Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 64
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Sjöfn VilhelmSdóttir
Bakhliðin
Skipulögð
og ákveðin
Nafn: Sjöfn Vilhelmsdóttir
Aldur: 45 ára.
Maki: Enginn.
Börn: Snæfríður Arna, 6 ára.
Menntun: BA gráða í stjórnmálafræði
frá HÍ, MA gráðu í alþjóðfræðum frá
University of Denver og er í doktors-
námi við stjórnmálafræðideild HÍ.
Starf: Forstöðumaður Stofnunar
stjórn sýslufræða og stjórnmála við
Háskóla Íslands.
Fyrri störf: Undanfarin ár hef ég
starfað við verkefnastjórnun, rann-
sóknir og kennslu við HÍ meðfram
doktorsnáminu, kennt við Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna á Íslandi og tekið að
mér ráðgjafarverkefni. Hér áður gegndi
ég starfi framkvæmdastýru UN Women
á Íslandi og starfaði um níu ára skeið
hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands,
m.a. í Namibíu.
Áhugamál: Á mínum fullorðinsárum
hafa ferðalög, lestur bóka og ljós-
myndun verið mín helstu áhugamál, en
síðustu ár hefur fjölskyldan og doktors-
námið átt mest allan tíma minn og alltof
lítið svigrúm verið fyrir áhugamálin.
Stjörnumerki: Fiskar.
Stjörnuspá: Mundu að það er vel hægt
að halda á sínum málstað án þess að
setja öðrum úrslitakosti eða beita
öðrum þvingunum. Farðu samninga-
leiðina.
Sjöfn er mjög analýtísk, skipu-lögð og ákveðin,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, vinkona
Sjafnar. „Ég þekki engan annan
sem getur forgangsraðað fram-
tíðarsjálfinu jafn vel og fórnað
skammtíma ávinningi í staðinn.
Hún hefur sterka réttlætiskennd
sem er hennar leiðarljós í öllu
sem hún gerir. Hún stendur ekki í
eldhúsi nema til þess að baka, og
hún heldur alveg þrusu brönsa,“
segir Silja Bára.
Sjöfn Vilhelmsdóttir var í vikunni ráðin
forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslu-
fræða og stjórnmála. Síðustu ár hefur
hún að mestu starfað við verkefnastjórn,
rannsóknir og kennslu innan HÍ. Hún var
um tíma framkvæmdastýra UN Women á
Íslandi og vann ýmis störf hjá Þróunar-
samvinnustofnun Íslands.
Hrósið...
... fær hin 15 ára gamla Lovísa Thompson sem
tryggði Gróttukonum Íslandsmeistaratitilinn í
handbolta með marki þremur sekúndum fyrir
leikslok gegn Stjörnunni.
Tré úr
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð frá 19.900,-