Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 30
Konurnar sem afhjúpuðu kerfið Hvaða konur voru það sem réðust eins og stormsveipur inn í hið rótgróna kerfi, sköpuðu usla og uppþot með gjörningum og hækkuðu svo tölu kvenna á Alþingi um 200%? Halla Kristín Einars- dóttir leitast við að svara þessum spurningum í heimildarmynd sinni „Hvað er svona merkilegt við það“, sem hún frumsýnir á Skjaldborg um hvítasunnuhelgina. Halla Kristín segir það fyrst og fremst hafa verið forvitni sem hefi dregið hana út í gerð heimildarmynda um sögu kvennabarátt- unnar, enda sé það efni sem komi ekki fyrir í skólabókum. É g lærði myndlist í Listahá-skólanum þar sem ég fór að prófa mig áfram með vídeó og stuttmyndaverk. Þegar ég var búin í náminu hélt ég áfram að gera litlar myndir en fór svo að vinna við kvikmyndagerð. Í raun og veru áttaði ég ekki mig ekki á því fyrr en þá hvert ég væri komin,“ segir Halla Kristín Einarsdóttir sem hef- ur starfað sem kvikmyndagerðar- maður síðan auk þess að kenna hag- nýta menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Halla Kristín frumsýnir heimildarmyndina „Hvað er svona merkilegt við það“, á Skjaldborg- arhátíðinni um hvítasunnuhelgina. Forvitin um sögu kvenna Fyrsta mynd Höllu Kristínar í fullri lengd var „Konur á rauðum sokk- um“ en hún fjallar um íslensku rauðsokkahreyfinguna, frá upphafi hennar árið 1970 og til ársins 1980 þegar stofnendur hennar ákveða að leggja hana niður. „Það var eigin- lega tilviljun að ég réðst í gerð henn- ar. Þá var Miðstöð munnlegrar sögu að fara að taka upp viðtöl við rauð- sokkana og ég og Fríða Rós Valdi- marsdóttir mannfræðingur vorum fengnar til að taka upp þessi viðtöl,“ segir Halla en nýja myndin hennar tekur upp þráðinn þar sem fyrri myndin endar. „Ég held að þetta hafi líka verið forvitni í mér. Þetta er ekki efni sem kennt er í skóla og mig langaði að vita hvaða konur þetta voru og hvað rak þær áfram.“ Hækkuðu tölu kvenna á Alþingi um 200% Rauði þráðurinn í nýju myndinni er saga kvennaframboðanna og Halla Kristín leitast við að varpa ljósi á það hvað gerist þegar grasrótar- samtök á við Kvennalistann koma eins og stormsveipur inn í hið skipu- lagða kerfi. „Þetta er baráttuhreyf- ing sem ákveður að hætta að standa með skilti fyrir utan og æpa á kerfið og fer þess í stað og gerir innrás í það, og það finnst mér mest spenn- andi við söguna. Kvennaframboð hafa verið reynd í öðrum löndum, oftast í sveitarstjórnum, en hér á Íslandi varð þetta miklu stærra dæmi og þær höfðu meiri áhrif hér en annarsstaðar. Þær komu í raun öllum sínum málum á dagskrá og þegar þær komust á þing þá rauk þátttaka kvenna í stjórnmálum í fyrsta sinn upp en þegar þær buðu fram til Alþingis árið 1983 þá sátu aðeins 3 konur á þingi. Þá komust 3 kvennalistakonur á þing en alls Uppþot í Verslun Silla og Valda árið 1984. Kvennalistakonur voru duglegar við að vekja athygli á málstað sínum með allskyns gjörningum. Eitt af því sem þær gerðu, þegar verkfallsumræða stóð sem hæst, var að kaupa inn í grjónagraut því Steingrímur Hermannsson hafði sagt að það væri besti matur og fólk gæti bara borðað hann. Þá fóru nokkrar konur í verslun Silla og Valda í Austurstræti og keyptu í grjónagraut en neituðu að borga nema það sem svaraði hlutfalli af þeim launum sem konur fengu á móti körlum. Það varð algjört uppþot í versluninni og lögreglan mætti á staðinn. WASHINGTON D.C. flug f rá 18.999 kr. TENERIFE flug f rá 19.999 kr. ALICANTE, BENIDORM flug f rá 13.999 kr. BOSTON flug f rá 18.999 kr. BARCELONA flug f rá 13.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! ÚLLEN, DÚLLEN DOFF! maí - jún í 2015 maí 2015 maí - jún í 2015 maí - jún í 2015 maí - jún í 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * 30 kvennabarátta Helgin 15.-17. maí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.