Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 22
Kaffi
frekar en
kókaín
Eflaust halda margir að það þurfi ógrynni af hár-
spreyi og spandexi til að fara í fótspor David
Coverdale og félaga í Whitesnake en nokkrir dagfar-
sprúðir karlmenn, sem hafa verið að dunda sér við
að spila tónlist sveitarinnar, vilja meina að glysið sé
stórlega ofmetin arfleifð þessarar sögufrægu rokk-
sveitar. Gítarleikarinn kennir Body Pump hjá Reebook
Fitness en segist þó ekki spila Whitesnake í tímum.
Þ etta er ekki bara nostalgía fyrir mér, ég held að það sé varla til sá hljóðfæraleikari
sem hefur ekki gaman af að spila
þessa tónlist,“ segir Magnús Þór Ás-
geirsson, annar gítarleikari heiðurs-
sveitarinnar Snakebite. Magnús er
jafnframt vörustjóri Riverwatcher
hjá Vaka Fiskeldiskerfum og kenn-
ir Body Pump hjá Reebok Fitness.
Hann er giftur Helgu Kristjáns stíl-
ista og eiga þau saman fimm börn.
„Ég er alæta á tónlist. Krakkarnir
eru meira með puttann á púlsinum
en svo þarf ég auðvitað að fylgjast
með því sem er að gerast samhliða
þjálfuninni. Maður er ekkert að
blasta Whitesnake í tímum en ég
hef alltaf haft gaman af þessari tón-
list. Menn voru svolítið í hljóðfæra-
leikfimi þarna og syngja lengst upp
í rassgati. Menn gera of lítið af því
í dag, það er bara svoleiðis “ segir
Magnús kankvís.
Davíð Smári úr Idol-inu syngur
Snakebite heiðurshljómsveitin er
hugarfóstur söngvarans Davíðs
Smára, en hann gat sér gott orð
þegar hann komst langt í íslenska
Idolinu á sínum tíma. Eftir það hef-
ur hann tekið þátt í nokkrum heið-
urstónleikum, síðast til heiðurs
Queen. Hann fékk svo til liðs við
sig Magnús og tvo aðra af meðlim-
um Málmsmíðafélagsins sem spila
sambærilega tónlist og fleiri rokk-
nörda sem skipa heiðurshljómsveit-
ina Snakebite í dag en þeir eru auk
Magnúsar og Davíðs þeir Ásmundur
Jóhannsson sem spilar á trommur,
Birgir Þórisson sér um hljómborð,
Bjarni Freyr Ágústsson spilar á gítar
og Fjalar Jóhannsson sem spilar á
bassa. „Það er heiður í sjálfu sér að
vinna með þessum mönnum, þetta
eru allt saman snillingar sem eru
með mér í þessu” segir Magnús.
„Við leggjum mikinn metnað í að
gera þetta vel og taka lögin eins og
á að gera. Davíð er gríðarlega öfl-
ugur söngvari sem á eftir að koma
mörgum á óvart sem ekki hafa heyrt
hann syngja þessa tegund tónlistar
áður. Það er ekkert verið að fara léttu
leiðina, við tökum þetta alla leið. Við
sleppum samt spandexinu og kóka-
íninu. Gallabuxur, kaffi og rokk. “
En af hverju Whitesnake, er það
ekki frekar hallærislegt í dag?
„Whitesnake var eiginlega hold-
gervingur hár-metal senunnar á „eit-
ís“ tímabilinu, sem er hálf vandræða-
legt fyrir Snakebite af augljósum
ástæðum en aðrir hljómsveitarmeð-
limir bæta þetta upp,” segir Magn-
ús og strýkur krúnurakað höfuðið.
„Nei, nei. Þetta fer allt í hringi og nú
er rokkið að koma sterkt inn aftur.
Krakkar í dag eru að kanna þessar
lendur. Þessi tónlist, eða réttara sagt
þessi ímynd og tíska, varð hallæris-
leg nánast á einni nóttu þegar grugg-
ið tók yfir heiminn með Seattle sveit-
ir í fararbroddi um 1990. En hvar er
sú tíska í dag? Öll tíska verður hall-
ærisleg og kemur svo aftur. En tón-
listarlega er af nógu að taka enda
spannar saga sveitarinnar 37 ár.“
Skipti um gítarleikara eins og
nærbuxur
Whitesnake var stofnuð í Bretlandi
árið 1978 eftir að David Coverdale
hætti í Deep Purple en með þeim
hafði hann gert þrjár plötur. Þrátt
fyrir augljós áhrif frá Deep Purple
í upphafi þróaðist tónlistin fljótlega
út í aðgengilegt blússkotið rokk sem
einkenndi fyrstu plötur Whitesnake
Trouble sem kom út 1978 og Loveh-
unter ári síðar, Á svipuðum nótum
kom svo ein plata á ári með Ready
an’ Willing árið 1980, Come an’ Get
It og síðan Saints & Sinners.
„Á þessum tíma heyrði ég fyrst í
Whitesnake. Fjölskyldan var nýflutt
frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og þar
hlustuðu allir töffararnir og eldri
strákarnir á Whitesnake. Ég man
eftir amerískum drekum með hrika-
legum græjum að blasta Saints and
Sinners. Það var þó ekki fyrr árið
1984 með plötunni Slide It In sem
þeir slógu í gegn utan heimalands-
ins og markaði upphafið af miklum
tónlistarlegum breytingum. Það var
jafnframt ein fyrsta platan sem ég
keypti mér og á sama tíma fór ég að
glamra á gítarinn hans pabba þótt
ég hafi ekki gert þessari tónlist skil
fyrr en löngu seinna. ”
Flestir tengja Whitesnake hins
vegar við „eitís“ tímabilið en vinsæl-
asta tímabil sveitarinnar var undir
lok þess tímabils. „Hér varð hár-
spreyið og spandexið allsráðandi
en ekki síst var þetta öld gítarhetj-
unnar,“ segir Magnús. „Coverdale
skipti reyndar um gítarleikara eins
og nærbuxur og það voru engir auk-
visar sem tættu upp strengina með
Whitesnake þótt engir þeirra séu
eins frægir og snillingurinn Steve
Vai. Við Bjarni þurfum því að setja
okkur í allskonar stellingar til að
fanga tíðarandann í gítarleik.“
Heiðurshljómsveitin Snakebite
hefur haldið tvenna tónleika með
lögum Whitesnake og spilað „live“
á bæði Rás Tvö og Bylgjunni. „Við
erum allir frekar uppteknir menn
og munum ekki gera mikið af því
að koma fram og spila Whitesnake
tónlist. Fínt að gera það einu sinni
tvisvar á ári á meðan við höfum
gaman af og einhverjir koma til
að hlusta. Fá útrás fyrir sinn innri
rokkhund og heiðra æskuhetjurnar.
Það er bara göfugt,“ segir Magnús.
Næstu tónleikar Snakebite eru á
Gauknum þann 15. maí.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Öll tíska
verður
hallærisleg
og kemur
svo aftur.
Heiðurshljóm-
sveitin Snakebite
Ljósmynd/Hari
Til að byggja upp vöðva og öðlast kraft
Til að veita líkamanum orku
Flytur með sér A- og D-vítamín
Fyrir sterk bein, hvítar tennur og
fallegra bros
Til að líkaminn geti nýtt sér kalkið
Fyrir húðina, augun og sjónina
Fyrir efnaskipti líkamans
Fyrir sterk bein
Fyrir efnaskipti og orkujafnvægi
Fyrir alla frumustarfsemi
Orka 78 hitaeiningar
Prótein 8,8 g
Kolvetni 9,4 g
Fita 0,6 g
Kalk 282 mg
D-vítamín 0,8 µg
A-vítamín 90 µg
B2-vítamín 0,3 mg
Fosfór 196 mg
Joð 22 µg
B12-vítamín 0,84 µg
Miðað er við 2 dl (200 g)
Eitt glas af Fjörmjólk inniheldur
Einstaklega próteinrík og
inniheldur fjölda nauðsynlegra
næringarefna.
22 viðtal Helgin 15.-17. maí 2015