Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 15.05.2015, Qupperneq 32
Þögnin í Vallargerði S Sumarið er komið, finnst mér. Það er allavega búið að vera betra veður síð- ustu tvær vikur en allt síðasta sumar. Veturinn er búinn að vera langur og leiðinlegur og eiginlega hafa síðustu tveir vetur verið nánast samfelldir, slík voru vonbrigðin með síðasta sumar. Það sem einkennir vorin, sérstaklega hjá mér sjálfum er það að íslenski fót- boltinn fer af stað. Sem mikill áhuga- maður og stuðningsmaður Breiðabliks er alltaf mikil tilhlökkun fyrir vorinu þegar maður getur farið að mæta á leiki og hitt annað fólk sem deilir þessu áhugamáli. Ætli þetta sé ekki eins og fyrir bændur að hitta aðra bændur á vorin eða í réttum. Mikið af þessu fólki hitti ég bara á sumrin, á leikjum, og umræðuefnið er alltaf það sama. Hvernig verður sumarið? Sjálfur var ég ekki merkilegur knattspyrnumaður á mínum yngri árum. Æfði þó knatt- spyrnu frá sjö eða átta ára aldri alveg þangað til ég varð 14 eða 15 ára. Ég náði samt aldrei að geta neitt. Á þeim tíma var æft við mjög frumstæðar að- stæður yfir vetrartímann. Maður mætti vel klæddur í svörtum takkaskóm á Vallargerðisvöll í Kópavogi og það var alltaf byrjað á því að hlaupa tíu hringi í kringum völlinn. Völlurinn var og er malarvöllur og á stöku stöðum var stór- grýti í mölinni sem gerði knattspyrn- una sem á vellinum var spiluð mikinn áhættuleik. Á vissum köflum átti maður von á því að boltinn skoppaði upp í loft þar sem hann rann á sléttri mölinni. Einnig var þetta mikil slysagildra, ef maður kunni ekki á völlinn. Þetta gerði það að verkum að andstæðingar okkar á þessum tíma kvörtuðu mikið undan vellinum á meðan við glottum og þekkt- um hverja sandhrúgu. Í dag er sonur minn að æfa knattspyrnu af miklum móð með hinu liðinu í Kópavoginum. Ég fæ reglulega ávítur frá félögum mín- um um það að hann sé í röngu liði, en ég lít svo á að ég sé að gefa litla liðinu smá séns á því að búa til afburðaknatt- spyrnumann þar sem hann er löngu orðinn föðurbetrungur á vellinum, ekki nema 11 ára. Hann æfir innandyra allan veturinn, á grasi. Þvílík forréttindi. Á vorin þegar fór að hlýna vorum við Blikastrákarnir mættir í stuttbuxum á mölina og allir urðu töluvert kvikari og glaðari í hreyfingum þar sem frostið var farið úr jörðu. Það sem lýsir mínum knattspyrnuhæfileikum, á þessum tíma mjög, er að eitt vorið þegar menn voru glaðir að geta æft í smá hita, stóð upp- hitun yfir fyrir æfinguna. Menn voru með bolta og iðkuðu langskot á markið. Oft voru allir að skjóta í einu, slíkur var áhuginn. Þjálfari okkar á þessum tíma var maður að nafni Anton Bjarnason, sem var gömul kempa í greininni og skíðamaður mikill. Í hamaganginum sé ég að ég er í ákjósanlegri stöðu til þess að hamra knettinum í sam- skeytin. Þegar maður er í slíkri stöðu fer boltinn aldrei í samskeytin, hann fer yfirleitt ekki á rammann. Æsingurinn fer yfirleitt með hann langt yfir markið. Ég tek tilhlaup og lúðra hægri fætinum í knöttinn. Hann fer vel af stað og lík- lega er hann á leið á markið. Í upptaki boltans gengur þjálfarinn Anton þvert í fluglínu boltans og það stefndi í óefni. Ég man þetta mjög vel og þetta leið eins og margir klukkutímar. Boltinn fer beint í kinnina á þjálfaranum. Anton var hávaxinn maður og ómögulegt að segja til um hvort boltinn var á leiðinni í samskeytin eða yfir markið, ég hall- ast að skeytunum. Boltinn smellur á kinn þjálfarans og tíminn stendur í stað. Allir hætta að sparka og þögnin á Vallargerðisvelli verður svo þrúgandi að það hefði ekkert getað bjargað mér úr þessari áþján. Þegar þjálfarinn áttar sig á því hvaðan boltinn kom og hvaða leikmaður það var sem var ekkert að fylgjast með umferð yfir völlinn tók hann upp boltann, sem hafði dottið beint fyrir framan hann, leit á mig og horfði beint í augun á mér um stund og segir. Ertu gjörsamlega klikkaður? Ekki reiður og ekki æstur, heldur von- svikinn. Á þessum tímapunkti vissi ég að sumarið var farið, hvað varðaði mína aðild að glæstum sigrum Breiða- bliks. Það var undirstrikað í leik gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ seinna um sumarið. Ég byrjaði á bekknum og við unnum að mig minnir 14 eða 15-0. Allir varamenn liðsins komu inn á í leiknum þar sem þetta var auðveldur sigur og allir áttu að fá séns. Ég sat sem fastast og aldrei kom kallið. Ekki það að ég hefði breytt einhverju. Ég var aldrei á pari við þessa félaga mína í boltanum. Anton var frábær þjálfari og náði góðum árangri með þetta lið. Í því voru engar hetjur eins og uppi á Skaga, eða slíkt. Bara æstir ungir drengir sem voru ágætir í fótbolta. Ég hætti skömmu síðar og snéri mér að öðru, sem hefði alltaf orðið raunin þó ég hefði ekki sparkað í andlit þjálfarans. Hæfi- leikarnir voru annarsstaðar. Í dag fer ég þó reglulega í fótbolta, og það er fátt skemmtilegra. Þrátt fyrir aukna þyngd og minnkandi hraða næ ég oftast að skora fleiri mörk en jafn- aldrar mínir inni á vellinum. Enda eru þeir allir í jafn slæmu formi og ég. Ég er samt ennþá á því að þessi þruma mín hefði endað í samskeytunum hefði Anton Bjarnason ekki rölt inn á völlinn. Kannski hefði sumarið farið öðruvísi og ég hefði komist í landsliðið með Arnari Grétarssyni. Ég efa það samt. Stórefa það. Skotið var gott, en það hefði ekki breytt lífi mínu. Te ik ni ng /H ar i Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Made by Lavor Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is GOTT Í VORIÐ Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ 1400W, 360 lítr./klst. Þolir 50°C heitt vatn 5 metra barki, sápubox Black&Decker háþrýstidæla max bar 110 14.990,- • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 27.990 Bíla & gluggaþvotta­ kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun 2.690 „Heilsugæsla á hjólum“ Miðvikudaginn 20. maí segja sendifulltrúar Rauða krossins, María Ólafsdóir heimilislæknir og Hrönn Håkansson hjúkrunarfræðingur, frá verkefni þeirra í Írak fyrr á þessu ári. Þar störfuðu þær við færanlegar heilsugæslustöðvar til að sinna flóamönnum í Dohuk-héraði. Hlúð að flóafólki í Kúrdistan Fyrirlesturinn verður kl. 8.30-9.30 í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 5– 10 95 32 viðhorf Helgin 15.-17. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.