og eftir heimkomuna fór hún á fullt í að markaðssetja snyrtivörur fyrir Rolf Johansen & Co. „Kærastinn minn, sem nú er maðurinn minn, ákvað síðan að fara í nám til Bandaríkj- anna og ég ákvað að elta. Ég vissi ekki alveg hvert ég vildi stefna en fannst sálfræði heillandi. Ég kom mér inn í Yale háskólann þar sem ég nam sálfræði og sölusálfræði í ár og hélt áfram námi í Norður- Karólínu án þess þó að klára það. Við fluttum tímabundið til Lúxem- borgar með okkar fyrsta barn en komum heim tveimur árum síðar og ég fór aftur í að vinna við snyrti- vörurnar í fjölskyldufyrirtækinu og önnur dóttir bættist í hópinn. Eftir um fimm ár ákvað ég að færa mig um set. Mér fannst ég þurfa að víkka aðeins sjóndeildarhring- inn, langaði aftur í nám og hætti því vinnunni. Í framhaldi seldi pabbi snyrtivöruumboðin sín til Phar- maco. Þar var ég beðin um að koma inn í tvo mánuði til þess að aðstoða við að koma öllum vörunum í rétt ferli. Þessir tveir mánuðir urðu að sex árum,“ segir Berglind og hlær. „Ég tók við stöðu deildarstjóra nýrrar deildar sem sá um sölu þriggja deilda innan fyrirtækisins. Síðar meir leiddi ég ákveðið verk- efni, eftir að Pharmaco varð Vistor, sem sneri að því að koma starfsemi nýs dótturfélags í gang. Þetta var vissulega skemmtilegur tími en þarna var ég búin að eignast þriðju dótturina, var undir miklu álagi í vinnunni og fann að ég þurfti aðeins að kúpla mig niður. Ég fór þá loksins í langþráð nám. Nú tók ég ferðamálafræði sem aðalgrein þar sem mikill upp- gangur var og er í ferðaþjónustu og viðskiptafræði sem aukafag og kláraði það nám 2008. Enn tók ég beygju og næst lá leið mín á svið orkumála þar sem ég var einn af skipuleggjendum alþjóðlegrar ráð- stefnu hér á landi um vistvænar leiðir í samgöngum. Hún var haldin fjögur ár í röð en þar nutum við dyggrar aðstoðar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta sem var jafn- framt verndari ráðstefnunnar. Þarna snerist umræðan um að finna vistvænni og ódýrari orku í stað olíunnar og þessi umræða fékk enn meiri byr eftir kreppuna sem skall á 2008, þá sérstaklega rafmagnsorka en það er gaman að sjá hvað raf- magnsbílum hefur fjölgað á götunni undanfarið. Eftir ráðstefnuna fór ég að vinna sjálfstætt á fleiri sviðum og vann m.a. markaðsskýrslu fyrir banda- rískt snyrtivörufyrirtæki sem var að kynna sér vörur og hráefni frá Íslandi. Það var í raun þá sem ég komst fyrst í kynni við EGF vörurn- ar og fannst þær mjög áhugaverðar. Stuttu síðar sá ég sjónvarpsfrétt þar sem talað var við forstjóra fyrir- tækisins og fjallað um að húðdrop- arnir væru seldir í Collette í París sem er mikill virðingarstimpill. Í sömu frétt sá ég rætt við þýskan samstarfsfélaga minn frá Ĺ Oreal sem nú var orðinn dreifingaraðili fyrir BioEffect í Þýskalandi og Frakklandi. Ég hringdi strax í hann til að athuga málið betur og hann sagði aldrei hafa kynnst annarri eins vöru, einstakri virkni húðdrop- anna og sagði galdurinn á bak við hana einfaldlega „it works!“. Stuttu seinna var auglýst starf hjá Sif Cosmetics sem ég sótti um og hér er ég nú. Það eru spennandi tímar fram undan. BioEffect er nú selt í yfir 25 löndum, í snyrtivöruverslun- um, heilsulindum, læknastofum og flugfélögum, og við erum að opna á enn fleiri mörkuðum á næstu mán- uðum.“ Berglind nefnir að virt þýsk vísindakona, Martina Kerscher, prófessor við Hamborgarháskóla, hafi keypt BioEffect um borð í flug- vél Lufthansa því það vakti athygli hennar að varan innihélt EGF sem er vel þekkt innan vísindaheimsins en framleidd í plöntum. Hún hafi svo heillast af vörunni og beðið um leyfi til að fá að rannsaka hana. Kerscher bíður þess nú að niður- stöður hennar verði birtar opinber- lega en þær staðfesta það sem vís- indamenn fyrirtækisins hafa séð; þann verulega mun á þéttleika og stinnleika húðarinnar og fallegra litarafti. „Það er mikið gleðiefni að óháður aðili á þessu sérsviði komist að sömu niðurstöðum. Ég segi stundum að það líkist helst Öskubuskuævintýri hversu fljótt þessi vara hefur öðlast alþjóðlegar vinsældir á stuttum tíma,“ segir Berglind. Sýndarveruleiki í tölvum Berglind er sannarlega á ferð og flugi og er að fara út á vegum Sif Cosmetics daginn eftir þetta viðtal. „Ég er fyrst og fremst mamma, ég á þrjár dætur og vil vera mikill þátttakandi í þeirra lífi en vegna starfsins þarf ég að ferðast mikið um allan heim. Þær, og auðvi- tað maðurinn minn, hafa sýnt því mikinn skilning og við leggjum mikið upp gæðum frekar en magni þegar kemur að samverustundum. Ég vil vera þeim góð fyrirmynd en legg jafnframt áherslu á að þær séu sjálfstæðar og næri sig sem mann- eskjur,“ segir hún. Við förum aftur á persónulegu nóturnar áður en við kveðjumst og ræðum um útlitsdýrkun og þær kröfur sem ungt fólk og þá sér- staklega ungar konur gera til sjálfs sín. Berglind vill sjálf frekar leggja áherslu á heilbrigði og innri styrk- leika, sér í lagi þegar kemur að upp- eldi dætra hennar sem í dag eru 23, 20 og 14 ára. „Það hefur borið við að utanað- komandi fólk hefur spurt þær hvort þær ætli ekki að taka þátt í feg- urðarsamkeppni fyrst að mamma þeirra var Ungfrú Ísland. Ég hef sagt við þær að slíkt yrði alltaf þeirra ákvörðun en mér finnist þær ekki þurfa á neinum titlum að halda til að fá staðfestingu á því að þær séu frambærilegar ungar stúlkur. Sú vissa þarf alltaf að koma innan frá okkur sjálfum. Ungar konur í dag lifa og hrærast í veruleika þar sem óraunverulegar kröfur eru gerðar til þeirra, þær sjá líf annars fólks í sýndarveruleika tölvunnar þar sem allar myndir eru breyttar og lagðar til. Þetta er ekki veru- leikinn og ég vil að mínar stelpur, og aðrar ungar stelpur sem eru að fóta sig, viti að það sem skiptir máli er að þekkja muninn, vera sjálfum sér trúr og næra sig andlega sem líkamlega.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Berglind Johansen segir það líkast Öskubuskuævintýri hversu miklar vinsældir BioEffect hefur öðlast á alþjóðavísu á stuttum tíma. Ljósmyndir/Hari EGF stendur fyrir „epidermal growth factor“ og er náttúrulegt prótein, eða frumuvaki, sem frumur framleiða sjálfar við almennt viðhald húðarinnar. BioEffect vörurnar innihalda EGF sem virkar sem skilaboð á milli frumna í líkamanum og hvetur til aukinnar framleiðslu kollagens og elastíns. Dr. Rita Levi-Montalcini og dr. Stan- ley Cohen hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1986 fyrir rannsóknir sínar á frumuvökum. Það EGF sem er í húð dropunum frá Sif Cosmetics er framleitt með nýstárlegum líftæknilegum aðferðum í erfðabreyttu byggi af ORF líftækni. Hvað er eGF? Síðumúla 21 | S: 537-5101 | Snuran.is Opið virka daga 11-18 og laugardaga 12-16 Nýjar vörur vikulega Útskriftargjafirnar fást hjá okkur 20 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.