Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 15.05.2015, Blaðsíða 40
40 bílar Helgin 15.-17. maí 2015  ReynsluakstuR skoda oktavia Combi G-teC Nýi tvíorkubíllinn frá Skoda gengur á metani og bensíni og er því ekki bara sparneytinn heldur líka umhverfisvænni en flestir bílar. Hann er óvenju rúmgóður og þægilegur í akstri. Frábær fjölskyldubíll fyrir fólk sem vill gott pláss fyrir bæði fólk og farangur og sem vill menga minna og spara meira. u m síðustu helgi var haldið í sveitaferð á nýja metanbílnum frá Skoda. Spennan var mikil enda ekki á hverjum degi sem keyrt er um á umhverfisvænu metani og alls ekki á hverjum degi sem sólin skín. Stefnan var tekin á Snæfellsnes og ferðafélaginn í framsætinu fékk það hlutverk að sjá um að kynnast snertiskjánum og loftræstingunni, halda stuð- inu gangandi og hitastiginu á réttum stað. Hún leysti það vel af hendi enda skilvirkur snert- iskjár og einstaklega þægilegt mælaborð í alla staði, svona eins og Skoda er lagið. Restin af hópnum var alls ekki ósátt við sitt hlutskipti, þrátt fyrir að vera óvenju háfætt par á besta aldri, og höfðu orð á því hversu vel fór um þau í aftursætinu. Ekki spillti gott útsýni og borð með innbyggðum glasahöld- urum ánægjunni. Við vorum öll sammála um að það besta við bílinn væri þó vissan um að við værum umhverfisvæn á leið okkar um landið. Þegar bíllinn renndi í hlað á Hótel Búðum mættum við ferðalangi sem þyrsti að vita hvort þetta væri nokkuð nýi metanbíllinn frá Skoda. Jú, jú, mikið rétt. Hann fékk að vita að það væri gott að keyra bíl- inn, það væri kraftur í honum og að metantankurinn hefði akkúrat dugað frá Reykjavík, eða um 170 km. Hann spurði óttasleginn hvort við værum ekki í tómu rugli, föst á Búð- um með ekkert metan. Við upplýstum hann um að ekkert væri að óttast, því þó það væru bara metanstöðvar í bænum þá væri þetta í raun tvíorku- bíll, við ættum enn fullan 50 lítra tank af bensíni eftir. Eftir að hafa notið lysti- semda Búða var brunað í bæ- inn á bensíninu. Bíllinn er mjög sparneytinn á bensínið en það var óneitanlega betri tilfinning að keyra á metaninu. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is N 29 2015 Listahátíð í Reykjavík Höfundarverk kvenna Lindur — Vocal VII — Nýr gjörningur eftir Rúrí @ Harpa, Norðurljós — 16. maí, kl. 18:00 Shantala Shivalingappa @ Borgarleikhúsið — 2. júní, kl. 20:00 MagnusMaria @ Þjóðleikhúsið — 3. júní, kl. 20:00 Stofnaðilar Máttarstólpi Bakhjarlar listahatid.is Sparneytinn og um- hverfisvænn kostur skoda oCtavia Combi G-teC Kostir: n Sparneytinn. Bensíneyðsla er um 5 l./100 km og svo er metan eitt ódýrasta eldsneyti sem um getur, en rúmmetrinn kostar 149 kr. Eldsneytis- notkun metanbíla á m3/100 km er næstum sú sama og eldsneytisnotkun í lítrum bensíns. n Rúmgóður n Gott farangurs- rými n Lækkar í útvarpi þegar þú bakkar n Bluetooth og USB-tengi Gallar: Engir Metan: Nútíma-metan er unnið úr lífrænum efnum og hægt er að nýta í vinnslu þess: n Allt lífrænt efni frá heimilum, matarleifar og annan úrgang. n Skólp. Ökutæki í rekstri Stokkhólms- borgar ganga fyrir metani unnu úr seyru frá holræsa- kerfi borgarinnar. n Lífmassa úr sjávarútvegi, t.d. fiskúrgang. n Lífmassa frá mat- vælavinnslu, t.d. sláturúrgang. n Þörunga úr sjó og vötnum. n Og margt, margt fleira.... Verð: frá 3.520.000 kr. Brunað á metani á vit ævintýranna. Ferðabíllinn í réttu umhverfi á Búðum á Snæfellsnesi. Ljósmyndir/EMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.